Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 39
5.-6. HEPTI SAMVINNAN vart hvers konar undirróðri og upplausnarstarfsemi frá hendi þess stjórnmálaflokks, og annarra, sem tek- ið hafa upp illvígan áróður gegn samvinnufélögunum." Rökstudd dagskrá um að vísa þessari tillögu frá, sem borin var fiam af Þóroddi Guðmundssyni, ísleifi Högnasyni, Sigf. Sigurhjartarsyni, Magnúsi Kjart- anssyni og Ottó Jörgensen, var felld með 53:10 atkv. Samvinnan. Jónas Jónsson gerði grein fyrir útgáfu Samvinn- unnar, og er hún nú gefin út í 7500 eintökum og var sem kunnugt er, stækkuð allmikið um síðustu áramót. ísleifur Högnason, Þóroddur Guðmundsson, Sigfús Sigurhjartarson og Ottó Jörgensen báru fram svo- fellda tillögu: „Aðalfundur S.Í.S. 1944, telur að ýmsar greinar, eftir Jónas Jónsson, er birzt hafa í tímaritinu Sam- vinnan, séu til þess fallnar að rýra samheldni innan samvinnnuhreyfingarinnar þannig, að hún hljóti tjón af, og beinir til Sambandsstjórnar að koma í veg fyrir, að tímaritið verði framvegis notað til stjórnmálaá- róðurs, en lögð megináherzla á sérmál samvinnu- manna.“ Eftir allmiklar umræður var tillögu þessari vísað frá með svofeldri dagskrá frá Einari Árnasyni, samþ. með 45:8 atkvæðum. ,Með því að greinar þær í Samvinnunni, sem bent er til í tillögunni, eru varnir gegn árásum á S.Í.S. og samvinnufélögin, sér fundurinn ekki ástæðu til að gera um þær ályktun og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Styrkur til danskra flóttamanna. Svohljóðandi tillaga frá Gunnari Gunnarssyni og Einari Árnason var samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn heimilar stjórn S.Í.S. að veita til stuðn- ings dönskum flóttamönnum og bágstöddu fólki í Danmörku 20 þúsund krónur.“ Stj órnarkosning. Síðasta daginn, laugardaginn 24. júní, fór fram stjórnarkosnig. Tveir menn áttu að ganga úr stjórn- inni, þeir Björn Kristjánsson, kaupfélagsstj. á Kópa- skeri og Jón ívarsson, framkvstjóri Grænmetisverzl- unar ríkisins. Björn Kristjánsson var endurkosinn með 57 atkvæðum, en í stað Jóns var Eysteinn Jónsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík kosinn með 52 atkvæð- um. Jón ívarsson fékk 29 atkvæði og nokkrir aðrir færri. Varaformaður var endurkosinn, Vilhjálmur Þór, atvinnumálaráðherra. í varastjórn voru kosnir: Sltúli Guðmundsson, Hvammstanga, Bjarni Bjarnason, Laugarvatni og Þórhallur Sigtryggsson, Húsavík. Um hádegi þann dag var aðalfundarstörfum lokið og fundi slitið. Hátíðahöldin að Hrafnagili í tilefni af 100 ára afmæli samvinnufélaganna í heiminum. Eftir hádegi á laugardaginn þann 24. júní hófst hátíð að Hrafnagili í Eyjafirði í tilefni af 100 ára af- mæli samvinnufélaganna í heiminum, en á þessu ári eru réttt 100 ár síðan fyrsta félagið var stofnaðí Rockdale á Englandi. Fyrir hátíðahöldunum stóðu Kaupfélag Eyfirðinga og Sambandið í sameiningu. Upp úr hádeginu fór fólkið að streyma að Hrafna- gili, þótt veður væri ekki gott, norðaustan stormur og kuldi, svo að það fennti ofan í miðjar hlíðar. En hátíðahöldin fóru fram eigi að síður, því að þau gátu farið fram inni. Á Hrafnagili eru geysimiklar her- búðir, sem ætlaðar höfðu verið fyrir sjúkrahús fyrir ameríska hermenn en aldrei verið notaðar, og nú höfðu Eyfirðingar keypt allar herbúðirnar. Ræðuhöldin og söngurinn fór fram í einni herbúðinni, sem rúmaði nálægt 1000 manns. Þeir, sem ekki komust þar, voru í næstu búð, er var jafnstór og var hún einnig fullskipuð. í þriðju búðinni var síðan sýnd kvikmynd og í þeirri fjórðu var veizla haldin fyrir fulltrúa Sambandsfund- ar og aðra gesti. Vegna þess, hve þetta voru góð og rúmmikil húsakynni, gat hátíðin farið fram þrátt fyrir hið slæma veður og fóru þau hið bezta fram. Allir, sem á hátíðina komu, fengu ókeypis aðgang að samkomunni og kvikmyndasýningunum. Hátíðin hófst með því að formaður Sambandsins, Einar Árnason, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu og lýsti tilefni samkomunnar. Þar næst talaði Her- mann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra og mælti fyrir minni íslands. Jónas Jónsson, alþingism. hélt ræðu fyrir minni samvinnustefnunnar, Vilhjálmur Þór, at- vinnumálaráðherra flutti stutt ávarp, Richard Beck flutti kveðjur Vestur-íslendinga og ræddi um hug þeirra til íslands, Gunnar Gunnarsson, skáld á Skriðuklaustri hélt stutta ræðu og ræddi um Eyja- fjörð, fegurð hans og framfarir í héraðinu. Hólmgeir Þorsteinss., bóndi á Hrafnagili flutti minni Eyjafjarð- ar og Ingimar Eydal, ritstj. mælti fyrir minni elzta kaupfélagsins á landinu, Kaupfélags Þingeyinga. Loks flutti Bernharð Stefánsson, alþingismaður stutta ræðu. í milli ræðanna söng Karlakórinn Geysir undir stjórn Ingimundar Árnasonar, við mikinn fögnuð áheyr- enda. Heillaóskaskeyti bárust samkomunni frá Lands- banka íslands, Magnúsi Sigurðssyni, bankastjóra og Sjóvátryggingafélagi íslands. Að þessum hátíðahöldum loknum var öllum fulltrú- um og gestum boðið til veizlu og voru þar nokkrar 171

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.