Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.11.1946, Qupperneq 26
SAMVINNAN 9. HEFTI Tillaga til þingsályktunar um skattgreiffslu samvinnufélaga og Eimskipafélags íslands. „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undir- búa og leggja. fyrir næsta Alþingi frv. til laga, þar sem sett verði glögg ákvæði um það að lögskráð samvinnu- félög og Eimskipafélag íslands verði undanþegin út- svarsgreiðslu og tekjuskatti. Báðir aðilar skulu þó greiða lága, lögákveðna þóknun til sveitarfélaga, þar sem þessi fyrirtæki eiga heimilisfang, hliðstætt því sem á sér stað um Eimskipafélag íslands. Ennfrem- ur skulu samvinnufélög greiða alla skatta, eins og kaupmenn af tekjum, sem leiðir af skiptum við utan- félagsmenn.“ Greinargerð : Frá því laust eftir 1880 og þar til samvinnulögin voru samþykkt 1921, stóðu víða hér á landi þrálátar deilur um skattskyldu samvinnufélaga. Urðu af þessu tilefni málaferli milli sveitarstjórna og leiðtoga kaup- félaganna. Eimskipafélaginu farnaðist öðruvísi. Þegar það var stofnsett, þótti ástæða til að tryggja því und- anþágu frá útsvari og tekjuskatti. Hefur þessi undan- þága síðan verið samþykkt þing eftir þing. Hefur þjóðin vanizt við að líta svo á, að Eimskipafélagið ætti að vera skattfrjálst. Þó eru í því efni tvær undan- tekningar. Eimskipafélagið flytur á ári hverju tiltekna tölu manna ókeypis milli íslands og útlanda, auk þess, sem það greiðir takmarkaða upphæð, vegna sérstakra þarfa í bæjarsjóð Reykjavíkur, þar sem félagið hefur lögheimili. Aðstaða samvinnufélaganna í skattamálum hefur orðið öllu óhægari heldur en Eimskipafélags fslands. Um allmörg ár, eftir að samvinnulöggjöfin var sett 1921, var farið eftir anda og bókstaf laganna. Félögin greiddu til þarfa þeirra bæjar- eða hreppsfélaga, þar sem þau störfuðu, lágt tiltekið hundraðsgjald af fast- eignamati þeirra húseigna, sem félagið notaði við starfrækslu sína. Þessi skattur fór að því leyti eftir stærð félagsins, að hann var bundinn við fasteignir þær, sem nota þurfti við verzlunarreksturinn. En sjálfur skatturinn var 'miðaður við það, að félagið nyti góðs af götulagningum, götuljósum og lögregluvernd, sem yfirleitt er kostuð með útsvörum í verzlunarstöð- um. En þegar frá leið fóru að heyrast háværar kröfur í bæjum um, að ekki yrði hjá því komizt að leggja út- svör á verzlun félagsmanna við þeirra eigið fyrirtæki. Hafa þessar kröfur farið vaxandi eftir því sem stærri byrðar hafa verið lagðar á bæjarfélögin. Þó keyröi fyrst um þverbak í þessu efni á árinu 1941—42. Þjóð- stjórnin, sem þá sat að völdum, setti allmikla lög- gjöf um skattheimtu af svokölluðum stríðsgróða. Var þá litið svo á, að félagsmannaskipti í kaupfélögum gætu fallið undir stríðsgróðaákvæðið. Með þessari lagabreytingu var algerlega kippt fótum undan þeirri réttarvernd, sem samvinnufélögunum var veitt 1921. Af hálfu ríkisstjórnarinnar virðast tveir af ráðherr- unum, Ólafur Thors og Eysteinn Jónsson, aðallega hafa tekið þátt í þessu samkomulagi. Gekk það síðan umræðu- og athugasemdalítið gegn um báðar deildir Alþingis. Aðstaða Eimskipafélags íslands breyttist ekki við þessa skattalagabreytingu. Það hélt óskertri skatta- undanþágu sinni. Um þessar mundir hafði það í sinni þjónustu leiguskip frá stjórn Bandaríkjanna. Félagið tapaði yfirleitt á sínum eigin skipum, sem voru lítil og háð íslenzkri dýrtíð. Hins vegar græddi félagið stórvægilega á erlendu skipunum, því að útgerðar- kostnaður þeirra miðaðist við dýrtíð Bandaríkjanna, sem var miklu minni en á íslandi. Varð þessi óvenju- legi og óvænti gróði um 25 millj. króna. Ef skatta- lögin frá 1941—1942 hefðu náð til Eimskipafélagsins á þessum árum, myndi gróðinn svo að segja allur hafa runnið í sköttum til bæjarsjóðs og ríkissjóðs. Samvinnufélögin höfðu á þessum árum geysimikla veltu, því að þau fluttu til landsins meira en helming allra þeirrar matvöru, sem notuð var í landinu. En þau söfnuðu tiltölulega litlum sjóðum, af því að skatt- stiginn var afarerfiður, einkum fyrir stóru félögin og Sambandið. Varð niðurstaðan þess vegna sú, að Sambandið endurgreiddi sem allra mestan tekjuaf- gang til kaupfélaganna, en félögin til einstaklinga, sem voru félagsmenn. Þrátt fyrir þessa útborgun, varð Kaupfélag Eyfirðinga eitt árið að greiða nálega 300 þús. kr. í stríðsgróðaskatt af viðskiptum félagsmanna og sum önnur stærri félögin um 100 þús. krónur. Vegna sérstöðu sinnar gat Eimskipafélagið búið sig undir að leysa af hendi erfið verkefni þegar stríðinu lauk, án þess að taka mjög mikið fé að láni. Kaupfé- lögin höfðu hins vegar borgað í skatta og endurgreitt til félagsmanna fjárhæðir, sem hefðu átt að standa sem framfarasjóðir í félögunum og Sambandinu, þeg- ar nýjar framkvæmdir gátu hafizt eftir að stríðinu lauk. Þegar það vitnaðist, að Eimskipafélagið hefði safn- að í framkvæmdasjóð um 25 milljónum króna, sló ó- hug á marga landsmenn. Gróðinn var óvenjulegur hér á landi, og í fyrstu lá við, að menn yrðu hræddir við þessar mörgu milljónir og fengju samvizkubit af því, 258

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.