Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Page 11

Samvinnan - 01.06.1944, Page 11
5.-6. HEFTI SAMVINNAN ÞÓRIR BALDVIÍÍSSOJÍ: Endurreisn íslenzkra sveitabæja Fyrstu hús landnámsmanna voru skálar eða lang- hús af einfaldri gerð, lítt eða ekki sundur hólfuð hjá alþýðu manna. Allmikið timbur var í húsum þessum, sérstaklega hjá efnamönnum og höfðingjum. Þegar siglingum fækkaði, varð þó torfið og grjótið alls ráð- andi og hið náttúrlega húsaefni, og hefur það haldizt fram á okkar daga. Smátt og smátt varð skipulagið margbrotnara. Skálinn eða langhúsið var þá hólfað sundur í fleiri húseiningar, svo sem stofu, skála, eldhús búr og forstofu eða bæjardyr. Síðar kom baðstofan, lítið hús, sem notað var til gufubaða og stóð þar ofn úr hlöðnu grjóti. Baðstofan var jafnan inn af bæjar- dyrum og var hún úthús við bakhlið langhússins. Innanþiljur bæjarhúsanna voru af skornum skammti, eins og áður er sagt, og oft alls engar. Timb- ur var dýrt og torfengið nema á rekajörðum, en tæki til vinnslu fábreytt og seinvirk. Hins vegar var ekki óalgengt að stofur á myndarlegri heimilum væru tjaldaðar voðum, og hélzt sá siður lengi við ýmis tæki- færi. Eftir því sem tímar liðu stækkaði bærinn smátt og smátt. í stað eins langhúss komu fleiri húsaraðir hlið við hlið, oftast með sameiginlegum torfvegg milli húsa. Frá bæjardyrum lágu þá göng inn í bæinn, þvert í gegnum húsin, en innsta húsiö var jafnan baðstofan, sem fljótlega hætti að gegna sínu upp- haflega hlutverki og farið var að nota til íbúðar. Var sú breyting komin á þegar á Sturlungaöld. Guðmund- ur Hannesson, prófessor, sem ritað hefur mjög ýtar- lega um húsagerð á íslandi í hinni nýju Iðnsögu ís- lands, telur líklegt, að konur hafi fyrst flúið til bað- stofu með ungbörn sín, þegar kalt var í framhýsum, en baðstofan lítil, veggir þykkir og skjólgóðir og jafn- vel hægt að hita hana með baðofninum í viðlögum. Hitunartæki þetta hvarf þó fljótt úr baðstofunni, eftir að farið var að nota hana til íbúðar, hvað sem valdið hefur. Þessar breytingar á húsaskipan hafa að sjálfsögðu tekið mjög langan tíma, og langt fram eftir öldum, jafnvel fram á síðustu tíma, hefur fornt bæjarskipulag verið við lýði hér og þar. Skálabæirnir, þar sem eitt eða fleiri langhús lágu hlið við hlið samhliða bæjarhlaði, er það bæjaskipu- lag, sem á lengsta sögu í sveitum á íslandi. Miklu yngri eru burstabæimir, þar sem húsin sneru stafn- þilum fram á hlaðið. Á Suðurlandi varð það með þeim hætti, að öllum bæjarhúsum var nú snúið þvert við hlaði, en torfstafnar breyttust í stafnþil. Torfveggir milli húsa héldust þó eftir sem áður. •— Á Norður- Sunnlenzkur bœr landi var það hins vegar aðeins fremsta langhúsið, sem liðaðist sundur í þrjú til fjögur stutt hús, og sneri hvert þeirra stafnþili fram á hlað, en húsin að baki voru óhreyfð. Þessar breytingar virðast ekki vera orðnar algeng- ar fyrr en komið er alllangt fram á 18. Telur Guðmundur Hannesson ekki ólíklegt, að þær hafi komið jafnframt auknum og fjölbreyttari timbur- flutningi, glergluggum og bættum smíðaáhöldum. Stafnþilin juku mjög á fegurð bæjanna og þeir urðu betri og bjartari. Áður hafði tíðkazt að hafa lítið og lágt stafnþil um bæjardyr, en nú kom röð stafnþila og myndarlegra bæjarbursta, en veggjakampar milli þila voru oft skreyttir með burnirótartoppum, sem virtust dafna þar vel. 143

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.