Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 21
5.-6. HEFTI SAMVINNAN úrrhellisrigning og hvassviðri á austan og svartur illviðrisbakki á lofti. Virkilega illhryssingslegt veður, eins og það getur verst verið um þetta leyti árs. Enda urðum við holdvotir meðan við vorum þarna á Lögbergi að ganga frá síðasta undirbúningsatriðinu. Sama hvassviðrið og rigningin hélzt alla leiðina til Reykjavíkur um nóttina. Mér varð því ekki svefnsamt það sem eftir var næturinnar, er ég þóttist sjá fram á, að sama veðrið héldist og myndi eyðileggja að meira eða minna leyti hátíðleik og glæsileik þessarar merkilegu athafnar. Þá var og ljóst, að miklir erfið- leikar myndu verða á fólksflutningunum, því að vitað var, að gamli vegurinn myndi verða ófær, ef mikið rigndi. Enda kom það á daginn, og skapaði það mikla örðugleika, sem von var, og rættist betur úr þeim, en á horfðist. Klukkan á mínútunni níu um morguninn 17 júní hófust hátíðahöldin með því, að ríkisstjóri, ríkisstjórn, alþingismenn og erlendir sendiherrar og örfáir aðrir gestir, gengu fylktu liði úr Alþingishúsinu að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, sýslumaður flutti þar stutt ávarp, þar sem hann minntist Jóns Sigurðssonar og gildi verka hans í frelsisbaráttu íslendinga, og lagði síðan veglegan krans að fótstalli styttunnar. Að því loknu lék Lúðrasveit Reykjavíkur þjóðsönginn. Að þessari athöfn lokinn fóru þingmenn og gestir af stað til Þingvalla. Nú var bílastraumurinn þéttur, og þegar kom upp fyrir Svanastaði við Leirvogsvatn, var alveg þétt röð af bílum alla leiðina til Þingvalla. Hátíðin á Þingvöllum hófst með því að ríkisstjóri, biskup íslands, ríkisstjórn og alþingismenn gengu fylktu liði eftir Almannagjá á Lögberg, en fyrir fylk- ingunni gekk glæsilegur fánaberi. Þegar fylkingin átti eftir ófarna um 200 metra á Lögberg, gaf lúður- þeytari komu þeirra til kynna á Lögbergi og Lúðra- sveitin hóf að leika „Öxar við ána“ og var það leikið þar til þingmenn voru komnir á þingpall. Þá setti forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson, hátíðina með stuttri ræðu. Síðan hófst guðsþjónusta, sálmur sung- inn, biskupinn yfir íslandi, Sigurgeir Sigurðsson, flutti ávarp og bæn og síðan var sálmur sunginn. Kl. 1,55 var þingfundur settur. Forseti sameinaðs Alþingis lýsti yfir gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins og um leið og hann hafði gert það hófst klukknahringing á Þingvöllum og um land allt og lýðveldisfáninn var dreginn að hún á Lögbergi. Þegar kirkjuklukkunum hafði verið hringt í tvær mínútur var einnar mínútu þögn og umferðastöðvun um land allt. Að því loknu var þjóðsöngurinn sunginn. Er síðustu tónar þjóð- söngsins hljóðnuðu, flutti forseti sameinaðs Alþingis ræðu, þar næst fór fram kjör forseta íslands. Var kosið á seðlum. Úrslit urðu þau, að Sveinn Björnsson, ríkisstjóri fékk 30 atkvæði, Jón Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis 5 en 15 seðlar voru auðir. Tveir þing- menn voru fjarverandi vegna veikinda. Er Alþingis- forseti lýsti kjörinu laust upp miklum fagnaðarópum meðal mannfjöldans. Gekk þá hinn nýkjörni forseti fram í ræðustólinn á þingpallinum og flutti stutt á- varp, og var honum fagnað mjög af mannfjöldanum, sem hyllti hann ákaft. Því næst var þingi slitið og sungið „ísland ögrum skorið.“ Þar næst töluðu þeir fulltrúar erlendra ríkja, sem falið hafði verið af ríkisstjómum sínum að flytja árnaðaróskir við þetta tækifæri. Þessir fulltrúar komu fram og fluttu kveðjur og árnaðaróskir: Fulltrúi Bandaríkjanna, Stóra-Bretlands, Noregs, Svíþjóðar og Frakklands. Forseti íslands þakkaði hverjum full- trúa með fáum orðum og mannfjöldinn hyllti þá með lófataki. Um leið og utanríkisráðherra kynnti hvern fulltrúa, var fáni þeirrar þjóðar, er hann mætti fyrir, dreginn að hún á þingpalli og þjóðsöngur þeirra leik- inn að loknu ávarpi þeirra. Fulltr. Noregs og Svíþjóðar mæltu á íslenzku. Að endingu var þjóðsöngurinn sung- inn og leikinn. Þá var athöfninni á Lögbergi lokið og forseti, þingmenn, ríkisstjórn og gestir gengu af Lögbergi gegnum Almannagjá og inn á Velli. Á völlunum hafði verið reistur mikill fimleika- pallur. Á þeim palli fóru skemmtiatriðin fram. Þegar klukkan var hálf-fimm var múgur og marg- menni saman komið í Fangbrekkunni fyrir ofan pall- inn og allt í kringum hann. Því miður gat dagskráin ekki hafizt á mínútunni hálf-fimm sökum þess að leiðslur útvarpsins höfðu skemmst í rigningunni. Von bráðar komust þær í lag og dagskráin gat hafizt. En meða beðið var eftir viðgerðinni lék lúðrasveitin nokk- ur lög og mannfjöldinn í brekkunni tók undir, undir stjórn Páls ísólfssonar. Formaður hátðanefndar flutti fyrst stutt ávarp, en þar næst flutti fulltrúi Vestur-íslendinga, prófessor Richard Beck, ávarp og kveðju frá Vestur-íslending- um.Að því loknu lék lúðrasveitin „Þótt þú langförull legðir.“ Er þessu var lokið, komu þeir forsætisráð- herra Björn Þórðarson og utanríkisráðherra Vilhjálm- ur Þór, fram á pallinn að hljóðnemanum og las for- sætisráðherra upp kveðjuskeyti frá Kristjáni X. kon- ungi, þar sem hann árnaði íslenzku þjóðinni heilla. Laust þá mannfjöldinn upp miklu fagnaðarópi og lúðrasveitin lék danska konungssönginn. Þá flutti ut- anríkisráðherra kveðju færeyska lögþingsins.Var þeirri kveðju vel fagnað af mannfjöldanum. Að þessu loknu hélt dagskráin áfram með því, að þjóðhátíðakór Sam- bands ísl. karlakóra söng mörg íslenzk ættjarðarlög 153

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.