Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 36
SAMVINNAN
9. HEFTI
og neita næstum að bera hann. Hann langar til að
hvíla sig, en þorir það ekki, því hann veit, að ef
hann gerir það, nær hann ekki hólnum í tæka tíð.
Sólin bíður ekki eftir honum, hún lækkar á lofti
smátt og smátt.
Hefi ég misreiknað mig, og farið of langt, segir
hann við sjálfan sig. „Hvað á ég að gera, ef ég er
orðinn of seinn?“
Hann horfir í áttina til hólsins, og síðan til sólar.
Hóllinn er ennþá langt í burtu, en sólin nálgast
sjóndeildarhringinn meir og meir.
Hann brýzt áfram með erfiðleikum, en þó hrað-
ar og hraðar, og loks fer hann að hlaupa. Hóllinn er
þó ennþá langt í burtu. Hann varpar frá sér, blúss-
unni, vasapelanum, stígvélunum og húfunni, en held-
ur eftir skóflunni og reynir að létta sér hlaupin með
því að nota hana fyrir staf.
„Æ,“ segir hann við sjálfan sig. „Ég hefi ætlað
mér of mikið, og nú hefi ég tapað öllu þess vegna.“
„Ég næ aldrei markinu fyrir sólsetur.“
Hann fær andköf af ótta, og hleypur nú beint á-
fram sem mest hann má.
Fötin límast við hann af svita, og munnurinn er
þurr. Hann gengur upp og niður af mæði, og hjart-
að berst ákaft í brjósti hans. Hann riðar á fótun-
um, og finnur varla til þeirra. Pakhom verður ótta-
sleginn. Hann er hræddur við að deyja, en þó getur
hann ekki stanzað. Ef ég stanza nú, eftir að hafa
hlaupið svona langt munu þeir kalla mig fífl, hugs-
ar hann. Nú er hann líka kominn nálægt hólnum,
og getur heyrt óp og köll Bashkeranna, og við það
finnst honum hjartslátturinn verða ennþá sárari.
Nú tekur hann á sínum síðustu kröftum. Sólin
nemur næstum við sjóndeildarhring, og sýnist í hita-
móðunni, stór blóðrauð skífa. Hún mun hverfa eftir
nokkur augnablik, en nú er líka komið fast að hæð-
inni. Pakhom getur séð mennina benda til sín, og
sveifla höndunum. Hann sér loðhúfuna með pen-
ingunum í, og hann sér höfðingjann sitja á jörð-
inni, og halda höndunum um kviðinn, og Pakhom
kemur í hug draumurinn nóttina áður, „Ég á mikið
land nú,“ hugsar hann, „en ætli ég búi nokkurn-
tíma á því, ég er búinn að vera, ég kemst aldrei
alla leið.“
Pakhom lítur til sólar. Hún er þegar horfin að
hálfu leyti niður fyrir sjóndeildarhring. Nú gjörir
hann sitt allra síðasta átak, og hendist áfram, svo
liggur við að hann steypist fram yfir sig. Hann
nær hólnum, og um leið skyggir. Hann lítur upp, og
sér að sólin er gengin til viðar. Allt er tapað hugsar
hann og andvarpar. Hann er í þann veginn að
stanza, en þegar hann heyrir hlátur og sköll Bash-
Hefur Roosevelt skjátlast?
Niðurlag
í Rússlandi sást fyrst votta fyrir áhuga á lýðræði
og einstaklingsfrelsi eftir innrás Napóleons í Rúss-
land. Eftir sigurinn yfir Napólon höfðu rússnesku
herirnir haldið alla leið til Parísar. í Frakklandi og
Þýzkalandi sáu rússnesku liðsforingjarnir lífskjör,
menningu, frelsi og hamingju, sem var á miklu hærra
stigi en þeirra eigin, og allmargir hinna yngri for-
ingja tóku síðan að efla leynifélög til umbóta á stjórn-
arfarinu, þegar þeir komu aftur til Rússlands. Stefnu-
mið allra þessara félaga var að afnema ánauðina, og
félagið í Pétursborg samdi drög að stjórnarskrá snið-
in eftir stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Þegar Alexander keisari lézt í desember 1825, varð
deila um það, hver skyldi verða eftirmaður hans, og
gaf það uppreisnarmönnum tækifæri til framkvæmda.
Þeir skipulögðu uppþot í Pétursborg, en yfirmaður
hersins sundraði liði þeirra á svipstundu. Hundrað
og tuttugu „desembristar“ — en svo nefndust upp-
reisnarmennirnir — voru teknir höndum og fimm
líflátnir.
En þær lýðræðisöldur, sem desembristarnir komu á
hreyfingu héldu áfram að flæða yfir Rússland og
kæfðu að lokum keisarastjórnina árið 1917. Keisar-
inn og fjölskylda hans voru rekin í útlegð, og eftir að
keranna upp á hólnum, dettur honum í hug. að
enda þótt hann sjái ekki sólina lengur, þá sé hægt
að sjá hana ennþá þar uppi.
Pakhom hleypur því másandi upp brekkuna. og
sér síðasta skin hinnar hnígandi sólar efst á hólnum.
Þar er loðhúfan, og þarna situr höfðinginn í gras-
inu, með hendurnar á maganum, og öskrar og hrist-
ist af hlátri.
Pakhom kemur í hug draumurinn, og stynur. Fset-
urnir gefa eftir, og hann fellur á grúfu, og fálmar
báðum höndum í húfuna.
„Vel af sér vikið,“ öskrar höfðinginn. „Ég óska þér
til hamingju. Þú átt orðið svei mér laglegan land-
skika.“ Vinnumaður Pakhoms hleypur honum til
hjálpar, en Pakhom þarf ekki framar hjálpar við.
Hann er dáinn, og blóð vætlar úr vitum hans.
Bashkerarnir hrista höfuðin, og láta þannig í ljós
sorg sína, en vinnumaður Pakhoms tekur skófluna,
og grefur honum gröf, nægilega stóra fyrir líkama
hans, sex fet á lengd, og tvö á breidd. Nú þarf hann
ekki meira landrými.
Magnús Guömundsson þýddi.
268