Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 42
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI þeirra trúnaðarmanna íslendinga, sem sáu eftir nokkru af mjólk til þess hers, sem varði landið á mesta háskatíma, verður ékki hægt að segja, að kom- ið hafi í ljós víðsýni eða glöggur skilningur á þessu vandasama máli. Og kvíði Gunnars Thoroddsens um, að skarð yrði fyrir skildi um markað fyrir sölumjólk, þegar herinn hefði yfirgefið landið, sýndi, að hér var um að ræða augnabliksflan skammsýnna manna. ,Tillaga Gunnars Thoroddens gat ekki náð samþykki í þinginu. Þegar til kom mun jafnvel flutningsmanni sjálfum hafa þótt betra, að draugur hans yrði kveðinn niður. Þingmenn úr sveitakjördæmum landsins urðu að lokum samdóma um að gera tillöguna marklausa og skaðlausa. Nefnd utanþingsmanna skyldi athuga mjólkurmálið og skila áliti, þegar því yrði við komið. Nefndin mun ekki hafa tekið til starfa, enda mun enginn árangur verða af starfi hennar nema sá að breiða yfir frumhlaup Gunnars Thoroddsen, sem vildi geta dregið allt fólk, sem vinnur að mjólkurfram- leiðslu á sakborningabekk. Sókn Gunnars Thorodd- sens í mjólkurmálunum á Alþingi 1943, er aðeins einn þáttur í ofsókn kommúnista og hjálparliðs þeirra móti bændastétt landsins og bjargráðafyrirtækjum þeirra. Árásin gerði engan beinan skaða, fremur en aðgerðir kommúnista í sambandi við skemmd matvæli, er Sam- bandið neitaði að hafa á boðstólum til manneldis. En áleitni þessara manna í garð íslenzkra samvinnu- manna sýnir þó, að því aðeins getur starfsemi sam- vinnufélaganna náð tilgangi sínum, að vel sé verið á verði móti frumhlaupum á löggjafarsviðinu, eins og þeim, sem kommúnistar og Gunnar Thoroddsen stóðu að á síðasta haustþingi. Framhald af síðu 157. heldur að þeir kappkosti sem mest að ná hlut í þess- um félögum og koma þeim í blóma. Þess eins skyldi félagsmenn gæta nákvæmlega, að vera vandir að þeim forstöðumönnum, sem þeir kjósa, og að sjá sér út unga, efnilega menn til að læra til verzlunar og ganga í þjónustu félaganna undir stjórn forstöðumanna þeirra. Uppgangur félaganna er mjög undir stjórn þeirra kominn, en þó verða menn jafnframt að treysta upp á heppni og lán, og eins líka að vera við því búnir, að óheppni kunni að henda, sem enginn getur fyrir séð. Það er einkenni hinnar góðu stjórnar að færa sér heppnina forsjálega í nyt til hagnaðar félaginu og að sjá svo við óheppninni, að hún valdi sem minnstu tjóni. í verzlunarfélögunum og góðri stjórn þeirra er fenginn hinn bezti og vissasti vísir til sj álfsforræðis. Verzlunar- og búnaðarfélög (Lítil varningsbók, Khöfn 1861) -------Frá því að verzlunin varð eins konar rík- iseinokun, frá 1786 til 1854, komust ekki allfáir ís- lenzkir menn í æðri eða lægri verzlunarstétt, en þeir og ágóði þeirra lenti þó að mestu leyti í Danmörku, einkanlega Kaupmannahöfn; þangað settust þelr að, og þar bar auður þeirra beinin, og þeir sjálfir með. Nú á seinustu árum fer að bera á því, að íslendingar eiga hægra með að komast fram á þessum vegi. Ungir menn hafa á fám árum komizt í samband við Eng- lendinga, Skota og Norðmenn og komizt vel af. Nú ber meira á því en fyrr, að þeir finna til þess, að þeir eru íslendingar og eiga að vinna gagn landi sínu og atvinnuvegum þess; það er atvik hér um, þótt lítið sé, að sumir þeirra eru farnir að kalla „heima“ á íslandi, þar sem það var áður almennt, að allir verzl- unarmenn, jafnvel þeir, sem aldrei höfðu séð Dan- mörku, kölluðu „heima“ í Kaupmannahöfn og „heim“ þangað.----- Vér höfum einnig mörg góð ráð til að reyna, hverjir verðskulda það nafn að heita íslenzkir kaupmenn og hverjir ekki Þessi ráð eigum vér að nota, og þar með að koma á þeirri samvinnu við kaupmannastétt- ina, sefn er svo nauðsynleg til framfara landinu, af því að beggja gagn er í rauninni eitt og hið sama. Vér eigum að voru leyti að gjöra allt til að útrýma leifunum af hinum forna kulda, sem var eðlileg af- leiðing þess, að báðir fundu til með sjálfum sér, að lögin höfðu beitt öðrum fyrir ok hins; en vér eigum um leið að hafa fastar gætur á því, hver bezt fylgir landsins verulega gagni, hver vill sneiða hjá, þegar nokkuð þarft skal vinna, og hver vill þá styrkja með ráði og dáð. Þetta getum vér bezt með almennum föst- um félagsskap, sem sé byggður á föstum grundvelli og fastri skoðan, hafi sín vissu lög og vissa forgangs- menn. Félög þessi geta verið með ýmsu móti og haft ýmis- legan tilgang og verið þó hvert fyrir sig til mikils gagns til þess að efla atvinnuvegi landsins og verzl- un þess sér í lagi. — — Verzlunarfélög álítum vér mik- ils virði, og ætti þau þá ekki einungis að sjá um ís- lenzku vöruna, þó það sé mikilvægt atriði, heldur sjá um öll þau efni, sem verzlunina snerta, og skipta sér í deildir til þess eftir því, sem þörf gjörist, því ef þess háttar félög ætti að verða til fullra nota, þyrftu þau að ná yfir heila sýslu eða meira, svo þau hefði töluverð efni að styðjast við.-Ef það væri alvara landsmanna að vilja koma upp innlendri verzlunar- stétt, þá ætti þeir með þessu móti hægt með að sýna það í verkinu, því undir eins og ein sýsla öll eða mest- megnis af henni skuldbindur sig til að verzla við ein- hvern mann, þá þarf hann ekki meiri styrk til að koma góðri verzlun á stofn. — — Vér getum fært til dæmis verzlunarfélag það, sem myndast hefur á Fær- eyjum, síðan verzlunin varð þar laus; það hefur byggt sér vörubúðir á Færeyjum, leigt sér skip, flutt varn- ing fram og aftur, og eftir margra sögn haft gott gagn af þessu og landið með.------- 174

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.