Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 44

Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 44
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI Ekki er heldur að sjá, að hann kunni að meta þann þáttinn, sem rökkurstundir hljóðra kvölda hafa verið í uppeldi og andlegum þroska þessarar þjóðar. Þessar kyrlátu stundir, sem við könnumst öll við úr sveitunum, þegar móðirin tók börnin á kné sér og safnaði þeim saman, til þess að nema hið einfalda bænamál íslenzkrar tungu, læra lífsreglur manndóms og dáða, — læra að þekkja Jesú Krist sem frelsara sinn og drottinn og læra að trúa honum fyrir vanda- málum barnshjartans. Höfundur ruglar um fátæka umkomulausa móður. Hún er ekki lengur til nema í vitund drengsins henn- ar, fávitans, sem fermdur var upp á faðirvorið. En ef til vill er hann eina skepnan í sögunni, sem höfundur ann nokkurrar hugsjónar. Þessum fáráða dreng hef- ur móðirin kennt að trúa á fjallið sem óskaheim sinn. Inni í fjallinu eiga allar sorgir og þjáningar mannlegs munaðarleysis og örbirgðar að hverfa. Þar bíða manns- ins hnoss og allsnægtir. Fjallið er í huga þessa drengs það sama, sem guðs himinn er öðrum mann- anna börnum. Þar eru bara dvergar og huldufólk í staðinn fyrir englana himnesku, sem við börnin lærð- um um hjá mæðrum okkar. En þegar Benjamín Franklín ætlar að ganga í bergið, til þess að sækja þangað fagra mey og gersem- ar, uppgötvar hann, að þetta er allt saman blekking. Er þetta rétt lýsing íslenzkrar móður, móður lítils, fátæks sveitadrengs? Er það fyrst og fremst hún, sem blekkir drenginn sinn, með því að kenna honum að leita lífshamingju sinnar í lokuðu harðgrýtisbergi? Mundu ekki fleiri vilja taka undir lýsingu Matthí- asar af móður hans, þar sem hann segir: „Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við listalindir. En enginn kenndi mér eins og þú, eilífa, sanna, sterka trú, og gaf mér svo göfugar myndir“. Það er ekki auðvelt að átta sig á, hvaðan þessum sjálfbyrgingsfullu uppskafningum kemur allur sá gor- geir og hroki, að þeir líta niður á íslenzkt bændafólk, sem alltaf hefur af landsins mætustu mönnum verið talið kjarni þjóðarinnar, og það með réttu. Þeir líta niður á það úr slíkri reginhæð, að það verður ekki stærra fyrir augum þeirra en maurinn. En eitt smækkar ekki í jöfnu hlutfalli, heldur vex í öfugu hlutfalli, og það er lúsin, — hún verður ekki ósýnileg þeirra hátt upphöfnu augum. Það er meira að segja engu líkara en þeir eigi miklu næmari skilning á lífi hennar og vexti en meðbræðra sinna. Ég lærði til dæmis í þessari umgetnu bók, að lúsin hafi 6 fætur. Ég býst við, að höfundur vilji ekki láta hafa sig fyrir rökleysum, svo að ég tel mér óhætt að trúa þessu, og þykist ég því orðin nokkru fróðari í náttúruvísindum en áður. Annars finnst mér fyrir mitt leyti, að ungir fullhugar þessarar athafnasömu aldar gætu tekið sér annað þarfara fyrir hendur en þenjast í lúsaleit liðinna kynslóða. Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir, á hvaða tíma höfundur hugsar sér að saga hans gerist. Sumt ruglið getur vel verið frá okkar 20. öld. Presturinn er nýguðfræðingur, en fólkið kann ekki sem bezt að meta kenningar hans, segir meðal annars, að eins gott væri að láta Ástu vitlausu messa í kirkjunni, ef þetta hjá honum sé guðsorð. Það hafði miklu meiri trú á fyrirrennara hans, sem var mesti trúmaður og óspar á að tala um myrkrahöfðingjann og heimkynni hans. Annars er ekki gott að gera sér ljósa grein fyrir, hvernig þessi aulalýður stendur gagnvart trúarbrögð- unum fremur en öðru. Það er Ásta vitlausa, sem setur skýrt fram sína trú- arjátningu. Hún er látin segja frá því, að Jesús Krist- ur hafi komið til sín í fjósbásinn með sólina í fanginu og stjörnubelti um ennið og beðið hana að svara sér, hvernig hafi staðið á því, að hann leið svo ósegjanleg- ar kvalir á krossinum. En hún svarar: „Vegna minna og alls heimsins synda, hvert straff þú leiðst góðvilj- uglega, því þú elskaðir oss“. Ég þarf ekki að hafa meira yfir af samræðum Krists og Ástu vitlausu. Hún hefur þegar sagt allt, sem við mundum vilja hafa sagt, sem köllum okkur kristin. En hvað vill skáldið tjá okkur með þessu? Meinar hann, að það sé ekki annað en brjálæðiskennd ímynd- un að trúa á fórnardauða Jesú Krists? Eða á það að túlka hugmynd líka þeirri, sem birtist í þessum ljóð- línum: „Þess fjær sem heims er hylli, er hjarta guðs þér nær“. Ólíku væri saman að jafna, og vil ég engan dóm leggja hér á. En hitt er víst, að það sýndi lítið skyn- bragð á andlega hluti að láta konu, sem komizt hefur í andlegt samfélag við sjálfan drottinn Krist, líða þær sálarkvalir, sem Ásta er látin líða, og hafa það orð- bragð, sem hún er látin hafa í frammi. Hún hefði ekki getað átt neitt minna í hjarta sínu en eilífa lífið. Þetta sýnist of dýrt efni til þess að ruglast saman við allt það endemiskjaftæði, sem þessi langlokuskræða hefur inni að halda. Þá er líkamlegt heilbrigðisástand og eftirlit ekki á marga fiska. Getur það engan veg- inn staðizt að vera frá öld prestsins. Það er enginn læknir nema hómópati, sem notar grasaseyði sem lyf. Um sveitina ferðast tveir menn, — annar er útlend- ingur, hinn læknir. — Sú frétt berst með fávitum og fleiprurum, að þeir skoði fólk kviknakið. Konurnar fyllast ótta og skelfingu. Sumar halda, að hér hljóti að vera kominn Tyrkinn sjálfur. Þær gátu ekki gert sér grein fyrir öðrum útlendingum. Höfundur hefur víst ekki tíma, fyrir rausinu í sjálf- um sér, til að fylgjast með á bæina og leyfa lesendum að vera sjónar- og heyrnarvottár að því, sem fram fer. En það fréttist lauslega, að þeir hafi sent suður í Reykjavík unga konu, sem veslazt hafði í rúminu í tvö ár. Fréttaberinn segir hana farna til andskotans, og heldur þá Sigurlaug á Rauðalæk, sem tekið hefur dóttur hennar, Herdísi Hermannsdóttur, til fósturs, að hún sé dáin. Einn bóndinn misskilur svo hrapalega læknisskoðunina, — þegar þeir koma að því að þukla á geirvörtum „konupíslarinnar“ hans, eins og hann er ávallt látinn nefna hana —, að hann veður að þeim með miklum móð, rekur þá á dyr og sigar á þá hund- unum. Þannig endar hinn mikli viðburður, koma vís- indamannanna, eins og þeir voru nefndir í þeirri sælu 176

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.