Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 13
5.-6. HEFTI SAMVINNAN Vísnabálkur KOLBEIM HÖGNASON: Nokkru eftir að Thor Jensen hóf sinn mikla búskap í Mosfellssveit, er varð jafn skammvinnur sem mikill, kom þar í sveitablaði, sem látið var ganga um sveitina, hálf- vísa þannig: Mosfellssveitar menningin mjög í leitar brattann. Heitið var verðlaunum fyrir bezta botn, og áttu nokkrir aurar að fylgja hverjum vísubotni, er kæmi til kjörinnar dómnefndar. Þessir aurar áttu að .vera verðlaun- in. Einn bóndi í héraðinu botnaði vísuna, en ekki sendi hann botn- inn dómnefndinni. Hans botn var svona: Uxi feitur, áleitinn eltir geitarskrattann. Þar í sveit var um svipað leyti hafist handa um byggingu á miklu skólahúsi. Þótt ýmsum það verk seint sækjast, því lengi vel kom ekkert nema kjallarinn og þótti óásjálegur frá vegi að sjá, sem lá þar nærri. Stóðu að byggingunni þrjú félög í sveitinni: Kvenfélagið, Ungmennafélagið og sjálft hrepps- félagið. Nokkru áður en hafist var handa um meiri framkvæmdir á húsbyggingunni, fóru þar hjá bændur tveir. Þótti þeim það ekki orðið sjálegt menningarsetur. Ann- ar byrjaði vísu á þessa leið: Húsið er reist við héraðsbraut. Hinn tók þráðinn: Hreppsins þrenning á það. Þá sagði sá fyrri: Það ætti að standa ofan í laut. Botnaði þá hinn: Svo enginn þurfi að sjá það. Þessi vísa mun að því nokkuð einstök að annar gerði 1. og 3ju ljóðlínu, en hinn 2. og 4. ljóðlínu. Nú er húsið fullbyggt fyrir all- ugs sóma. Þar nærlendis var nokkru síðar • sendur ungur maður til næsta bæj - ar með hest og kerru eftir farangri. Það var á miðju vori í bezta veðri. Þegar hann var á heimleið aftur, gerði allt í einu fjallaskúr mikla. Pramh. á bls. 150. enn í fullu gildi og því engin ástæða til að nota þar önnur efni, þegar reist eru hús í þessum stíl. Hér er raunverulega um fjögur samliggjandli hús að ræða. Hliðarveggir þeirra eru lágir eða um 1,60 m. á hæð inni og er nokkur súð í herbergjum, en gætir lítið. þar sem risin eru brött. Lágt langris tengir húsa- þökin saman og verða skilveggir húsanna þar hærri, en langrisið losar bæinn við þröng samskeyti þaka. Skilveggir þessara fjögurra húsa eru úr steinsteypu, svo og bakstafnar og hliðarveggir. Við framenda hlið- arveggjanna eru steyptir 50 cm. langir stuðningsvegg- ir sitt til hvorrar hliðar og verður þannig steypu- veggur, um metri á lengd, og tveir metrar á hæð, á milli stafnþiljanna. Þar sem veggur þess er 40—50 cm hærri en endar hliðarveggjanna og skilveggj- anna í húsunum virðist allbreitt sund vera á milli þaka. Þessir þverveggir styrkja mjög húsið, t. d. í jarðskjálftum og eru því fullkomlega náttúrlegir og þarfir. En þeir skapa jafnframt hinn gamla svipblæ bæjarveggjanna og samræmist þannig nothæfni og stílblær. Ytra borð þessara veggja getur verið með ýmsu móti. í mörgum tilfellum yrðu þeir hlaðnir úr steyptum steinum og færi þá vel á að hafa í þeim jarðrauðan sementslit, en samskeyti inngreipt og úr svörtu múrlími. í öðrum tilfellum mætti skrauthúða veggi þessa og loks mætti í stað húðunar múrlíma þunnar steinhellur utan á veggina og færi þá eftir atvikum og aðstæðum, hvaða steintegundir væru not- aðar; líparít, hraunhellur eða annað það sem henta þætti. Það skal tekið fram, að byggingarlag þetta er ekki af einföldustu eða cdýrustu gerð. Þakflötur er tölu- vert meiri en ef um væri að ræða langhúsþak. Vinna við þakið og stafnþilin er einnig allmikil og ekki mundi þýða að nota lélegt timbur í stafnþil. Allt kostar þetta fjármuni. En sveitafólk mun heldur ekki sætta sig við að byggja eingöngu hús með einföldum og fátæklegum svip, enda er nú að verða vakning og vilji til hins gagnstæða. Sá kostur fylgir þeim húsum, sem reist eru á þenn- an hátt, að hægt er að byggja þau smátt og smátt, eitt og eitt hús í einu. án þess að svipblær þurfi við það að liða. Þannig var það einnig með gömlu bæina. Nútímahús eru hins vegar mjög illa til þess fallin að reisast þannig. Fara þau jafnan mjög illa hálfgerð, en bera fullreist vanalega brota- eða lita- merki samskeyta til mikillar óprýði. Ég fjölyrði ekki meira um þetta að sinni. Ég tel víst að gera mætti ýmsar endurbætur á hugmynd þessari og mundi svo að sjálfsögðu verða, yrði hún tekin í notkun. 145

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.