Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Page 34

Samvinnan - 01.11.1946, Page 34
SAMVINNAN 9. HEFTI legir að láta mig hafa landið, þá geta börn ykkar tekið það aí mér eða mínum aftur.“ „Þú hefur á réttu að standa sagði höfðinginn, við skulum gefa þér afsalsbréf“. „Ég frétti að kaupmað- ur hefði heimsótt ykkur“, sagði Pakhom, „og þið létuð hann einnig hafa land, og afhentuð honum kaup- bréf fyrir því. Ég vildi gjarna fá þetta á sama hátt.“ Höfðinginn skildi hann undir eins. „Þetta er allt hægt að gjöra sagði hann. Við höfum hér skrifara, og á eftir getum við farið til borgarinnar og látið staðfesta það og innsigla". „Og hvað er nú verðið hjá ykkur?“ „Við höfum aðeins eitt verð. Eitt þúsund rúblur fyrir daginn“. Pakhom skildi ekkert í þessu. „Hvaða mál er dagur,“ spurði hann. Hvað margar ekrur eru það?‘‘ „Við kunnum ekkert að mæla,“ sagði höfðinginn. Þess vegna seljum við landið eftir deginum. Það land sem þú getur gengið umhverfis á dag er þín eign, og verð þess er eitt þúsund rúblur. Pakhom varð undrandi. „Þetta er feikna land, það er hægt að ganga kring um æðimikið landsvæði á heilum degi.“ Höfðinginn hló. „Það mun allt verða þín eign“, sagði hann, „en það er aðeins eitt skilyrði". „Ef þú kemur ekki til þess staðar er þú lagðir upp frá sama dag, verða peningarnir okkar eign“. „Hvernig getið þið vitað hvaða leið ég fer“, sagði Pakhom. „Við munum fara á þann stað er þú velur, og bíða þar meðan þú myndar markalínu þína“. „Taktu skóflu með þér og sting upp hnaus við og við, og láttu hann liggja við holuna. Á eftir mun- um við plægja rás frá einni holu til annarrar, og hafðu hringinn eins víðan og þér þóknast. Þú verður aðeins að gæta þess að koma aftur til þess staðar er þú lagðir upp frá fyrir sólarlag. Allt það land- svæði sem þú hefir þá gengið umhverfis verður þín eign.“ Pakhom var himinlifandi, og ákvað að leggja snemma af stað næsta morgun. Þeir töluðu nú sam- an um hríð, átu sauðakjöt, og drukku te og súrmjólk þar til náttaði. Þá leiddu þeir Pakhom til sængur á fiðurdýnu og yfirgáfu hann, og lofuðu að verða tilbúnir í dögun, og vera komnir til hins ákveðna staðar fyrir sólarupprás. VII. Pakhom lá í hinu mjúka rúmi, en gat ekki sofið. í huga hans rúmaðist ekkert annað, en umhugs- unin um hina væntanlegu landareign. Nú verð ég að ganga í kring um eins stórt landsvæði og mögu- legt er, hugsaði hann. Ég get vel gengið að minnsta kosti 35 mílur á dag, dagarnir eru svo langir um þetta leyti árs. Það hljóta að vera feikna margar ekrur lands inn- an hrings sem er 35 mílur að ummáli. Ég sel það versta af landinu, eða leigi það til bænd- anna og sezt sjálfur að á bezta landinu. Því næst mun ég kaupa mér tvö uxaeyki til að ganga fyrir plógunum, ráða mér tvo vinnumenn, plægja 50 ekrur af bezta landinu, og beita gripum mínum á af- ganginn. Alla nóttina lá Pakhom vakandi, og það var komið að dögun þegar hann blundaði svolítið. Varla hafði hann lokað augunum, þegar hann fór að dreyma. Hann dreymdi, að hann lægi í vagninum, og heyrði einhvern hlægja kuldahlátur fyrir utan. Hann vildi vita hver væri að hlæja, og fór því út, og sá þá höfðingjann sitja á jörðinni rétt við vagninn, halda báðum höndum um magann, og veltast um af hlátri. Pakhom kom nær og spurði, að hverju hann væri að hlæja, og sá þá að þetta var ekki höfðinginn, held- ur kaupmaðurinn, sem hafði sagt honum frá land- inu hérna. Þegar Pakhom kom ennþá nær til að spyrja hann hvenær hann hefði komið, sá hann að þetta var ekki kaupmaðurinn, heldur bóndinn sem hafði komið frá Volgu, og stanzað heima hjá honum, og nú var hann ekki lengur bóndinn, heldur djöfull- inn sjálfur með horn og klaufir, og sat þarna hlæj- andi, og við fætur hans lá maður berfættur og á skyrt- unni. Þegar hann gætti nánar að, sá hann að mað- urinn var dauður, og að þetta var hann sjálfur. Pakhom vaknaði með skelfingu. „Oh. Þetta er ekki annað en draumarugl,“ hugsaði hann, og fór fram úr rúminu og gægðist út um vagndyrnar. Það var byrjað að skíma. Það er kominn tími til að halda af stað hugsaði hann. Ég verð að vekja mennina. Síð- an vakti hann vinnumann sinn, og bað hann að leggja aktygi á hestinn, og vakti þvínæst Bashker- ana. „Það er kominn tími til að leggja af stað, og mæla landið," sagði hann. Bashkerarnir risu á fæt- ur, og tygjuðu sig, og höfðinginn kom á vettvang. Þeir byrjuðu á því að drekka súrmjólk, og buðu Pakhom te, en hann afþakkaði. „Ef við eigum að leggja af stað, þá verðum við að fara strax, því tím- inn er kominn,“ sagði hann. VIII. Loks voru allir tilbúnir. Sumir óku í vögnunum, aðrir fóru riðandi. Pakhom og vinnumaður hans óku í kerru sinni, og höfðu með sér skóflu. Þegar þeir komu að gresjunni, var komið að sólarupprás. Þeir 266

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.