Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 37
5.-6. HEFTI SAMVINNAN Aðalfundur S. I. S. Vörusala S. í. S. rúml. 97,8 millj. kr. Vörusala kaup- félaganna rúml. 139,5 millj. króna. Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var settur í samkomuhúsinu „Skjaldborg1'' á Akureyri fimmtudaginn 22. júní kl. 9,45. Mættir voru auk stjórnar, framkvæmdarstjórnar og endurskoðenda 77 fulltrúar af 83, sem rétt höfðu til fundarsetu. Formaður S. í. S., Einar Árnason, fyrrv. alþingis- maður, setti fundinn og bauð fulltrúana velkomna. Á fundinum mætti, auk fulltrúanna, stjórn S. í. S. þeir Einar Árnason, fyrrv. alþingismaður og bóndi á Eyrarlandi, Björn Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Jón ívarsson fyrrv. kaupfélagsstjóri, Sigurður Jónsson á Arnarvatni, Þórður Pálmason, kaupfélagsstj. og Þor- steinn Jónsson, kupfélagsstjóri, Vilhjálmur Þór, at- vinnumálaráðherra og ennfremur framkvæmdastjórar Sambandsins, þeir Sigurður Kristinsson, Aðalsteinn Kristinsson, Jón Árnason og Árni G. Eylands, fram- kvæmdastjóri Gefjunar, Jónas Þór, Jónas Jónsson, skólastjóri, Guðl. Rósinkranz, yfirkennari, endurskoð- endur S.Í.S., þeir Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri og Tryggvi Ólafsson, verzlunarmaður og eftirlitsmenn S. í. S., Benedikt Jónsson og Ingimar Ingimarsson. Fundarstjóri var kosinn Jörundur Brynjólfsson, al- þingismaður, og hann tilnefndi Þórarinn Kr. Eldjám, bónda á Tjörn, sem varafundarstjóra, og var það sam- þykkt í einu hljóði. Skýrsla formanns. Formaður S.Í.S., Einar Árnason^ rakti í stuttum dráttum störf Sambandsstjórnar síðastliðið ár. Reynt hafði verið að fá rýmkuð innflutningsleyfin á vörum fyrir S.Í.S., en ekki borið árangur. Athugun hafði farið fram um ullarþvottastöðvar. Sömuleiðis „Sæmilegur, ég verð að vísu að hlífa mér dálítið eins og þú getur reyndar skilið, því að ég sit með þig á hinu hnénu. En ég gat samt gengið þetta þrauta- lítið. Og í vor, þegar ég fer að plægja, verð ég orðinn ágætur.“ „Og þú varðst að ganga. Aumingja Karl.“ „Hvað hélztu að ég mundi gera, þegar ég vissi af þér hér einmana?" Það skiptir í raun og sannleika engu máli, hvað þau sögðu. Þau voru bæði saman að nýju, áttu þak yfir höfuðið og land til að erja. — Og hvað gerir þá, þótt hríðin bylji á kofaþakinu og kaldir stormar æði um veglausa og lífvana sléttuna. hafði verið athugaðir möguleikar á því að fá skatta- ákvæðunum um samvinnufélög breytt, en mál þetta dagað uppi á Alþingi. Safnast höfðu 60 þús. kr. í sjóð til samvinnumanna í hernumdu löndunum. Stækkun vörúgeymsluhúss S.Í.S. hafði verið lokið á árinu og sérstök deild stofnuð um síðustu áramót, er annast sölu landbúnaðarvéla og hvers konar verkfæra. Árni G. Eylands var ráðinn til að veita þeirri deild forstöðu. Skýrsla forstjórans. í Sambandinu voru í ársbyrjun 1944 50 félög með 21457 félagsmönnum og hafði þeim fjölgað um 1268 menn. Á fundinum gengu tvö félög í Sambandið, Kaupfélagið „Dagsbrún“ í Ólafsvík og Sláturfélagið „Örlygur“, Gjögrum við Patreksfjörð. Eru því sam- bandsfélögin nú 52. Vörusala Sís árið 1943 var samtals kr. 97.892.000,00 og hafði hækkað um kr. 28.400.000,00. Sala aðkeyptra vara hækkaði um 10,5 milljónir og sala innlendra vara um 16,3 milljónir. Sala fyrirtækja Sís hækkaði um kr. 2.128.000,00. Hækkun sölu aðkeyptra vara stafar að miklu leyti af hækkuðu vöruverði, en hækkun á sölu innlendra vara er aðallega vegna þess, að ull félaganna frá 1941 og 1942 var seld á árinu. — Samb.stofnsjóður var í árslok 1943 kr. 4.330.000,00, en sameignarsjóðir, eða skuldlaus eign Sambandsins kr. 3.458.000,00. Innieignir Sambandsfélaganna hjá S. í. S. námu 30,8 milljónum króna, en þar af eru yfir 10 milljónir kr. greiðsla frá Sambandinu til félaganna upp í innlendar vörur, sem óseldar voru um áramót. Skuldir félaganna við S. í. S. voru 866.000 kr. og höfðu lækkað um 720.000 kr. á árinu. Stofnsjóðir félagsmanna í Sambandsfélögunum námu 7,2 millj. kr. í lok ársins, en sameignarsjóðir 12,8 milljónum kr. Sambandsfélögin seldu aðkeyptar vörur og iðnaðar- vörur, sem þau framleiddu sjálf, fyrir kr. 83.101.269,48 og innlendar afurðir fyrir kr. 56.494.310,31. Öll vöru- sala Sambandsfélaganna nam því árið sem leið kr. 139.595.579,79, og er það kr. 26.495.686,12 meira en árið 1942. Starfsmenn Sambandsins voru 399 í árslok, en starfsmenn allra Sambandsfélaganna 913. Tekjuafgangur. Tekjuafgangur Sambandsins á síðastliðnu ári var kr. 1.839.924,03, og var samþykkt á aðalfundi að ráð- stafa honum þannig: 1. Til stofnsjóðs ......... 1.368.993,15 2. Til verksmiðjustofnsjóðs ........... 138.730,62 3. Til varasjóðs ........... 316.012,84 4. Til næsta árs yfirfærist ............ 16.178,42 ENDIR Kr. 1.839.924,03

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.