Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 8
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI konungdómsins hér á landi verið véfengdur, með gild- um rökum. En stöðu ríkisstjóra fylgdi engin forusta í baráttumálum, og var þess vegna búizt við, að per- sónulegar skoðanir hans um þau málefni, myndu aldrei koma að sök. Fáum dögum eftir að Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri breyttist hernaðaraðstaðan úti í löndum. Þjóðverjar réðust á Rússa. Bretar töldu sig þurfa að draga setulið sitt frá íslandi vegna annarra hernaðar- þarfa. Bandaríkin voru fús að veita íslandi hervernd, meðan stríðið stóð. Var um þetta samið af ríkisstjórn og Alþingi við stjórn Bandaríkjanna. En um leið hétu Bretar og Bandaríkjamenn að hverfa með allan her- afla sinn frá íslandi eftir að friður hefði komizt á, og auk þess að veita íslendingum brautargengi við frið- arsamningana til að tryggja sjálfstæði og frelsi þjóð- arinnar. Næsta vor, 1942, hafði ósátt mikil komið upp milli þjóðstjórnarflokkanna. Fór Sjálfstæðisflokkurinn einn með völd þá um sumarið, með hlutleysi, ef ekki stuðningi, beggja verkamannaflokkanna. Var þá á- kveðið af forustumönnum þessara flokka, að freista að koma á fullkomnum skilnaði á því ári, og var hafinn víðtækur undirbúningur í því efni. Framsóknarmenn voru lítt hafðir í ráðum um þessar skyndiframkvæmd- ir, en meginþorri þeirra flokksmanna var fús að styðja skilnaðarhreyfingu, hvenær sem tækifæri byðist. En þá blandaði stjórn Bandaríkjanna sér í málið, og lagði mikla áherzlu á, að skilnaður færi ekki fram fyrr en eftir árslok 1943. Töldu forráðamenn Bandaríkj- anna, að þar sem her væri hér frá þeirra landi, myndi stjórninni í Washington um kennt, af talsmönnum öxulríkjanna, ef ekki væri alþjóðaviðurkenning um að sáttmálanum milli íslands og Danmerkur væri full- lokið. Varð það nú samráð nálega allra þingmanna að fresta framkvæmd skilnaðarins, þar til á árinu 1944, þar sem Bandaríkin gáfu þá fyrirheit um fullan stuðning og viðurkenningu. Alþingi gerði, sumarið 1942 þá breytingu á stjórnarskránni, að ráðstafa mætti hinu æðsta valdi með heimflutningi til íslands og einfaldri ályktun Alþingis, ef sú framkvæmd væri jafnframt samþykkt af meirihluta allra kjósenda í landinu. Nýkosið Alþingi samþykkti þessa breytingu haustið 1943, og litlu síðar undirritaði ríkisstjóri þessa stjórn- arskrá. Var þar með loku skotið fyrir, að konungs- valdið yrði flutt heim og ráðstafað með þjóðfundi, en fram að þessum tíma var sú leið fær. Nefnd átta manna, tveir úr hverjum þingflokki, starfaði nú að undirbúningi skilnaðarmálsins. Urðu allir nefndar- menn ásáttir um vinnubrögðin við skilnaðinn og lýð- veldismyndunina, og gáfu út sameiginlegt álit um þetta efni um vorið 1943. Þegar kom fram á sumarið og haustið, breyttist aðstaða Alþýðuflokksins, og leit svo út um alllangt skeið, að sá flokkur myndi ekki eiga til fulls samleið með hinum flokkunum, ef framkvæma skyldi skilnaðinn 1944. En áður en hér var komið sögu, gerðist sá atburður, sumarið 1942, áður en kunnugt var um mótstöðu Bandaríkjanna, að rúmlega 60 kunnir embættis- og lærdómsmenri, sem dvalizt höfðu um lengri eða skemmri tíma við nám í Danmörku, rituðu Alþingi mótmælabréf gegn því að framkvæma skilnað eins og þá stóð á. Þótti þetta miður vel til fundið, þar sem hinir löglegu aðilar, sem bar að koma fram fyrir h'önd þjóðarinnar, stóðu mitt í erfiðri baráttu um lokasigur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Síðan leið eitt ár, eða til haustsins 1943, þegar Alþingi var, í sam- bandi við óskir þjóðarinnar, að taka málið að nýju til meðferðar. Gerðust þá þau tíöindi, að flestir hinir fyrri mótmælendur tóku nú til hinnar fyrri iðju. Risu þeir nú gegn skilnaöi og birtu opinberlega ávörp í þá átt frá 270 mönnum. Voru í þeim hópi um 50 læknar, sem annars blanda sér að jafnaði í minnsta lagi í um- ræður um lausn félagsmála. Mótstaða Alþýðuflokks- ins efldist í bili við þennan liðsauka frá meira og minna dugandi fólki, sem blandaði æsku-endur- miningum sínum frá Danmerkurveru saman við sögulega þróun og óhjákvæmilegar ályktanir þjak- aðrar þjóðar um frelsi og sjálfstæðismál sín. Varð því ekki neitað, að þessar tvöföldu undirskriftir voru eins konar lífrænt áframhald af iðju konungkjörinna þingmanna ,sem töldu sig þurfa að taka nokkurt tillit til Dana, um leið og þeir störfuðu að málum sinnar eigin þjóðar. Hitt mátti öllum vera auðskilið, að þar sem vitað var, að ráðamenn Dana og þá ekki sízt konungur voru mjög ófúsir að láta hið pólitíska sam- band rofna milli íslands og Danmerkur, myndu telja sérstöðu nokkurra embættismanna og eins af pólitísku flokkunum, verulegan stuðning, þegar til mótstöðu kæmi gegn „fullu frelsi“ íslendinga. Alþingi var kallað saman í ársbyrjun 1944 til að leggja smiðshöggið á undirbúning skilnaðarins. Voru tveir stærstu flokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðis- menn, einhuga um málið. Kommúnistar studdu mál- ið á yfirborðinu, því að hagsmunum þeirra flokks var bezt borgið með því að ísland væri ekki í sér- stökum tengslum við Norðurlönd. En þar sem Alþýðu- flokkurinn hafði sérstöðu og ýmsir af ráðamönnum hans vildu ekki að til skilnaðar kæmi fyrr en sam- komulag við konúng væri þrautreynt með persónu- legri málamiðlun, þá urðu miklir erfiðleikar út af innbyrðis samkeppni og afbrýðisemi verkamanna- flokkanna. Leit svo út um tíma, að varla tækist að 140

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.