Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 28
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI þeim löndum, sem ekki hafa sjálf frystihús til að veita honum móttöku. En það er ætíð seinfært að koma nýjum matvælum á framfæri, og þess ber að gæta, að almenningur í Mið-Evrópu er óvanur fiskáti. Ég álít þess vegna óráðlegt að treysta mjög á þann markað, þó sjálfsagt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir til markaðsöflunar í þessum löndum. Þegar stríðinu lýkur, geri ég ráð fyrir, að miklu auð- veldara verði að selja saltfisk, heldur en margir virð- ast nú ætla, að minnsta kosti fyrstu árin. Saltfiskur er að því leyti hentugur til dreifingar meðal almenn- ings, að vandalaust er að geyma hann, en það eru ein- mitt slíkar vörur, sem þjóðirnar þarfnast að stríðs- lokum — matvörur, sem hægt er að flytja hvert sem vera skal og vandalaust er að geyma. — Hefur þetta komið greinilega í ljós af viðræðum við þá aðila, sem um matvælasamninga hafa annazt fyrir stríðslöndin, og liggur raunar í augum uppi, þegar menn fara að hugleiða það. Ég tel engum vafa bundið, að auðvelt verði fyrir oss íslendinga að selja landbúnaðarvörur til útlanda fyrstu árin að lokinni styrjöldinni. Kjötframleiðslan í heiminum hefur dregizt mjög saman og hin gömlu markaðslönd vor munu hafa mikla þörf fyrir kjöt. Ull og gærur hafa jafnan verið auðseljanlegar vörur á heimsmarkaðnum, og er engin ástæða til að ætla að svo verði ekki að styrjaldarlokum. Mér þykir trúlegt, að t. d. Norðmenn muni hafa mjög mikla þörf fyrir saltkjöt að stríðslokum. Umboðsmaður norsku ríkis- stjórnarinnar í London hefur leitað eftir samningum um saltkjöt, sem gæti verið fyrirliggjandi, þegar stríð- inu lýkur. Fóru nokkrar samningaumleitanir fram um þetta í fyrrahaust, en vegna óvissu um styrjaldarlok- in, þótti ekki ráðlegt að salta kjöt með þennan mark- að fyrri augum, nema norska ríkisstjórnin treystist til að taka á sig ábyrgðina, sem var því samfara að salta kjöt í talsvert stórum stíl. En ekki náðust samn- ingar um það. Ýmsir íslendingar virðast hafa trú á því, að hag- felldara muni verða að flytja út mjólkurafurðir og svínakjöt, heldur en sauðfjárafurðir. T. d. hefur einn af leiðandi mönnum landbúnaðarins bent á, að gráða- ostur muni geta orðið stórfelld útflutningsvara, og sú vara, sem sízt muni falla í verði að stríðinu loknu. Ég hef beztu trú á því, að gráðaostur muni geta orðið góð útflutningsvara, en hins vegar er ég viss um, að það verð, sem nú er á þessari vöru, sé ekki í samræmi við verð á sams konar vöru neins staðar annars staðar, en hér á landi. Ég hef skýrslu um verð á osti í Bret- landi, eins og það var fyrir stríð, og má geta þess, að ostur, sem er nokkurnveginn sambærilegur við ís- lenzkan gráðaost, „Stilton," kostaði fyrir stríð í heild- sölu í London kr. 3,35 pr. kg. (Nú líkl. 4,50 ef framl. er). Þegar þess er gætt, hve mjólkurframleiðsla er auð- veld í þéttbýli, og þá svínakjötsframleiðsla ekki síður, þar sem svínakjöt er jafnframt hægt að framleiða í bæjum, þá er augljóst, að vér íslendingar eigum þar við miklu örðugri og meiri samkeppni að etja, en við framleiðslu sauðfjárafurða. ísland er eitthvert bezta sauðfjárræktarland í Evrópu, en á engan hátt betur fallið til mjólkurframleiðslu, heldur en fjöldi annarra landa, nema síður sé. Frá mínu sjónarmiði er því ber- sýnilegt, — ef vér íslendingar ekki getum framleitt sauðfjárafurðir til sölu á Evrópumarkaðinum, þá muni örðugt með aðrar landbúnaðarafurðir, sem reynt hef- ur verið að framleiða hér á landi. Sú trú virðist hafa breiðzt út á meðal landsmanna á stríðsárunum, að íslenzkur landbúnaður sé dauða- dæmdur, umfram það, sem þarf til þess að fullnægja þörfum landsmanna sjálfra, og eini útflutningurinn, sem íslenzka þjóðin geti lifað á, verði sjávarvörur. Þetta álít ég hinn mesta misskilning, sem ekki bygg- ist á neinum rökum. í öll þau ár, sem ég hef fengizt við verzlun, man ég ekki eftir einu einasta ári, þegar stríðsárin eru undanskilin, sem fiskverð hefur verið hlutfallslega hærra en kjötverð á erlendum markaði. M. ö. o. verð á kjöti og fiski hefur jafnan tekið alveg tilsvarandi breytingum á heimsmarkaðinum, enda á hverjum manni að vera skiljanlegt, að sú muni vera aðalreglan. Sölutekjur íslenzkra bænda hafa jafnan fyrst og fremst byggzt á útflutningi á afurðum þeirra, þótt mikið af framleiðsluvörunum hafi verið selt inn- anlands hin síðari ár, þá hefur jafnan mikið verið flutt út og verðlag í landinu hefur alltaf að langmestu leyti byggzt á _ útflutningsverðinu. Þau ár, sem af- urðasölulögin hafa verið í gildi, fram til ársins 1939, eru hér engin undantekning, því að verð á kjöti, sem selt var á innlendum markaði, var jafnan ákveðið með hliðsjón af útflutningsverðinu, og þó innanlands- verðið væri lítið eitt hærra, breytir það ekki þessari staðreynd. Þá má benda á, að undanfarin ár hafa í- búar bœja og sjóþorpa hér á landi mjög verið hvattir til aukinnar framdleiðslu á landbúnaðarvörum. Haldi sú þróun áfram, dregur það vitanlega úr innlendum markaði fyrir framleiðsluvörur bænda og orsakar annað hvort samdrátt framleiðslunnar hjá bændum, eða aukinn útflutning. Ég er í engum efa um, að hægt verður að framleiða sauðfjárafurðir hér á landi til sölu erlendis fyrir samkeppnisfært verð við framleiðslu annarra þjóða, ef nokkrar vörur verður hægt að fram- leiða hér til útflutnings. Margir munu líta til Bandaríkjanna, sem líklegs 160

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.