Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 38
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI Skýrslur framkvæmastjóra innflutnings- og útflutningsdeilda. Þá fluttu framkvæmdarstjórar innflutnings- og útflutningsdeildar ítarlegar skýrslur um störf þessara deilda á s. 1. ári. Nokkrar umræður urðu út af skýrsl- um þessum og nokkrum fyrirspurnum beint til fram- kvæmdastjóranna, er þeir þá svöruðu. (Niðurlag á skýrslu Jóns Árnasonar er bírt á öðrum stað hér í blaðinu). — Verksmiðjur S.Í.S. höfðu selt vörur fyrir 8 millj kr. á árinu og starfa 300 manns við þær. Hér fara á eftir þær tillögur, sem samþykktar voru á fundinum í sambandi við umræður um þessar skýrsl- ur og önnur mál. Innflutningsreglunum mótmælt. Svohljóðandi tillaga frá Eysteini Jónssyni var sam- þykkt í einu hljóði: „Aðalfundur S. í. S. 1944 mótmælir eindregið þeim starfsaðferðum, er Viðskiftaráði hafa verið settar um skiptingu vöruinnflutnings. Leggur aðalfundur á- herzlu á, að þeirri reglu verði fylgt við úthlutun inn- flutningsleyfa, að kaupfélögin fái innflutningsleyfi í hlutfalli við tölu félagsmanna og heimafólks þeirra, miðað við leyfðan innflutning til landsins og þarfir landsmanna fyrir einstakar vörutegundir. Ennfremur fái félögin innflutning vegna viðskipta sinna við utanfélagsmenn í hlutfalli við þau viðskipti við þá, er félögin hafa haft. Felur fundurinn Sam- bandsstjórninni að fylgja þessu máli fast fram fyrir hönd samvinnuhreyfingarinnar.“ Verðlag landbúnaðarafurða. Samþykkt var tillaga frá Jóni Árnasyni, framkvst. um kosningu 7 manna nefndar til þess að athuga og gera tillögur um verðlag landbúnaðarafurða. í nefndina voru kosnir: Valdimar Pálsson á Möðru- völlum, Þórhallur Sigtryggsson á Húsavík, Gunnar Gunnarsson á Skriðuklaustri, Gísli Jónsson á Stóru- Reykjum, Sverrir Gíslason í Hvammi, Guðbrandur Jónsson á Spákelsstöðum og Tobías Sigurjónsson í Geldingaholti. Gistihús í Reykjavík. Samþykkt var svohljóðandi tillaga frá Hannesi Pálssyni á Undirfelli: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, hald- inn á Akureyri 22.—24. júní 1944, ákveður að skora á stjórn Sambandsins að athuga, hvort eigi væri til- tækilegt að reisa gistihús í Reykjavík og leita að leið- um til framkvæmda málsins. Skýrslu um undirbún- ing málsins skal leggja fyrir næsta aðalfund.“ Heiðurslaun til Gunnars Gunnarssonar. Svohljóðandi tillaga frá Páli Hermannssyni var sam- þykkt með allsherjar lófataki fundarmanna: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, hald- inn á Akureyri dagana 22.—24. júní 1944, lýsir yfir því, að það er eindregin ósk og vilji fundarins, að öndvegisskáld þjóðarinnar, Gunnar Gunnarsson, bóndi á Skriðuklaustri, njóti heiðurslauna úr ríkissjóði. Fyr- ir því skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja nú tafarlaust Gunnari Gunnarssyni sérstök heiðurslaun úr ríkissjóði, er vari ævilangt. Telur fund- urinn að nú, á þessum merkilegustu tímamótum í sögu þjóðarinnar, sé ákjósanlegur tími til slíkrar ákvörðunar, fyrst hún er ótekin enn.“ Árásir Sósíalista. Svohljóðandi tillaga undirskrifuð af 26 fundarmönn- um var lögð fram á fundinum og samþ. með 50:8 atkv. „Fundurinn telur ástæðu til að vekja athygli sam- vinnufélaganna á því, að Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, sem þó telur sig vilja aðhyllast samvinnustefnuna í verzlun, hefur: 1. Samþykkt á flokksþingi sínu 1942 að efna til klofningsstarfsemi í samvinnufélögunum í þeim til- gangi að þrískipta þeim og Sambandinu. 2. Ritað og birt fjölmargar greinar í málgögnum sínum, þar sem farið er lítilsvirðandi orðum um bændastétt landsins, ásakað bændur um að þeir séu byrði á þjóðfélaginu, deilt fast á atvinnuhætti þeirra og reynt að koma óorði á allar helztu framleiðslu- vörur sveitanna og torvelda sölu þeirra. 3. Beitt öllu flokksafli sínu á Alþingi í vetur sem leið, til þess: a. Að fella tillögur um lögskipaða dýrtíðaruppbót á framleiðsluvörur bænda. b. Að svifta samvinnufélögin eignar- og umráða- rétti yfir mjólkuriðju og mjólkursölu sveitanna og jafnvel heimila að beita hreinu eignarnámi. c. Að skipuð yrði af Alþingi sérstök nefnd með valdi rannsóknardómara. til þess að kalla fyrir sig sem sakborninga marga af kaupfélagsstjór- um landsins og nokkra af starfsmönnum Sam- bandsins í því skyni að koma fram ábyrgð á hendur þeim fyrir tilbúnar sakir i starfi þeirra. 4. Talið það mjög óviðeigandi, þegar trúnaðarmenn samvinnufélaganna hafa í ræðu og riti varíð kaupfé- lögin og Sambandið móti þessum órökstuddu og ó- sönnu árásum. Fyrir því lýsir aðalfundur Sambands ísl. samvinnu- félaga 1944 yfir megnri vanþóknun á framangreindri klofnings- og skemmdarstarfsemi og skorar fastlega á alla sanna samvinnumenn að vera vel á verði gagn- 170

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.