Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 30
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI blautleskjuðu, sem svarar til um 5% af magni þess sements, sem notað er, er áríðandi að blanda bæði í múrhúðunarhræruna og hræru þá, sem steinarnir eru límdir saman með, þegar hlaðið er úr þeim. Þar sem hitaeinangrun slíkra útveggja byggist að mestu leyti á mómylsnutróðinu, sem er lífrænt efni, mjög móttækilegt fyrir raka og blotnar þá upp og sjatnar, er augljóst, að áríðandi er að múrhúðin sé gerð vel vatnsheld. Sá möguleiki er ennfremur fyrir hendi, að tróðið frjósi, komizt vatn í það, og þrýsti á veggina og valdi sprungum í þeim, því ekki er heppi- legt að hafa þverbindinga þétta, þar eð þeir eru beinn kuldaleiðari gegnum veggina. Það getur varla talizt eins hættulegt, þótt vatn komist inn í veggi, sem hlaðnir eru úr góðum vikur- holsteini. Vikurinn drekkur ekki í sig vatn nema að vissu marki. Þótt vatn liggi á honum, helzt samt um helmingur af hinum örsmáu loftsellum hans þurr- ar. Heldur því slíkur vikurveggur, þótt eins mikið vatn komist í hann og vikurinn getur í sig drukkið, samt sem áður um helming hins raunverulega einangrunar- gildis síns. Til þess á ekki að þurfa að koma, ef rétt er að farið, að vatn berist gegnum múrhúðina inni í vikurveggi, sem hlaðnir eru úr holsteinum, sem Vikurfélagið h.f. framleiðir. Yfirborð steinanna er sterkt, stórkornótt og hrjúft, og hefur sérstaklega haldgóða múrfestu. Hættan er því mjög lítil á, að múrhúð á þeim springi, sé hún gerð á réttan hátt. Og eins er það með steypu- steinaveggi af líkri gerð og Klemenz Kristjánsson lýsir, að það hefur ekki annan kostnað í för með sér en sem þéttiefninu nemur að gera þá vatnsþétta, og eru þau hús þá vafalaust, hvað útveggina áhrærir, hlý og rakalaus íbúðarhús. Heimili, sem þurfa að koma upp byggingum og hafa aðstöðu til að steypa steina, gætu með því sparað sér mikinn byggingarkostnað frá því að steypa í móta- uppslátt. Að líkindum á það eftir að færast í vöxt hér eins og víða erlendis, að hús séu hlaðin, ýmist úr vikurholsteinum eða steypusteinum. Ekki er það þó alls staðar, sem heimili geta án tilfinnanlegra beinna útgjalda skapað sér aðstöðu til að steypa steinana, svo að tryggt sé og vel fari. Töluvert hús- rúm þarf til að vinna í og til geymslu á steypuefni, sementi, sandi og möl. Ef steypt er að vetrar- lagi, verður að geyma steypuefnið innan veggja, þar sem það getur ekki frosið, eða að sjá verður um á annan hátt, að ekki fyrirfinnist frost eða snjór í því, þegar það er notað. Þá eru og útgjöld vegna steypu- móta og ef til vill svo tölu/erðu nemi til aðdrátta á steypuefni o. fl. í byrjun þarf vel að athuga, hve mikil bein útgjöld það myndi hafa í för með sér, að steypa, steinana og koma upp byggingunum úr þeim. Ef til vill gæti þá komið í ljós, að það reyndist hag- kvæmara að kaupa vikurholstein, ef góð aðstaða er með heimflutning, t. d. bílvegur heimundir byggingar- staðinn. Vikurholsteinn Vikurfélagsins h.f. kostar kr. 4,00 og hálfir steinar kr. 2,00. Stærð steinanna er: Lengd 45 cm, hæð 20 cm og þykkt 25 cm. Um 10,5 steina þarf til að klæða fermetra í vegg. Ég hef fyrir mér nýbyggt hús úr vikurholsteinum, og er stærð þess 70' fermetrar. í húsið fóru alls 650 steinar og í öll skilrúm 37 fermetrar vikurplötur á kr. 25 fermetrinn, eða sam- tals fyrir 3525,00 í húsið. Sé holsteinninn nokkurn veginn þurr, taka stórir bílar að jafnaði 250—300 steina í ferð. Mjög fljótlegt er að hlaða úr holsteinunum„ Múrari í Reykjavík hefur hlaðið úr honum undan- farið nokkur einbýlishús úti á landi og lokið við að hlaða hvert hús, útveggi og öll skilrúm, á þrem dögum. Því miður er okkur það hulið, hve vel vikurhús þola. jarðskjálfta. Væri vissulega mikilsvert að geta gert rannsóknir á því sviði. En vafalaust er slíkt mótstöðu- þol þeirra ekki nærri því eins mikið og í járnbentum steinsteypuhúsum með steypulofti. Hins vegar hefur reynslan sýnt, að það, sem hefur nokkurt sveigjuþoh stendur betur í jarðskjálftum en hitt, sem er sveigju- laust eins og steinsteyptir veggir og steinaveggir eru að mestu leyti. Vikurveggir hafa nokkra sveigju og er ekki fjarri lagi að álykta, að hús, hlaðin úr góðum og vel steyptum vikurholsteini, standist mun betur jarðskjálfta, en tvöfalt hlaðnir 10 cm steypusteina- veggir. Þá hefur komið grein í Samvinnunni, 3. hefti þ. árs, eftir Þóri Baldvinsson, húsameistara, forstöðumann teiknistofu landbúnaðarins, með fyrisögninni: „Steyp- ið steina — byggið góða bæi.“ Er þar að finna ásamt fleiru, glöggar og góðar leiðbeiningar fyrir þá, sem vilja steypa steina og byggja úr þeir. Lýsir hann þar steypumótum, hentugustu og öruggustu aðferðuni við að steypa steinana, blanda steypuefninu og við að byggja úr þeim. Um vikurinn segir Þórir Baldvinsson: „Til þess að vikurhús geti lánast, er það fyrsta skil- yrðið, að vikurinn, sem notaður er í steinana, sé nægi- lega traustur, en vikur er mjög misjafnt efni af nátt- úrunnar hálfu. Ef vikurinn er mjög smágjör, verður að nota meira sement, svo að steypan verði nægilega sterk. Aukið sement rýrir hins vegar einangrunar- efni steinsins og er því betra að vikurinn sé ekki mjög smár. Traust vikursteypa tekur vel við múrhúðun og heldur henni fastri, en nauðsynlegt er að blanda rakavarnarefni í alla múrhúðun......“ Það er ánægjulegt að lesa svona glögga og rétta 162

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.