Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 27
5.-6. HEFTI SAMVINNAN hvaða stefna verður ráðandi um verzlunarhætti í framtíðinni. Síðasta áratuginn fyrir styrjöldina var vöruskipta- verzlun mjög áberandi í heimsviðskiptunum, þó hvergi væri hún eins rækilega framkvæmd og í Þýzkalandi. Á Ottawaráðstefnunni árið 1932 tóku Bretar upp þessa stefnu, þó þeir gengju ekki eins langt í almennum verzlunarhömlum og ýmsar aðrar þjóðir, einkum Þjóðverjar. Á árunum fyrir stríðið voru innflutnings- hömlur á sjávarafurðum vor íslendinga í öllum mark- aðslöndunum. Sums staðar voru þessar hömlur mið- aðar við magn, s. s. í Englandi, Þýzkalandi, Ítalíu og Spáni, en í öðrum löndum voru gjaldeyrishömlur, s. s. í Portúgal, Suður-Ameríku og víðar. Sama máli gegndi með kjötútflutninginn. Hann var annaðhvort bundinn við ákveðið innflutningsmagn í markaðslöndunum, eins og í Englandi og Noregi, eða gjaldeyrisleyfi, s. s. í Svíþjóð og Danmörku. Aðrar vörur, gærur, ull, síld- arafurðir, þorskalýsi o. fl., voru ekki beint háðar magntakmörkunum í markaðslöndunum, en voru háð- ar gjaldeyrishömlum, þar sem slíkar reglur giltu um innflutning. Ómögulegt er að ráða í það, hvort 'svipaðar hömlur verða lagðar á heimsviðskiptin eftir stríðið. En þær verða oss íslendingum ætíð mjög óþjálar vegna þess, hve mikið vér flytjum út af einstökum vörutegund- um, s. s. fiski, en flytjum lítið inn af einstökum vöru- tegundum. Verða því vöruskipti mjög óþjál í fram- kvæmd, eins og greinilega kom í ljós á árunum fyrir styrjöldina. Þó horfið verði frá þessari verzlunar- stefnu, sem mér virðist vafasamt að gert verði til fulls, þá tel ég engum vafa bundið, að haldið verður áfram mjög ströngum verðákvörðunum og vöruskipta- reglum, að styrjöldinni lokinni. Bandamenn hafa stofnað skrifstofu í Ameríku, The Combined Food Board, sem á fyrst og fremst að annast skiptingu mat- væla milli neyzlulandanna. Af framleiðsluvörum ís- lendinga hefur nefndin hingað til látið allt afskipta- laust, nema saltfiskinn. En hún ákveður hvert salt- fiskurinn skuli seljast og fyrir hvaða verð. Ég álít mjög óvarlegt að ætla, að vörur, sem nú eru í fjór- földu og fimmföldu verði, frá því sem var fyrir stríð, muni geta haldizt í nokkuð svipuðu verði eftir stríð- ið, og því síður að þær hækki, eins og raun varð á eftir síðustu heimsstyrjöld. En þá voru, eins og kunn- ugt er, litlar eða engar ráðstafanir gerðar til þess að halda vöruverðinu í skefjum á heimsmarkaðnum. Á stríðsárunum hefur orðið stórkostleg bylting í at- vinnuháttum íslendinga, einkanlega í meðferð fisk- aflans. Áður var mestmegnis fluttur út saltfiskur, en á stríðsárunum hefur fiskurinn aðallega verið fluttur út nýr og frosinn. Afköst frystihúsanna hafa marg- faldazt, og er nú talið, að hraðfrystihúsin muni geta framleitt allt að 50.000 smál. af fiskflökum á ári. Hef- ur fiskmatsstjóri áætlað þetta magn. Mér þykir það að vísu nokkuð mikið og tel líklegra að áætla fram- leiðsluna ekki nema 30.000—35.000 smál. í sæmilegu aflaári. Ég tel engum vafa bundið, að fyrstu árin eftir styrj- öldina muni verða mjög erfið fyrir hraðfrystihúsin. Hér í Evrópu hagar mjög óvíða svo til, að hægt sé að selja frosinn fisk í stórum stíl, þegar Bretland er und- anskilið. Þeir menn, sem hafa annazt dreifingu ís- lenzka fisksins á stríðsárunum, höfðu selt íslenzkan freðfisk, frá því hann fór að flytjast út, og unnið mjög vel að útbreiðslu hans í Englandi. Sá maður, sem mest hefur unnið að þessum málum, hefur hvað eftir ann- að varað við hinni öru fjölgun hraðfrystihúsanna hér á landi. Að vísu hafa húsin reynzt landsmönnum mjög vel nú á stríðsárunum, meðan markaðurinn er því nær ótakmarkaður í Englandi. Hins vegar er það alveg víst, að þegar stríðinu lýkur, verða Englendingar mjög fljótir til að koma upp stórum fiskiflota. Þá er og enn- fremur víst, að eftir hinn langa friðunartíma stríðs- áranna, muni aflinn í Norðursjónum og á íslenzkum fiskimiðum verða mjög mikill, fyrstu árin eftir stríð- ið, og er þá áreiðanlegt, að Englendingar muni fyrst og fremst reyna að afla þess fisks sjálfir, sem þeir þurfa til neyzlu. í þessu sambandi þýðir ekkert að halda því fram, að frosinn fiskur sé betri en togarafiskur, og því muni Englendingar heldur kjósa hann. Þetta er að vísu rétt, en þess ber að gæta, að almenningur í Eng- landi er vanastur nýjum fiski, sem kallaður er, og fiskbúðirnar í Englandi vilja miklu heldur verzla með nýjan fisk, heldur en frosinn. Að vísu tel ég áreiðan- legt, að um töluverða sölu verði jafnan að ræða á frosnum fiski til Englands, en ég geri þó ráð fyrir, að hún muni minnka til mikilla muna frá því sem nú er, þegar stríðinu lýkur. Um Mið-Evrópulöndin er það að segja, að þar vantar algerlega fi-ystihús, til þess að taka á móti og verzla með frosin matvæli, enda eru slíkar vörur því nær óþekktar í þeim löndum. Ég hef trú á því, að frystitækni muni fara stórlega fram hér í Evrópu fljótlega að stríðinu loknu, en að sjálfsögðu hafa þjóðirnar á meginlandi Evrópu öðrum verkefn- um að sinna fyrstu árin eftir stríðið, heldur en að koma upp frystihúsum. Þá má og búast við, að kaup- geta manna í þessum löndum verði ekki ýkja mikil. Nú er það svo, að íslendingar geta ef til vill greitt eitt- hvað fyrir þessu, með því að koma sjálfir upp frysti- húsum í væntanlegum markaðslöndum. Varla getur þetta þó orðið í stórum stíl, en gæti orðið til þess að greiða fyrir því að koma frosnum fiski á framfæri í 159

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.