Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 45
5.-6. HEFTI SAMVINNAN Davið Stefánsson: Vopn guð- anna. Þorsteinn M. Jónsson gaí út. Akureyri 1944. Hið nýja leikrit Davíðs í Fagra- skógi er, svo sem kunnugt er, skáldlegur áróður í leikritsformi fyrir frelsi og mannréttindum, en móti kúgun nazista og kommún- ista. Fyrir svo sem fjórðungi aldar, mjmdi fáum hafa komið til hugar, að skáldin myndu þurfa að hefja baráttu fyrir frelsi og mannrétt- um. Um það leyti hugsuðu mestu þjóðir heimsins, að sú barátta heyrði fortíðinni til. En svo var ekki. Tvær grimmilegar kúgunar- stefnur hafa á síðasta aldarfjórð- ungi færzt í aukana og mátti minnstu muna fyrir nokkrum missirum, að þær tækju höndum saman og steyptu miðaldakúgun af versta tægi yfir allan hnöttinn. Núverandi styrjöld er úrslitabar- átta við nazismann. Ef sú stefna tapar, sem vonlegt má telja, þá er hin kúgunarstefnan enn við völd í einu stórlandi heimsins. Það er þess vegna ekki ótímabært, þó að eitt af beztu skáldum, sem nú er uppi í landinu, taki til meðferðar þetta verkefni: Hættuna sem nú- tímamenningunni stafar af ein- sveit. Þannig eru viðburðir sögunnar, — slitrótt og samhengislaust rugl. Strax í upphafi hennar er fjasað um þjófaleitir, eins og til að punta upp á sveitarbrag- inn. Það er valið fátækasta fólkið til að leita hjá. En höfundinn hefur annaðhvort skort ímyndunarafl sjálfan eða þótt full mikið að gera þjóf úr karlarýjun- um. Það er talið til viðburða, að hundur sprænir eða bóndi pissi í moldarvegg. Það er langt og fjálglegt mál um það, er ung stúlka, aðalpersóna sögunnar, Herdís Hermannsdóttir, — fær tíðir í fyrsta sinn. Það eru all- fáránlegar hugmyndir, sem þessi ungi maður virðist hafa um eðli og ástand ungra kvenna. Er það kannske vorkunn, þar sem hann hefur aldrei verið lítil stúlka, en hugarórar hans eru því óbermilegri. En sjálfsagt tekst honum mjög sæmilega að lýsa holdlegum sam- förum karls og konu. Hann virðist hafa allt annan smekk en Þorsteinn Erlingsson, sem sagði: „Þann stað, sem helgast ástum einum, má ekki snerta fótur vor. í dögg á Edens aldinreinum, sjást aldrei nema tveggja spor“. Óli karlinn er ekki feiminn við að skyggnast af and- ans sjónarhól og gerast þriöja persóna í leiknum, enda er þetta víst eini viðburðurinn í bókinni, sem gefur henni rétt til þess að kallast saga. Það er eins og hann ranki þarna aðeins við sér, að það séu þó til menn. Höfundur er undrandi yfir því, að Kristín hans skuli ekki jórtra. — Ég er undrandi yfir því, að sagan hans skuli ekki geispa upp í lesandann. Gott er til þes að vita, að bókin skuli vera svo lang- dregin og þyngslalega skrifuð, að enginn eða að minnsta kosti fáir unglingar munu endast til að lesa hana og fá þess vegna ekki kost á að drekka í sinn bljúga barnsheila það ófremdarkjaftæði, sem þar er haugað saman á 432 blaðsíðum. En hvað skyldu annars þessar bókmenntir eiga að færa okkar þjóð? Hvaða lífsóður er það, sem þær eiga að enduróma í sál þjóðarinnar? Á þetta niðurlægjandi ofmetnaðarraus að styrkja trú þjóðarinnar á sjálfri sér og sínum rétti? Eða á það að vera bending til hinna sterku vina lít- ilmagnans úti í heiminum? Bending um að koma þessum undirokuðu, sárþjáðu vesalingum til hjálpar, — þessum vesalingum, sem bundnir eru á básum ís- lenzkrar harðýðgi og miskunnarleysis? Hver er meining þessara postula, sem sýnkt og heilagt eru að níða hina íslenzku þjóðarsál og draga fram afskræmismyndir af innsta kjarna hennar? Það er áreiðanlega ekki gert fyrir okkur, alþýðu- fólkið úr sveitum landsins. Við eigum það, sem betra er en þetta óaldarrugl. Áttum við ekki Jónas, sem kvað: „Traustir skulu hornsteinar hárra sala, í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel“. Og Eggert Ólafsson kvað mest um bóndabæ, sem blessun fylgir sí og æ, af því að hjónin eru þar öðrum og sér til glaðværðar. Við viljum ekki skipta á máli og anda þessara manna fyrir þetta lúsalötur, sem nú er oftast verið að bjóða okkur. Það er engu líkara en það sé samn- ingsbundið meðal allmargra rithöfunda okkar, að þeir stæli hver annars holtaþokuvæl og skrumskæli hvers annars skrumskælingar til þess að alþýða manna ruglist í ríminu og fari að trúa því, að þetta andlega getuleysi sé nýr gróandi í bókmenntun og glæpist því jafnvel á að taka það sér til fyrirmyndar. En allir þeir, sem hafa óbrjálaða dómgreind, munu finna hinn andlega uppskafningshátt, sem gengur eins og rauður þráður gegnum þennan kramara og kaupmangaravarning. Með heitri ósk um, að ný ritöld megi hefjast með nýstofnuðu lýðveldi, ritöld, sem sýni heiminum það, að við íslendingar erum þjóð, sem eigum rétt á að vera frjálsir menn í frjálsu landi. Reykjavík, 7. júlí 1944. Anna frá Moldnúpi. 177

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.