Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Side 9

Samvinnan - 01.11.1946, Side 9
9. HEFTI SAMVINNAN „sæluvikum“ kvenna, og létu samkomu að vorlagi verða að föstum sið í heimavistarskólum byggðanna, Þó að dvölin væri að verulegu leyti kostuð af þátt- takendum. Áður fyrr voru bændanámskeið haldin viða um land, en nú hefur sá siður að mestu leyti ver- ið lagður niður. Færi vel á, að kaupfélögin hefðu „sæluvikur" í skammdeginu, helzt fyrir jól, í bænda- skólum og héraðsskólum. Eru húsakynni í þessum skólum nú svo mikil, að vel má taka þangað marga gesti um nokkurra daga skeið. Vel má sofa í leik- fimihúsum. Á þessum samkomum ætti að láta skiptast á fyrirlestra og vekjandi umræður um búnaðarmál og félagsmál. Margir munu segja, að bændur og frúr þeirra komist ekki að heiman, svo að dögum skipti, sökum annríkis. Að vísu er annríkið fúikið, en með góðum vilja geta menn skipzt á um heimastörfin, með hjálp góðra nábúa, og verður hvort sem er oft að treysta á slíka aðstoð, bæði vegna ferða- laga og veikinda. Þá hafa Þingeyingar og ef til vill fleiri kaupfé- lagsmenn gert tilraunir með að halda árlega vor eða sumarfundi fyrir heilt hérað. Hafa kaupfélögin á Húsavík og Svalbarðseyri nokkurn undirbúning með að gera þessi hátíðahöld að fastri venju. Hagar þar svo til, að halda má þessar hátíðir til skiptis á tveim stöðum: 1 Laugaskóla og Vaglaskógi. Eru staðirnir báðir góðir, og.liggja svo í héraði, að allur þorri sýslu- húa á auðvelt með að sækja á annan hvorn staðinn. Hafa þessir mannfundir verið hinir ánægjulegustu, góðar kynningarsamkomur og fjölbreyttar skemmti- skrár með íþróttum, söng og ræðuhöldum. En það sem helzt skortir á um þvílíkar samkomur er, að dagurinn feynist of stuttur. Hefur mér þess vegna komið til hugar að benda samvinnumönnum um land allt á fordæmi frá þjóðhátíðum Vestmannaeyinga. Þeir halda á hverju sumri þjóðhátíð í fögru dalverpi, skammt utan við kaupstaðinn. Stendur sá mannfagn- aður í hálfan annan dag. Koma Vestmannaeyingar fffeS tjöld og vistir á skemmtistaðinn, skömmu eftir hádegi á laugardag. Reisa þeir í skyndi tjöldin, og hefja síðan margháttaðan mannfagnað. Þegar kvöld er komið, taka fundargestir sér hvíld í tjaldbúðum sinum og sofa til morguns. Þá er hátíðinni haldið á- fram þar til síðdegis á sunnudegi. Þykja þjóðhátíðir Vestmannaeyinga hinar prýðilegustu, skapa tilbreytni °S aukna kynningu. Hafa ýmsir áhugamenn í Þing- eyjarsýslu mikinn áhuga fyrir því að fylgja í þessu efni ’ slóð Vestmannaeyinga, halda samvinnuhátíðir ariega til skiptis á Laugum og í Vaglaskógi og taka fh mannfundanna hálfan annan dag, gista í tjöldum, hafa nesti heiman að, og nota tímann vel til að kynn- ast sem flestum af samtíðarmönnum úr tveim kaupfé- lögum. Víða annars staðar er jafn góð aðstaða til slíkra mannfunda og í Suður-Þingeyjarsýslu. Norður- Þingeyingar hafa valinn stað í Ásbyrgi. Múlsýslungar á Hallormsstað, Vestur-Skaftfellingar og Rangæingar að Skógum, Borgfirðingar og Mýramenn að Reykholti, Dalamenn að Laugum, Vestfirðingar að Núpi og Reykjanesi, Strandamenn og Húnvetningar að Reykj- um við Hrútafjörð, Skagfirðingar að Hólum og Varmahlíð, og Eyfirðingar að Hrafnagili. Síðar mun verða völ fleiri góðra samkomustaða í byggðum landsins, eftir því sem húsakynni aukast á stöðum, sem liggja vel við samgöngum, svo sem á Kirkjubæj- arklaustri, Reykhólum og Krýsuvík, til að nefna nokkur dæmi. En það sem hér er stefnt að með framanskráðum bendingum, er að minna á fáeina af þeim óteljandi möguleikum, sem samvinnumenn hafa til að láta heilbrigðar skemmtanir og tilbreytingar fylgja hinu margþætta atvinnu- og fjármálastarfi fé- laganna. Minning hinna föllnu. Nokkuð skortir á, að samvinnumenn hafi gert mik- ið til að helga minningu merkra forvígismanna á sýnilegan hátt. Ef frá er tekinn hinn fagri og lát- lausi bautasteinn á leiði Hallgríms Kristinssonar í Reykjavík, mun lítt hafa verið sinnt þess háttar við- urkenningu til þeirra, sem fallnir eru í valinn. Ákveðið var á sambandsfundi að Laugum, þegar Kaupfélag Þingeyinga var sextugt, að Sís skyldi reisa á Húsavík minningasúlu um Jakob Hálfdánarson, hinn fyrsta kaupfélagsstjóra á landinu. Mun stjórn K. Þ. hafa valið þessari steinsúlu stað, á grasvelli á Húsavík milli íbúðarhúss kaupstjóra og aðalgötunnar í bænum, en ekki er enn hafizt handa með þessa framkvæmd. Þá liggja tveir af forustumönnum og formönnum Sam- bandsins, Pétur Jónsson á Gautlöndum og Ingólfur Bj arnarson í Fjósatungu, óbættir hjá garði. Hvílir Pétur í kirkjugarðinum á Skútustöðum, en Ingólfur að Illugastöðum í Fnjóskadal. Munu leiði þessara manna brátt týnast eins og aðrar þúfur í kirkjugörðum. Færi vel á, ef þær stofnanir, sem þessir tveir menn unnu lengst fyrir, kaupfélögin í Þingeyj arsýslu og Sam- bandið, legðu saman að gera þessum tveim látnu for- ingjum samvinnumanna grafhellur eins og þær sem ríkið lætur gera handa þeim, sem jarðsettir eru í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. En þó að hér sé vik- ið að þessum tveim merkismönnum og málinu vísað til forgöngumanna í tveim kaupfélögum og Samband- inu, þá er hitt fyrst og fremst tilgangurinn, að minna samvinnumenn hvarvetna um land á að gleyma ekki störfum þeirra mörgu brautryðjenda, sem hafa skap- 241

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.