Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 43
5.-6. HEPTI SAMVINNAN „Fjallið og draumurinrV4 Anna frá Moldnúpi segir höfundi til syndanna. Nýlega barst mér í hendur bók, sem út kom fyrir skömmu, eftir eitt af okkar ungu launuðu skáldum, Ólaf Jóhann Sigurðsson. Bókin heitir „Fjallið og draumurinn“. Hún er 432 bls., ekki alllitlar að formi, prentuð smáu letri. Af þessu geta allir séð, að ekki eru umbúðirnar svo litlar, að eitthvað gæti innihaldið verið, ef það færi þar eftir. Þar sem bók þessi lýsir eingöngu sveitalífinu, og ég er sveitabarn, — uppfóstrað við hjarta íslenzkrar náttúru, — hef ég lært að vinna og lært að hugsa með því fólki, sem bókin fjallar um. Ég hef lifað með því gleði þess og sorgir, sáð með því og uppskorið, verið vitni að gleði þess yfir vel unnu starfi, þolinmæði þess og þrautseigju á erfiðum tímum. Ég þekki þetta fólk ekki einungis í starfi og stríöi, — ég þekki það líka í anda og sál. Ég þekki trú þess og fróðleiksfýsn. Ég þekki hugsjónir þess og skoðanir á lífinu og tilgangi þess. Ég þekki fyrirlitning þess fyrir ótuktarskap og smásálarskap. Ég þekki hjálpfýsi þess og góðvilja. Ég þekki andúð þess á öllu, sem er lítið og lágt. Þessi ungi rithöfundur er, eins og ég, alinn upp í faðmi fríðra fjalla. En það er gerólíkt fólk. sem sá ungi herra virðist hafa umgengizt. Og manni verður ósjálfrátt á að hugsa sér, að hugur og sál hvers manns mótist eftir þeim áhrifum, er hann verður fyrir í upp- vexti sínum. Fólkið, sem þetta unga, fjölorða skáld er að lýsa, er nær undantekningarlaust aumustu fáráðlingar. Þar er enginn maður með nokkra heila hugsun. Karlmenn- irnir eru síformælandi og sísnýtandi kjaftaskúmar, sem ata sjálfa sig utan í hráka sínum og traðka á öllu göfugu og fögru. Hálfbjáni, fermdur upp á faðir- vorið, verður, — þegar allt kemur til alls —, bezti karl- maður sögunnar. Helztu menn sveitarinnar eru misk- unnarlausir kúgarar. Hreppstjórinn gerir varla annað en leita þjófaleit hjá sveitungum sínum. Einn bóndinn hefur brjálaða konu bundna úti á fjósbás og sveltir hana, þangað til að hún verður feg- in að rífa í sig hálfúldin unglömb, sem finnast dauð úti í haganum. Bóndi fleygir þeim inn á bás til hennar og skipar henni að eta. Hún etur þau með húð og hári og inn- volsi, verður veik og kastar upp ómetinu. En hungur- kvalirnar neyða hana til að eta spýju sína í nætur- húminu. Vinnumaður bónda er ekki hjartabetri en húsbóndinn. Hann sprænir framan í þessa bundnu, hjálparvana konu, sem naumast getur forðað ásjónu sinni undan hlandfossinum fyrir reipinu, sem hún er bundin með. Getur það verið andlega heill maður, sem leggur nafn sitt við þessa viðbjóðslegu lýsingu? Hver leyfir sér að álíta þetta einkenni íslenzks sveitafólks? Einn bóndinn er bókelskur, jafnvel nokkuð lesinn. Á yngri árum hafði hann langað til þess að skoða heiminn og datt jafnvel í hug að flytja til Brasilíu. En kona hans, Sigurlaug á Rauðalæk, sem hafði verið ríkt einbirni, réði því, að karl sat kyrr. En hver þekkir lýsingu fróðleiksfúss bónda í Mark- úsi á Rauðalæk. Ásýnd hans minnir helzt á mein- lausan stórgrip. Af bústofni sínum, sem alltaf er að ganga saman, hefur hann mestan áhuga fyrir kettin- um. Hann á mjög virðulegan, gulbröndóttan kött, sem hann nefnir Bertelsen kardínála. Það voveiflega slys vill til, að kardínálinn drukknar í sýrukeri á heimili hreppstjórans. Maður er sendur með tíðindin og mán- aðargamlan kött í skaðabætur. Mesta vandamál bónda er nú að gefa þessu nýja yfirvaldi á heimilinu nafn. í hálfan mánuð stritast hann við að finna viðeigandi nafn á köttinn eftir þroska hans og skapferli. Eitt er t. d. „Ingjaldur biskup skaðmígandi“. En að lokum hlýtur hann nafnið „Blöndólfur Spóafótur Stiff“. Þarna sjáum við menntafrömuð sveitarinnar. Þá er ekki hægt að segja, að kvenfólkið sé á marga fiska, hvorki í sjón eða reynd. Það hefur lengi verið ríkt í eðli skáldanna af hinum karllega stofni að dá konuna, enda er það mjög eðlilegt og í fyllsta sam- ræmi við lífsins innstu og dýpstu rök. Það er þess vegna mjög freistandi að hugsa sem svo, þegar maður les þessar dólgslegu lýsingar ungra manna á konun- um, sem þeim er í lófa lagið að skapa eftir sinni innstu hugsjón: Eru þetta karlmenn í orðsins fulla skilningi? Eru þetta ekki einhverjar kynveilur, sem farnar eru að gera vart við sig í okkar sterka stofni? Erum við íslendingar að gerast gömul þjóð og úrkynja? Megum við fara að búa okkur undir að hljóta fækkandi far- sæl hjónabönd, en fjölgandi kynveiklaða auðnuleys- ingja? Hvað getur það verið í sál karlmannsins, sem hefur nautn af að afskræma konuna með öllum hugs anlegum hætti, bæði andlega og líkamlega? T. d. þessi lýsing á brúðinni: „Guð minn í himnaríki, það var eins og hún væri ekkert nema vömbin, hún gat varla rogazt áfram og stóð bleik og skjálfandi fyrir framan prestinn". Ekki er Kristín, uppeldisdóttir þeirra Rauðalækjarhjóna heldur mjög aðlaðandi. Sljótt og síetandi flykki með blátt nef og sultardropa hangandi niður allan daginn, eða þá horslefju stundum til til- breytingar (sbr. Magnínu Kiljans). Höfundur undrar sig mest á því, að hún skuli ekki jórtra. En ég held, að honum hefði verið það hægðarleikur að láta heima- sætuna jórtra. Hann hefði getað látið kúna, — sem hann lýsir með hátíðleik að hafi kastað af sér vatni á hlaðinu, —gera eitthvað kvenlegt þess í stað, eitt- hvað, sem hefði snert viðkvæman streng í karlmanns- hjarta hans. Höfndur virðist gersamlega ófær til að koma saman nokkurri heilbrigðri persónulýsingu. Maður finnur ekki eina persónu í heilu lagi, svo að hægt sé að gera sér hugmynd um hana sem lifandi holdi klædda veru. Allar lýsingar í bókinni, bæði persónulegar og ó- persónulegar, eru eins konar sjúklegt rugl, fjarlægt öllum sönnum veruleika. Þær enda oftast á orðunum „umkomulaus og nakin“. Það er eins og skáldið finni nekt síns eigin anda á öllu og í öllu. Sigurlaug á Rauðalæk, eina persónan í bókinni, sem getur kallazt mennsk manneskja, fyrirmyndarhúsfreyjan, snýtir sér með greipunum og þurrkar horinn á mjöðmum sér! 175

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.