Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Síða 29

Samvinnan - 01.06.1944, Síða 29
5.-6. HEFTI SAMVINNAN JÓN IrOFTSSON: GLUGGASTEINN Undir fyrirsögninni: „Steypið steina, byggið bæi,“ ritar Klemenz Kristjánsson, kornræktarfræðingur á Sámsstöðum grein í Samvinnuna, 2. hefti þ. ár. Skýr- ir hann þar ýtarlega frá töluverðri reynslu, sem hann hefur fengið í að láta steypa 8,5 cm þykka veggja- steina úr sementi, möl og sandi. Tilgreinir hann nokkr- ar byggingar, sem hann hefur látið hlaða úr stein- unum og lýsir því, hvernig hver um sig hefur reynzt. íbúðarhús, er byggt var úr steini þessum, hefur reynzt hlýtt og rakalaust, nema að því leyti, að nokkuð bar á slaga fyrsta árið, sem hann segir að stafað hafi af því, að ekki var búið að múrhúða útveggi utan fyrir haustrigningar. Útveggir húss þessa voru hlaðn- ir tvöfaldir með um 15 cm holi á milli, sem fyllt var með þurri mómylsnu. Staðfestir þetta það, sem vitað er, að þurrsteypusteinar eru venjulega langt frá því að vera vatnsþéttir. Aðeins með sérstakri vandvirkni, að steypuefnið sé vel hreint og sandurinn bæði Steypusteinn - vikurholsteinn grófur og fínn í sem réttustum hlutföllum, er hægt að ná sæmilegum árangri, en þó varla til fulls, nema með því, að blanda þéttiefni í hræruna. Ef þessa er ekki gætt og lögunin auk þess illa hrærð og ekki vel þjappað í mótin, draga steinarnir í sig vatn líkt og svampur. Venjulega gegnir það því sama máli um útveggi úr steypusteinum og úr vikurholsteinum, að áríðandi er, að vel sé vandað til utanhússhúðunar beggja. Blanda ætti réttum hluta af góðu steypuþéttiefni, t. d. „Medusa,“ sem teiknistofa landbúnaðarins hefur víða látið nota og reynist vel, í alla lögun til múr- húðunar á útveggi, bæði í fyrsta ákastið, „rappið,“ og hin tvö áköstin. Ennfremur verður að gæta þess, sem oft er ekki hirt um sem skyldi, að vökva vel yfirborð veggjanna, ef þurrir eru, áður en byrjað er að múr- húða þá, og síðan hvert múrlag fyrir sig, áður en byrjað er á nýju. Sé það ekki gert, vilja lögin ofþorna og springa. Áríðandi er ennfremur að úða múrhúðina með vatni minnst einu sinni á dag 3—6 fyrstu dag- ana eftir því, hve miklir þurrkar eru. Kalki, helzt markaðslands fyrir íslenzkar framleiðsluvörur. Það er alveg óvíst, hvaða tollapólitík Bandaríkin taka upp í framtíðinni, en engin veruleg breyting er enn sjá- anleg. Tollur á innfluttum, frosnum fiski er svo hár þar, að á venjulegum tímum mun erfitt að selja hann þangað. Tollurinn nemur 2 centum pr. lb. Hins vegar er frystitækni hvergi eins fullkomin og í Bandaríkj- unum, og því ákaflega auðvelt með dreifingu frosinna matvæla þar í landi. Innflutningstollur á kjöti er 7 cent pr. lb., og hindrar það alveg innflutning á kjöti þangað frá þeim londum, sem þessum tollkjörum verða að sæta. Þá er og ullartollurinn það hár, að íslenzka ull er ekki hægt að selja til Bandaríkjanna, nema til teppagerðar, en til slíks iðnaðar er ullin tollfrjáls. Hins vegar mundi fást hærra verð fyrir ullina, ef hægt væri að selja hana til almenns iðnaðar. Mörg og stór verkefni bíða samvinnufélaganna, sem verða að komast í framkvæmd strax að lokinni styrjöldinni. Fátt verður þó talið hér. Fyrsta verkefnið verður að vinna aftur gamla markaöi fyrir íslenzkar útflutningsvörur og afla nýrra. Þá þarf jafnframt að hagræða útflutnings- framleiðslunni í samræmi við nýjar kröfur á göml- um mörkuðum. Sambandið þarf, strax, þegar við verður komið, að reisa nýtt frystihús í Reykjavík, þar sem hægt verði að leggja stund á frystingu og geymslu alls konar matvæla með nýjustu tækjum. — Þá þarf að koma uyy litilli niðursuðuverksmiðju, pylsugerð o. fl., sem nauðsynlegt er vegna sölu landbúnaðarvara innan- lands. Sambandið þarf að reisa lýsishreinsunarstöð, og S. í. S. eða kaupfélögin verða að koma wpp ullar- þvottahúsum, ef heimaverkun á ull dregst saman, eða legst niður. Hér er aðeins drepið á það helzta og einungis það, sem viðkemur þeirri starfsgrein sam- vinnufélaganna, sem ég vinn við. En margt annað bíður úrlausnar, svo sem siglingamálin, sem sam- vinnufélögin að sjálfsögðu munu láta til sín taka, þegar um hægist. Reykjavík, 31. maí 1944. 161

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.