Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 32
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI I arní úr ÁóÁlnnl: . og Eafóir ztoxttiax crða eftir ROSE WILDER LANE Niðurlag Karólína varð hálfsmeyk. Allt sumarið hafði hún staðið í þeirri trú, að landið væri óðum að byggjast vestur á bóginn, er ekki var orðinn nema einn km til næstu nágranna. Hún setti upp sólskinshattinn sinn og gekk yfir um til frú Svenson. Frú Svenson átti bróður í Minnesota. Þau ætluðu til hans. Áður en vetur gengi í garð, yrðu þau komin innan um fólk, í þéttbýli. Þau gætu spjallað við kunn- ingjana og ekið á sleða með klingjandi bjöllum á jólaskemmtanir. Frú Svenson lét dæluna ganga og var í óða önn að búast til ferðar. Aðeins einu sinni fékk hún ekki leynt því, hvernig henni var innanbrjósts, og henni vöknaði um augu. Henni var ljóst, að þau voru að flosna upp og maður hennar ætti fyrir höndum að verða annarra þjónn upp frá þessu. En svo brosti hún og sagði á bjöguðu máli: „Við koma aftur. Hér nóg land.“ Já, það var nóg landrými. En eftir fjögur ár yrði Karl orðinn eigandi að sínu landi. Karl mundi ekki gefast upp í sporum Svensons. Svenson dyngdi kartöflunum sínum, rófunum og heyinu á uxavagninn og hélt með það til kauptúns- ins. Þar lét hann það í vöruskiptum fyrir ýmsár nauð- synjar til ferðarinnar austur á bóginn. Þegar hann kom heim, dró hann bréf til Karólínu upp úr treyju- vasa sínum. Hún reif umslagið upp í skyndi. í því lágu tveir lúnir bankaseðlar og bréfmiði, sem hún átti erfitt með að stafa sig fram úr fyrir tárum og geðs- hræringu. Kæra eiginkona! Ég tek mér penna í hönd til að láta þig vita, að þú skalt engar áhyggjur hafa. Ég varið mál sín eftir föngum og einkum reynt að færa sér til málsbóta, að stefnandinn hafi legið svo lengi með óselt kjöt, að því hafi orðið að fleygja. Hins vegar hefir verið upplýst af hálfu Sambands- ins, að lokast hafi vegna styrjaldarinnar að verulegu leyti saltkjötsmarkaður sá, er ísland hafði áður er- lendis. Samt hafi orðið að salta allmikið af kjöti hér á landi, þar sem ekki hafi verið unnt að geyma það á annan hátt. Haustið 1942 hafi þannig orðið að salta allmiklu meira af sauðakjöti en þá var unnt að selja á innlendum markaði. Á síðastliðnu sumri hafi síðan komið saltkjöt frá nokkrum stöðum úti á landi, og hafi það verið verkað þar haustið áður. Hafi verið leitazt við að selja kjötið á innlendum og erlendum markaði og það selzt að nokkru, en allmikill hluti þess hafi reynzt óhæfur til manneldis að áliti skoðunar- manna. Sumir hinna dæmdu ritstjóra höfðu byggt árásir sínar á því, að hér væri um fullgóða neyzluvöru að ræða, sem Sambandið hefði fleygt til að rýma fyrir nýjum birgðum, töluðu um „kjötnámuna“ í Hafnar- fjarðarhrauni, og hvöttu jafnvel almenning í Reykja- vík og Hafnarfirði til að sækja sér þangað björg í búið. Dómarinn telur hins vegar sannað með vottorðum þeirra Sigurðar Hlíðars og dr. Jóns Vestdals, að kjötið hafi ekki verið hæft til manneldis, enda hafi það ekki skemmst fyrir handvömm stefnanda. Segir svo m. a. í forsendum dómanna: „Af gögnum þeim, er fyrir liggja í máli þessu, þ. á m. eftirriti rannsóknar hjá; sakadómaranum í Reykjavík og yfirlýsingu Sigurðar E. Hlíðars, yfirdýra- læknis, og dr. Jóns Vestdals, efnafræðings verður að telja sýnt, að nauðsyn hafi borið til að eyðileggja umrætt kjöt vegna skemmda, sem í það voru komn- ar, og að áliti efnafrœðingsins stöfuðu af því, hversu gamalt kjötið var orðið, en ekki af neinni vanhirðu. Ekki hefur verið sýnt fram á, að stefnandi eigi neina sök á því, að svona fór, og á sama hátt eru ósannaðar aðrar hér að lútandi og framangreindar varnarástœð- ur stefnds. Stefnandi virðist og hafa gengið frá hinu skemmda kjöti á forsvaranlegan hátt.“ Máli þessu er nú lokið, uppsteytur fljótfærinna og miður velviljaðra manna eða fjandsamlegra í garð Samvinnufélaganna enn sem fyrr að engu orðinn. En eitt hefur það leitt í ljós: Óvandaða og lítilsiglda Llaðamennsku. Það skiptir ekki miklu máli um refs- ingu eða fésektir ritstjóranna. Hitt ætti að munast lengur, að sumir íslenzkir blaðamenn á því herrans ári 1943 hafa borið svo eitraða og illa verkaca and- lega fæðu á borð fyrir lesendur sína og allan almenn- ing, að hún er sízt boðlegri vara á sinn hátt en salt- kjötið, sem var dæmt óhæft til neyzlu. 164

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.