Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Síða 18

Samvinnan - 01.06.1944, Síða 18
SAMVINNAN 5. HEFTI steyptur undir hann smástöpull. Ofan á stöpulinn er felld 5mm þykk járnplata með %” gati í miðju. ■Sams konar plötu er fest við neðri enda gaflplankans (k). %” rörbútur er síðan rekinn inn í neðri enda /ýy*</o. gaflplankans og járngjörð slegin utan um endatréð til styrktar. Með þessu móti snýst hliðgrindin um rörið, en járnplöturnar eru slitfletirnir. (Sjá 4. mynd). 5. mynd sýnir loku af einfaldri gerð. Er þar járn- fleinn ca. 30 cm langur, sem leikur á möndli og fellur upp úr eða niður í opinn járnkrók, sem festur er við hliðstólpann. Við annan enda fleinsins er gat á grind- inni og sé nagla stungið í gatið er hliðið lokað. 6. mynd sýnir lista negldan innan á hliðstólpann í þeim tilgangi, að hliðið opnst aðeins til annarrar handar, svo og til þess að grindin leggist með allan gaflkant sinn að listanum, og svigni þannig ekki við lokun. Efni í stólpana getur verið t. d. söguð tré 6”X6”, eða t. d. símastaurar. Planki milli stólpa 3”X7” og er rétt að láta hann ganga ca. 10 cm út fyrir stólp- ann til prýðis. Hliðstólpa má gjarnan steypa. Stólpana skal grafa niður fyrir klaka, eða ca. 110 cm, og gæta þess, að þeir séu lóðréttir og skorðaðir vel til allra hliða. Það sem í jörð er, skal bika vand- lega. Styrktarstrengur er góður úr 10 mm steypustyrkt- arjárni og skal þess vandlega gætt, að hann sé full- komlega beinn og vel strengdur. Hliðunum skal halda vel við. Smyrja slitfleti og mála tréverk. Góð hirðing er skilyrði fyrir göðu útliti og endingu Hlið þau, sem hér um ræðir, eru aðeins stór hlið, eða hlið fyrir kerru- eða bifreiðaumferð. Stœrðir: Vörubifreiðar breidd 230 cm hæð 250—300 cm Hestvagnar breidd 200 cm hæð 200—250 cm Framh. af bls. 145. Maðurinn var þessu óviðbúinn og ekki í vosklæðum og varð því bráð- lega gegndrepa. Þá kvað hann: Ég er orðinn eins og svín. Andskoti er að sjá mig. Skaparinn ætti að skammast sín að skvetta svona á mig. Gerðist það nær hvortveggja í senn, að hann kvað vísuna og upp stytti steypiregnið. Á bæ einum sunnanlands vant- aði fyrir nokkrum árum kaupa- konu á miðjum slætti. Var aug- lýst, og til fékkst ung ekkja, all- vænleg. Hafði hún misst mann sinn fyrir fáum mánuðum. Þar á bænum var margt ungra manna. Bóndanum sýndist á tilferðum ekkjunnar og háttum, að hún mundi fljótt hafa rétt við eftir harma sína, og mundi hyggja fljótt til hreyfings aftur, ef heppnast kynni. Hann kvað: Á einu get ég orðið stundum alveg hissa: Hvað konur þær, sem mann sinn missa, mikið langar til að kyssa. Á skrifstofu vínúthlutunarinn- ar, biðsal Dauðans, koma margir menn daglega. Ýmsir gestanna hafa orð á því, að þar sé gott að að koma. Einum manni, er vann að úthlutuninni, sýndist ekki svo Þá kvað hann: Allir þeir, sem okkur finna, eru að villast. Þeir, sem ekki alveg tryllast eru á góðum vegi að spillast. Margir gestanna hafa heyrt vís- una, en ekkert hefur aðsóknin orð- ið minni síðan. 150

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.