Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Side 18

Samvinnan - 01.11.1946, Side 18
SAMVINNAN 9. HEFTI Fyrir nokkrum misserum færðist Þorleifur Gunn- arsson, forstöðumaður Félagsbókbandsins, það í fang að láta gera mikla og vandaða bók um Thorvaldsen myndhöggvara. Þessi bók hefur alls ekki fengið jafn- góðar viðtökur eins og hún á skilið. Fyrr á öldum voru prestar landsins oft miklir fræði- menn, en á síðari árum hefur prestastéttin ekki sinnt skapandi ritstörfum jafnmikið og vera ætti. Þetta nær þó ekki til sr. Helga Konráðssonar á Sauðárkróki. Hann viðar að sér miklu af góðum heimildum um Thorvaldsen og semúr um þennan fræga listamann skemmtilega og sjálfstæða bók. Fyrir forleggjara og höfundi vakir sama hugsjónin. Þeir vilja láta alþjóð manna á íslandi fá sanna og glögga vitneskju um ævi og ævistarf þessa myndhöggvara, og þeir vilja jafnframt láta koma fram fyrir augu íslenzkra les- enda mikið af þeim rökum, sem sanna ótvírætt, að Thorvaldsen hefur erft snilligáfu sína frá íslandi. Helgi Konráðsson segir vel og skilmerkilega frá ættingjum Thorvaldsens í Skagafirði, og þó einkum frá föður hans, hinum stórláta, fátæka en drengilega tréskurðarmeistara. Hann gleymir heldur ekki hinni góðu, dönsku konu Gottskálks Þorvaldssonar, en eng- um sem les þessa bók, kemur til hugar, að mynd- um, grasgefnum engjum langa leið niður að Vatns- dalsá. Margir ungir menn hafa erft góðar jarðir síðan um aldamót, en horfið frá þeim, af því að þá vantaði hollan ætt'armetnað og átthagatryggð. Runólfur Björnsson lét ekki skýjaborgir villa sér sýn. Hann bjó sig undir að vera bóndi i Vatnsdal, og taka þátt í fé- lagslífi og menningarbaráttu héraðsins. Hann hefur séð drauma sína rætast. Efnahagur hans hefur verið góður, og störfin nógu mörg og nógu mikil til að veita viðnám kröftum hans. En á síðari búskaparárum kom hin mikla breyting í íslenzku sveitalífi. Lausa- fólkið fékk þá trú, að það fengi bezt boð við sjóinn. Það varð of fátt fólk eftir til að nytja stórj arðirnar. Þá kom hin mikla þrekraun fyrir íslenzku bænda- stéttina. Áttu að vera einyrkjar á hverri jörð, eða átti að skipta stórjörðunum, reisa ný hús, stækka túnin, skilja ræktarlöndin með heppilegum girðing- um? Enn hafa allt of margir gildir bændur veigrað sér við að skipta jörðum sínum. Þeim hefur fundizt, höggvarinn hafi listagáfur úr þeirri ætt. Gottskálk er rómantískur í gáfum sínum, þrótti og vöntun á þeim hyggindum, sem í hag koma. Síðan kemur hin viðburðaríka saga. Thorvaldsen á danska móður og fæddist upp í stórbæ. Þar ber fljótt á hinum óvenju- legu hæfileikum og þar eru skilyrði til að láta þessar gáfur njóta sin. Fjölskyldan er að vísu bláfátæk, en í Khöfn voru námsskilyrði, og styrkir til Rómaferðar að loknu heimanámi. Thorvaldsen fer að vísu grýtta og þyrnum stráða braut, en gæfan fylgir honum. List- hneigðin er frá íslandi. í Danmörku er að honum hlúð, en í Rómaborg verður þessi neisti norðan frá ís- hafi að ljósum loga, sem ber birtu lengi og víða um fjarlæg lönd. Thorvaldsen settist að í Rómaborg og átti þar heima flestöll sín manndómsár. í Rómaborg varð hann frægasti myndhöggvari sinnar samtíðar. Hann fékk fjölda lærisveina og frá vinnustofu hans dreifðust glæsilegar marmaramyndir út um öll lönd. Til hans komu keisarar, konungar, hefðarkonur og sólskins- börn mannfélagsins úr ýmsum löndum, til að mega öðlast listrænan ódauðleika fyrir atbeina Thorvald- sens og lærisveina hans. Thorvaldsen var nógu mik- ill íslendingur til að taka sér stundum mikla hvíld frá vinnunni. En þess á milli var starfað mikið, svo að af ber. Má sjá þess merki í hinu mikla listasafni Thor- valdsens í Kaupmannahöfn, og er þó margt góðra mynda eftir hann víða í öðrum löndum. Öldum saman hafa listamenn úr öllum menning- arlöndum sótt til Rómaborgar, dvalið þar um stund að þeir væru að skipta líkama sínum og jafnvei sál sinni, ef þeir skiptu gömlu og sögufrægu stórbýli. Runólfur Björnsson var einn af fyrstu bændum á stórjörð í Húnaþingi, sem beygði sig á skynsamlegan hátt fyrir nauðsyn tíðarandans. Hann byggði af jörð sinni, stundum vandalausum mönnum, og gerði efn- ismönnum kleift að koma upp stórbúi áður en þeir gátu eignazt jörð sjálfir. Runólfur á Kornsá hefur skilið til fulls og breytt eftir því, að margar gömlu, stóru bújarðirnar eiga að vera þorp, þar sem einstakir bændur búa hver í annars nálægð, en þó hver að sínu. Vinir og frændur Runólfs á Kornsá gerðu veg hans rnikinn á margvíslegan hátt á sextugsafmæli hans. Samvinnan vill bæta við sínum heillaóskum þótt seint sé. Hún vill þakka Runólfi fyrir það að hafa haldið tryggð við ættargarðinn, átt góðan þátt i að efla gagnleg samtök sinna sýslubúa, og síðast en ekki sízt fyrir það fordæmi, sem hann gefur með því að láta sjást í verki, að mörg heimili og mikil ræktun er nú mesta prýði margra fornra höfuðsetra. J. J. 250

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.