Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Side 17

Samvinnan - 01.11.1946, Side 17
9. HEFTI SAMVINNAN Runólfur Björnsson Húnvetningar hafa staiíað lengi og vel að sam- vinnumálum. Við Húnaflóa hóf Pétur Eggerz merki íslenzkrar samvinnu árið 1869, um leið og starfs- bróðir hans, Tryggvi Gunnarsson efldi Gránufélagið við Eyjafjörð og í norðausturhéruðum landsins. Húna- flóafélagið varð að vísu ekki langlíft, en það hafði rútt brautina. Nú vissu Húnvetningar, að þeir gátu slálfir átt búðir í sýslunni. Þráður verzlunar- samtakanna slitnaði af og til á hörðu árunum eftir 1880, en dugandi menn, hvarvetna í Húnaþingi, byrj- uSu jafnan að nýju, og með nokkru meiri áhuga og orku heldur en í tilrauninni næst á undan. Nú eru t>rjú myndarleg kaupfélög í sýslunni. Auk þess sér- stakt sláturfélag á Blönduósi og mjólkurbú í upp- siglingu. í sumar sem leið varð kaupfélagið á Blöndu- °si 50 ára, og hélt afmæli sitt hátíðlegt á virðulegan hátt. Eormaður Kaupfélags Austur-Húnvetninga, Run- °ifur Björnsson á Kornsá, varð sextugur 22. janúar 1947. Saga hans er einkennandi fyrir hina öruggu og °fiugu samvinnuþróun í héraðinu. Hunólfur er fæddur á hálfgildings heiðarbýli fram- an yið Vatnsdal. Þaðan sér ofan í þann dal, sem er ein af Perlum íslenzkra byggða, og vítt yfir hinar miklu °S gróðursælu heiðar suður að hájöklum. Foreldrar Hunólfs, Björn Sigfússon alþingismaður og frú Ing- Uun Jónsdóttir frá.Melum, fluttu brátt búferlum nið- Ur í dalinn, og að þeirri jörð, sem er einna bezt og einna fegurst í öllum Vatnsdal, og þá er mikið sagt. Hornsá hefur verið höfuðból frá fornöld og er það enn. Björn Sigfússon og Ingunn Jónsdóttir gerðu garðinn frægan. Þar komu saman tvær nafnkunnar ættir. Af Melaættinni hafa komið margir nafn- kenndir gáfu- og fræðimenn og frú Ingunn er rithöf- undur, jafnvel eftir að hún hefur náð þeim aldri, þegar flestir taka sér hvíld frá erfiðum störfum. Björn var af ætt Reykhlíðinga í Þingeyjarsýslu. í þeirri ætt hafa verið margir þrekmenn og glæsimenn. Hafa fáar ættir haldið svo vel í marga ættliði lífvæn- legum kostum forfeðranna. Björn á Kornsá hafði bæði gáfur, menntun, áhuga og aðstöðu til að taka mikinn þátt í félagsmálum. Hann hafði á æskuárum verið í Björgvin, þegar verið var að senda þaðan vörur til Húnaflóafélagsins, og honum var óblandið gleðiefni að geta siðan tekið í streng með Pétri Eggerz og sam- herjum hans. Kornsá var góð jörð, og hjónunum varð vel til um starfsfólk. Húsbóndinn var löngum burtu. Hann þurfti að sinna mörgum málum í stjórn sveit- arinnar, sýslunnar, þingsins og kvennaskólans á Blönduósi. En einna mesta áherzlu lagði hann á að efla kaupfélagið á Blönduósi. Þannig litu margir Hún- vetningar á málin og þess vegna varð kaupfélagið máttug stofnun í höndum þeirra. Runólfur á Kornsá naut þess að eiga heima á Kornsá, í miðjum Vatnsdal. Hann var hraustur og starfsglaður, glímumaður og gæddur meðfæddum gáfum til að taka með góðum árangri þátt í málþing- um. Foreldrarnir vildu setja hann til mennta, en hann vildi ekki haga skólagöngu sinni svo, að hann yrði að hverfa brott úr Vatnsdal. Runólfur fór fyrst til gagnfræðanáms í Flensborg. Þá lauk hann búfræði- námi að Hólum og loks kennaraprófi í Flensborg. Eftir það festi hann ráð sitt, tók að búa'á Kornsá, og fylgdi í fótspor föður síns. Hann varð mikill ráðamað- ur í sveit og sýslu, tók mikinn þátt í landbúnaðar- starfi samvinnumanna, stýrði lengi sláturfélaginu á Blönduósi og tók loks við formennsku í stærsta sam- vinnufyrirtæki Austur-Húnvetninga, kaupfélaginu á Blönduósi og stýrir því enn. Enginn maður, sem hefir mannaforráð í Húnaþingi, má sofna á verðinum. Þar eru gáfumenn margir, sjálfstæðir í hugsun og fúsir til að taka þátt í meðferð almennra mála. Runólfur á Kornsá hefur orðið að taka þátt í margri snarpri félagsmálaglímu heima fyrir, en verið vel til þess fall- inn að halda sínum hlut, við hvern sem var að eiga. Kornsá er falleg jörð, mitt í fagurgerðri, blómlegri byggð. Lygn og fögur á liðast eftir dalnum, í yndislegt stöðuvatn, þar sem svanir halda til á vorin og sumrin. Þá koma Vatnsdalshólar, Þingið og hafið sjálft. Rétt sunnan við bæinn fellur Kornsá, ofan úr grösugum heiðarlöndum, niður á sléttuna og út í Vatnsdalsá. Túnið er stórt og slétt, og frá því hallar víðáttumikl- 249

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.