Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 33
5.-6. HEFTI SAMVINNAN varð fyrir óhappi, en mér líður ágætlega. En ég kemst ekki heim í októbermánuði, Karólína. — Ég fótbrotn- aði á tveim stöðum, en læknirinn segir, að ég sé á góðum batavegi. Ég verð ekki haltur. Ég hef fengið bréfið þitt elskulega, og mér þykir vænt um að þér líður vel og litli snáðinn er feitur og pattaralegur. Karólína, þú ættir að koma þér fyrir hjá Svensons- hjónunum. Ég veit ekki, hvenær ég verð ferðafær, og veturinn getur orðið harður þarna vestra. Það verður lítið um veiðidýr. Úlfar og útlagar leita þaðan til byggða. Svenson mun verða þér innan handar. Fáðu hann til að byggja þér kofa upp að sínum. Ég sendi þér peninga eftir því, sem ég get til heimilis- þarfa. Ég kem eins fljótt og mér er unnt. Hafðu svo engar áhyggjur mín vegna. Roslyn tekur ekkert fyr- ir uppihaldið, meðan ég er veikur, og hann borgar læknishjálpina. Góða Karólína mín, reyndu að sakna mín ekki eins mikið og ég sakna þín. Ég skal aldrei fara frá þér framar svo lengi sem við lifum. Skrifaðu mér. Þinn elskandi eiginmaður. Svenson horfði mð eftirvæntingu á Karólínu. Hann og kona hans voru ferðbúin, og hver dagurinn var dýrmætur. Þau máttu til með að komast eins fljótt af stað og unnt væri til þess að komast austur í Minne- sota áður en allt færi á kaf í snjó. „Hann kemur ekki,“ sagði Karólína. „Hann hefur meitt sig.“ Hún var utan við sig og talaði sem í leiðslu. Hún starði á seðlana. Það voru tveir 10-dala seðlar, og tvisvar tíu eru tuttugu. Nú hvíldi öll ábyrgðin á hennar herðum. Hún sagði: „Ég verð að fara með barnið til kauptúnsins." Svensonshjónin lögðu lykkju á leið sína til að koma Karólínu í kauptúnið. Þau fórnuðu tveim dögum af hinum knappa tíma, sem þau höfðu fyrir sér, til að komast alla hina löngu leið austur í Minnesota. Þessa tvo daga átu uxarnir fóðrið sitt, án þess að komast nær leiðarmarkinu. Karólína gat ekki hafnað þess- ari greiðasemi, en hún vildi tefja þau sem allra minnst. Hún varð þegar í stað að fá sér þak yfir höfuðið í kauptúninu. Þarna var verzlunarhúsið. Karólína hagræddi barn- inu í fangi sér og setti í sig kjark. Henderson kaup- maður var að sópa gólfið, þegar þær Karólína og frú Svenson gengu í búðina. „Góðan dag, heiðurskonur," sagði hann. „Hvað þóknast ykkur.“ Karólína sagði honum, að hún þyrfti að fá að vera í kauptúninu, þangað til að Karl kæmi heim. „Ég gæti unnið til að hafa ofan af fyrir mér. Karl sendi mér dálítið af peningum, en.........“ Henderson beit á kampinn. „Satt að segja er fátt um kvenfólk hér á staðnum. Flestar fjölskyldur flýðu héðan, eftir að engispretturnar komu yfir okkur. Það er þröngt hjá okkur, en þú gætir talað við konuna mína.“ Hann opnaði dyrnar að bakherberginu. „Mamma! Hér eru tvær konur, sem vilja finna þig.“ Frú Henderson var að borða morgunmatinn. Hún var lítil, snarsnúningsleg og hraðmælt. „Auðvitað getur þú ekki verið alein í kofanum, og veturinn þá og þegar skollinn á. Ég vildi gjarnan hafa skotið skjólshúsi yfir þig, — og það veit guð, að dálítil með- gjöf hefði komið sér vel, —en við höfum ekki nema eitt svefnherbergi handa okkur öllum sex, og þegar að því kemur, að við verðum að hýsa kennslukonuna, verð ég að búa um hana hérna í eldhúsinu. En það væri hjá frú Decker. Það er kona veitinga- mannsins, en góð kona og guðhrædd Hún hefur aðeins eina stofu, en hún er rúmgóð, og þau eru tvö ein, hún og maðurinn hennar. Svo er líka frú Insull, — maðurinn hennar á að verða stöðvarstjóri. Ég veit ekki, hvort hún vill taka kostgangara, en það spillir engu að spyrja.“ Frú Decker var grannvaxin, fölleit kona með tindr- andi, svört augu. Hún stóð í dyrunum og horfði hvasst á Karólínu, barnið og giftingarhringinn á hendi Karó- línu. „Hvers vegna er maðurinn þinn ekki hér til að sjá þér farborða?“ „Hann fór austur til að leita sér atvinnu,“ sagði Karólína. „Hann kemur aftur eins fljótt og hann getur.“ „Gætir þú borgað 4 dali á viku?“ Karólína var sem steini lostin. Hún horfði stórum augum á frú Decker. „Ef þú getur ekki borgað, þá auðvitað—,“ sagði frú Decker. „Ég mundi ekki einu sinni vísa hundi á dyr, ef hann ætti hvergi athvarf annars staðar.“ Karólína svaraði stillilega: „Það er heldur meira en ég hafði hugsað mér að borga, en ég ætla að hugsa mig um. Verið þér sælar, frú Decker.“ Karólína var eins og viðutan. Henni fannst það líkast vondum draum að ráfa um rykugar göturnar í þessum framandi kaupstað og hafa hvergi höfði sínu að að halla. Frú Insull átti heima á loftinu yfir birgðaskemm- unni. Það var eina tveggja hæða húsið í kauptúninu. Karólína tók á öllu hugrekki sínu og gekk upp stig- ann. Frú Insull kom til dyra. Hún var að gera hreint og var fasmikil. Hún hafði handklæði bundið um höfuðið og sóp í hendi. „Góðan dag,“ sagði Karólína. Ég er að leita mér að atvinnu.“. „Af vinnu er hér nóg. En ef þú heldur, að ég hafi efni á því að gjalda kaup,“ sagði frú Insull önuglega, „þá ertu á villigötum. Ef við hefðum efni á að lifa sómasamlega, þá hefðum við nú fyrst og fremst aldrei þurft að hrekjast á þessar slóðir.“ „Ég væri fús til að vinna fyrir fæði og húsnæði," sagði Karólína. „Þú ert í fylgd með langferðafólkinu þarna úti á götunni, — er ekki svo? Farðu að mínum ráðum og haltu áfram með því beina leið austur eftir. Þetta land er farið í hundana. Við eigum fyrir þrem drengj- um að sjá, sem eru á vaxtarskeiði, og höfum ekki einu sinni svo mikið aflögu, að við getum haft kött. Svo að þú verður að hafa mig afsakaða —Hún skellti hurðinni í lás. Frú Svenson féllust hendur. Hvað átti Karólína að taka til bragðs? „Ég fer heim,“ sagði Karólína. Karl hafði stofnað heimili handa henni, og þar vildi hún vera. Þó að hún ætti þar fyrir höndum einveru og baráttu gegn kulda, úlfum og útilegumönnum, ætlaði hún að taka þvi. Þar ætlaði hún að vera, þegar Karl kæmi heim, hvað sem það kostaði. 165

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.