Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 14
SAMYINNAJV 5.-6. HEFTI MAG5ÍÉS FIWNBOGASON: Björn Guðfinnsson lektor sæmdur doktorsnafnbót BJÖRN GÐFINNSSON í maímánuöi síðastliðnum hlaut Björn Guðfinnsson lektor doktorsnafnbót fyrir rit um mállýzkur í nú- tímaíslenzku. Er ritið fyrsta bindið af tveim eða þrem, sem höfundur hefur hugsað sér að birta um þetta efni, og nefnist það Mállýzkur. Ekki var unnt að prenta ritið, áður en það var viðurkennt af háskólanum, eins og venja er þó til um doktorsritgerðir, því að let- ur til hljóðritunar, sem víða þarf á að halda í ritinu, er lítt eða ekki fyrir hendi í íslenzkum prentsmiðjum. En vafalaust verður það prentað, áður en langt líður, enda má það ekki undan dragast. Þess er enginn kostur að gefa ljósa hugmynd um ritið eða aðdraganda þess í stuttu máli, — til þess er það of viðamikið og margþætt. Verður að nægja að drepa á nokkur meginatriði. Ritið skiptist í tvo meginkafla, sem nefnast: Drög að hljóðfrœði — og Mállýzkurannsóknir. Fyrri kafl- inn greinist aftur í tvennt: almennt yfirlit yfir hljóð- myndun og yfirlit um myndun hljóða í íslenzku. Síð- ari kaflinn er aðallega rannsókn á breytingu hörðu lokhljóðanna p, t, kj, í b, d, gj, g og á útbreiðslu þessarar breytingar. Sá hluti fyrri kaflans, sem fjallar um almenna hljóðfræði, er mjög glöggur og greinagóður og kemur í góðar. þarfir, þar sem ekkert yfirlit yfir almenna hljóðfræði hefur verið til á íslenzku fram að þessu. Þar er að finna fjölda ágætra nýyrða yfir hljóðfræði- hugtök, og hefur höfundur myndað þau öll sjálfur. Hinn hluti fyrri kaflans, sá er fjallar um íslenzku hljóðfræðina, er með ágætum skýr og skilmerkilegur og hefur auk þess til að bera margt nýrra athugana. Er hann harðla mikill fengur málfræðingum og móð- urmálskennurum. — Auk hins sérstaka gildis er fyrri kaflinn í heild nauðsynlegur til skilnings á síðari kaflanum — öllum lesendum nema ef til vill sérfræð- ingum í hljóðfræði. Síðari kaflinn, sem er meginhluti ritgerðarinnar, er lengri en svo, að unnt sé að skýra frá hinum marg- víslegu athugunum, sem þar eru gerðar. En þess eins skal getið, að á grundvelli þeirra skiptir höfundur landinu í sex mállýzkusvæði: harðmælissvæði, lin- mælissvæði og fjögur blendingssvæði, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hörðu lokhljóðin séu mishneigð til linunar: linunin fari vaxandi í röðinni kj, k, t, p. Lesendur gera sér sjaldnast grein fyrir, hve mikið erfiði og fórnir það kostar að semja verulega nýtilega bók. Svo kann og að fara um lesendur þessarar bókar. Höf. gerir að vísu skilmerkilega grein fyrir aðdrag- andanum að tilurð bókarinnar, en með slíku yfirlæt- isleysi, að mönnum sést nærri yfir, að hann hefur komið í nálega hvern hrepp landsins, jafnvel oft í suma, á rannsóknarferðum sínum og að sjálfsögðu oft hreppt vosbúð og hrakninga. Menn átta sig varla á því, hvílíka fyrirhöfn það hefur kostað að hljóð- kanna um tíu þúsundir manna, færa niðurstöðurnar af könnun hvers einstaklings inn á sérstakt spjald — og vinna síðan úr því, sem skráð var á þessi tíu þúsund spjöld. Og hár mundi reikningurinn verða, ef greiða ætti höfundi tímakaup fyirr allar þær stund- ir, sem hann hefur varið til undirbúnings og samn- ingar hljóðfræðikaflans. En afrek þeirra verða ekki heldur mikil, sem reikna sífellt vinnu sína í klukku- stundum. Margir telja það nauðsyn, að komið verði á viður- kenndum ríkisframburði hér á landi, eins og á sér stað víða erlendis. Þegar Björn hefur lokið mállýzku- rannsóknum sínum, hefur fyrst skapazt fræðilegur grundvöllur, sem byggja megi slíkan framburð á, því að ætla má, að þessar rannsóknir varpi nýju ljósi á margt það í íslenzkri málssögu, sem enn er þoku hulið. Höfundur verðskuldar þakkir fyrir ritið. Þökk sé einnig þeim, sem eflt hafa hann fjárhagslega til rann- sóknanna eða greitt götu hans á annan hátt í sam- bandi við þær. Magnús Finnbogason.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.