Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 33
9. HEFTI SAMVINNAN >Æg gaf þeim 100 rúblu virði, í fatnaði og gólftepp- um og svo kassa af tei, og auk þess dálítið í staupinu, °g þá fékk ég ekruna á 20 kópeka. Landið er ágætt, liggur á árbakka og er allt grasi vaxið“. Kaupmaðurinn sýndi honum kaupbréfið, og Pak- hom spurði hann nánar hversu mikið land væri þarna, og hverjum það tilheyrði. „Landrými er ótakmarkað þarna, sagði kaupmað- ur. Þú mundir ekki geta gengið kringum það á einu ári, og tilheyrir það allt Bashkerunum. — Fólkið þarna er nautheimskt. Þú getur fengið landið fyrir sama og ekkert". Gott og vel, hugsað Pakhom. Hvers vegna skyldi ég borga 1500 rúblur fyrir 1500 ekrur, og sökkva mér Þannig í hengjandi skuldir, þegar ég get fengið eins stórt land og ég vil, fyrir eitt þúsund rúblur. V. Pakhom hugsaði nú ráð sitt hvernig hann bezt kæmist til þessa staðar, og jafnskjótt og kaupmað- urinn var farinn, bjó hann sig til að leggja af stað. Hann lét konu sína gæta bús og barna, en tók vinnu- hiann sinn með sér í ferðalagið. Á leið sinni komu þeir við í borg einni, og keyptu vín, te og gjafir, alveg eins kaupmaðurinn hafði ráðlagt. Síðan héldu þeir á- fram 300 mílna leið, og loks á sjöunda degi komu þeir til lands Bashkeranna. Allt var nákvæmlega eins og kaupmaðurinn hafði iýst fyrir honum. Fólkið þarna bjó í tvíhjóluðum ■vögnum með tjaldi yfir, á grassléttunum nálægt ánni. t>að ræktaði ekkert land, og borðaði ekki brauð. Pjöldi af gripum, bæði nautum og hestum voru í hóp- á beit á sléttunum. Folöldin voru bundin aftan i vagnana, og hryssurnar reknar til þeirra tvisvar á dag. Konurnar mjólkuðu þær og gerðu súrmjólk og ost úr mjólkinni. Karlmennirnir rangluðu um, og gerðu ekkert nema að drekka súrmjólk og te, og éta sauðakjöt, og leika a reyrpípurnar sínar. Allir voru glaðir og í góðum koldum, og hugsuðu ekkert um að vinna. Þannig feið sumarið hjá þeim. ^eir voru ákaflega fáfróðir, og gátu ekki einu sinni falað rússnesku, en þeir voru gestrisnir og góðlyndir. Jafnskjótt og þeir sáu Pakhom, hoppuðu þeir út ur vögnunum, og þyrptust í kring um hann. Einn þeirra gat túlkað, og Pakhom skýrði þeim frá erindi sínu. Bashkerarnir urðu hrifnir af að heyra þetta. Þeir föðmuðu Pakhom, og buðu honum inn í bezta vagninn sinn, og létu hann setjast á brekán, og fengu honum fiðurkodda, til að halla sér að til hvíldar. Síðan settust þeir í kring um hann, og gáfu honum og súrmjólk að drekka. Kind var slátrað, og honum borið sauðakjöt. Pakhom tók nú upp gjafir sínar, og skipti þem meðal þeirra ásamt teinu. Bashkerarnir urðu mjög hrifnir af þessu, og töluðu um það sín á milli. Að lokum sögðu þeir túlkunum að segja Pak- hom. „Þeir biðja mig að segja þér“, sagði túlkurinn, „að þeir séu mjög ánægðir með þig, og að það sé venja að taka vel á móti gestum, og endurgjalda gjaf- ir þeirra. Þú hefur gefið okkur gjafir. Segðu okkur nú hvað þú girnist af því sem við höfum, svo að við getum boðið þér það“. Pakhom svaraði: „Framar öllu mundi ég kjósa mér spildu af landi ykkar. Þaðan sem ég kem er lítið landrými, og það litla sem til er, er þrautnotað, en þið hafið nóg af landi, og því mjög góðu. Ég hef aldrei fyrr séð slíka jörð“. Túlkurinn þýddi þetta, og Bashkerarnir fóru að tala saman og voru mjög háværir. Pakhom skildi ekki hvað þeir sögðu, en hann sá að þeir virtust ánægðir og að þeir hrópuðu upp og hlógu dátt. Að lokum þögnuðu þeir, og horfðu á Pakhom með- an túikurinn talaði. „Þeir biðja mig að segja þér, að þeir ætli að gefa þér eins mikið land og þér þókn- ast, fyrir vinsemd þína. Bentu á hvaða spildu þér lízt bezt á, og það mun verða þitt land.“ Aftur fóru Bashkerarnir að tala saman, og í þetta skiptið virtust þeir þrátta. Pakhom spurði túlkinn um, hvað þeim bæri nú á milli. „Sumir segja að það verði að bera þetta mál undir höfðingja okkar, og að þú getir ekki fengið landið án hans leyfis“, svaraði túlkurinn. „Aðrir segja að hægt sé að útkljá þetta allt án hans.“ VI. Meðan verið var að tala um þetta, sást maður með refaskinnshúfu koma gangandi í áttina til þeirra. Bashkerarnir þögnuðu og stóðu upp, og túlkurinn sagði: „Þetta er höfðingi okkar“. Pakhom tók nú undir eins upp beztu yfirhöínina, og fimm pund af tei, og gaf honum. Höfðinginn tók við gjöfunum og settist í heiðurssætið. Bashkerarnir fóru nú að tala við hann. Höfðinginn hlustaði eftir öllu langa stund. Síðan kinkaði hann kolli til þeirra, og ávarpaði Pakhom: „Gott og vel“, sagði hann, „látum svo vera. Taktu það sem þér líkar, við höfum nóg landrými.“ Hvernig get ég tekið það sem mér þóknast, hugsaði Pakhom. Ég verð að fá afsalsbréf frá þeim, svo ég sé öruggur með mitt, annars gætu þeir tekið af mér landið seinna. Upphátt sagði hann: „Þakka þér fyrir þín góðu orð. Þið hafið mikið landrými, en ég þarf lítið eitt. Ég vildi aðeins vita hvaða land verður mín eign, og ennfremur óska ég að það verði mælt, og kaupsamningur gerður um það. Guð ræður yfir lífi okkar og dauða, og enda þótt þið séuð svo vinsam- 265

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.