Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 15
5.-6. HEFTI SAMVINNAN VERKIN TALA Hér sést yfir Rómaborg á keisaraöldinni, þegar hún var höfuðsetur hins menntaða heims. Stór- byggingar, mikil torg og fögur stræti. Þar mátti sjá allt það, sem menning þess tíma gat veitt. 24. mynd. Róm á keisaratímanum (eftir lýsingu). Pantheon er einhver öflugasta bygging, sem nokk- urn tíma hefur verið reist. Hún var byggð nokkru eftir Krists fæðingu og stendur enn. Þar sést bygg- ingarlag Rómverja, eftirlíkingagáfa þeirra og skap- andi hagsýni. Fordyrið er í grískum hofstíl. Þakið hvílir á kórintískum súlum. En á bak við er aðal- byggingin, hringmyndaður salur 43 m. að þvermáli og hlaðin saman hvelfingin úr brendum tígulsteini. Þar sýndu Rómverjar, hve langt þeir höfðu komizt í þeirri erfiðu list að skapa miklar hvelfingar og varanlegar. Auðmenn Rómverja byggðu miklar hallir, en vold- ugastar voru þó hallir keisarans, bæði í Rómaborg og víðar í ríkinu. Má sjá í Róm stórkostlegar rústir af stórbyggingum keisarans og er ein slík sýnd eins og hún nú lítur út á mynd 27. Höll rómverska auðmanns- ins er sýnd eins og rústir og lýsingar benda til að slík hús hafi verið gerð. Eftir því sem vald og auður keisara og stórhöfð- ingja dvínaði við hnignun Rómaveldis, færðist krist- in kirkja í aukana. Um margra alda skeið urðu guðs- húsin merkustu og fegurstu byggingarnar, sem menntaþjóðir heimsins byggðu. Stundum gerðu kristnir menn að kirkjum hin fornu hof og bygging- ar, sem stórhöfðingjar höfðu reist sér til dýrðar, svo sem Pantheon í Aþenu og Pantheon í Róm. En lang- oftast reistu kristnir menn kirkjurnar eftir sínum þörfum og kröfum samtíðar sinnar. Kirkjur urðu að vera stórar, því að þjóðirnar leituðu meir og meir skjóls undir vernd hinna trúarlegu hugsjóna. Leið- togar kirkjunnar tóku að erfð súlur Grikkja og hálf- 147

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.