Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Síða 32

Samvinnan - 01.11.1946, Síða 32
SAMVINNAN 9. HEFTI verið í vinnu. Smásaman barst talið að því, að fólk væri að flytja þangað og setjast þar að. Hann sagði frá því, að þeir bændur sem komu frá þorpinu hans, hefðu verið teknir inn í sveitarþorpið, og þeim gefnar 30 ekrur hverjum. Landið er svo frjósamt að þegar sáð er rúgi, þá verður hann svo hár, fullsprottinn, að hestar geta falið sig í hon- um, og svo þéttur að nokkrar handfyllir nægja í kornböndin. Einn bóndi kom þangað með tvær hend- ur tómar, en nú á hann 6 hesta og tvær kýr. Pakhom komst allur á loft. Hvaða vit er í því, að berjast hér áfram í þessum þrengslum, þegar okkur getur liðið miklu betur þar, hugsaði hann. Rétt- ast væri að selja hús og jörð, og byrja svo að nýju fyrir peningana. Hér í þessu þrengslabæli lendir mað- ur stöðugt í illindum, en ég verð aðeins að kynna mér þetta rækilega sjálfur. Þegar vorið kom hélt hann af stað. Hann ferðaðist niður Volgu til Samara, á gufuskipi. Því næst ferð- aðist hann íótgangandi nær því 300 mílna vegalengd, og loks náði hann ákvörðunarstaðnum. Allt var eins og honum hafði verið sagt. Bændurnir lifðu þægi- legu lífi, og hver þeirra hafði fengið gefins 30 ekrur. Öllu nýkomnu fólki var vel tekið af sveitarstjórn- inni, og þeir sem höfðu peninga, gátu keypt eins mikið land og þeir vildu, auk þess sem þeir fengu úthlutað. Það bezta af landinu kostaði aðeins tvær rúblur ekran. Pakhom iékk allar þær upplýsingar er hann vildi, og fór svo aftur heim til sín síðla sumars og byrjaði að selja eignir sínar. Hann seldi jörð sína með góð- um hagnaði. Einnig seldi hann hús og gripi. Næsta vor, lagði hann af stað með fjölskyldu sína, til hinna nýju heimkynna. IV. Loks náði hann til fyrirheitna landsins, og skrá- setti sig sem meðlim í einu af stærstu sveitaþorpun- um. Hann hélt ráðamönnum þorpsins veizlu, fullnægði öllum formsatriðum, og var svo tekinn inn í sveitar- félagið. Hann fékk 150 ekrur lands, auk beitilands sem hann fékk með tilliti til þess, að hann hafði 5 manna fjöiskyldu. Hann byggði hús og keypti gripi. Nú átti hann þrefallt meira land en áður, og jarð- vegurinn var frjósamur. Nú lifði hann ríkulegra lífi en áður. Hann hafði stóra kornakra, og stór beiti- lönd, og gat haft eins marga gripi og hann lysti. Á meðan Pakhom var að koma sér fyrir og byggja, var hann ánægður með allt, en seinna fór honum einnig hér, að þykja of þröngt um sig. Fyrsta árið sáði hann hveiti í hluta landsins sem honum hafði verið úthlutað, og fékk góða uppskeru. Næst vildi hann sá meira af hveiti, en „hafði þá ekki nóg land, og það sem hann hafði, var illa fallið til hveitirækt- ar“. í þessum landshluta er hveitinu sáð í eitt til tvö ár í sama akurinn, en síðan er hann látinn vera ósá- inn þar til gras sprettur aftur. Þetta hveitiland er mjög eftirsótt, en ekki nóg til af því fyrir alla. Þess vegna komu upp deilur. Ríku bændurnir rækt- uðu jörð sína sjálfir, en þeir fátæku urðu annað hvort að leigja kaupmönnum sína, eða fá lánaða peninga. Pakhom vildi sá miklu hveiti. Næsta ár leigði hann því land af kaupmanni. Hveitið gaf góða uppskeru, en það þurfti að aka því til borgarinnar sem var 10 mílur í burtu. Pakhom sá að kaupmennirnir bjuggu í góðum húsakynnum, og auðguðust. Þetta er leiðin, hugsaði hann með sér. Ef ég aðeins gæti eignazt nóg land sjálfur, þá skyldi ég einnig byggja mér góð og falleg hús. Þá mundi mig ekkert skorta framar. Og nú fór hann stöðugt að brjóta heilann um, hvern- ig hann gæti keypt meira land sem væri hans eigin eign. Þrjú ár liðu. Á hverju ári tók Pakhom land á ’eigu, og sáði hveiti. Árferði var gott og uppskeran mikii. Pakhom byrjaði að safna fé. Hann lifði nú mjög góðu lífi, en þreyttist á því að taka stöðugt land á leigu á hverju ári, með öllu því umstangi sem því fylgdi. Alltaf þegar gott jarðnæði var fáanlegt einhvers staðar var kapphlaup um það úr öllum áttum, svo það flaug út undir eins. Ef maður er of seinn, er ekk- ert eftir til að sá í, hugsaði hann. Einu sinni keypti hann engjaspildu í félagi við kaup- mann, en þegar þeir höfðu plægt hana, kom upp deila, sem varð þess valdandi að allt verk þeirra var unnið fyrir gíg. Ef ég bara ætti mína eigin jörð nógu stóra, væri ég ekki upp á neinn kominn, og ætti ekki í neinum erfiðleikum hugsaði hann. Því næst byrjað'i Pakhom á því að leita sér upplýsinga um, hvar hann mundi geta fengið keypta jörð, sem væri hans æfin- leg eign. Loks hitti hann bónda sem átti 1500 ekrur lands, sem vildi selja það ódýrt, vegna þess að hann var í kröggum. Pakhom prúttaði niður verðið og samningar tókust á milli þeirra. Kaupverðið var á- kveðið 1500 rúblur. Helmingurinn átti að greiðast strax, en hinn helmingurinn seinna. Kaupbréfið var í undirbúningi, þegar kaupmann nokkurn bar að garði, sem bað Pakhom að gefa sér að borða. Þeir settust að tedrykkju, og tóku tal saman. Kaupmaðurinn sagðist koma frá Bashkurs, sem væri langt í burtu, og væri nýbúinn að kaupa fimm þúsund ekrur lands fyrir 1000 rúblur. Pakhom spurði hann áfergjulega um þetta. „Þú þarft aðeins að ná tökum á þeim, og gjöra þér ráðamennina vinveitta“, sagði kaupmaðurinn. 264

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.