Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Síða 37

Samvinnan - 01.11.1946, Síða 37
9. HEPTI SAMVINNAN ráðstj órnin var komin að völdum, voru þau myrt. Þannig var keisaratitillinn þurrkaður út úr sögu Rússlands. En einræðið hélzt áfram undir breyttu nafni — miklu öflugra og hlífðarlausara — einræði Lenins og Stalins. Afnámi keisarastjórnarinnar var tekið með fögn- uði út um allan heim. Menn gerðu sér vonir um, að nú mundi renna upp frelsisöld fyrir rússnesku þjóð- ina. Hinar vestrænu þjóðir, sem lítið var kunnugt um Rússland eða sögú þess, gerðu ráð fyrir, að hið mikla keisaradæmi mundi verða lýðveldi með frjálsri þing- ræðisstjórn, málfrelsi, ritfrelsi, fundafrelsi, trúfrelsi °g annars háttar persónulegu frjálsræði, sem mönn- um er tryggt með stj órnarskrám hinna vestrænu lýöræðisríkja. Bráðabirgðastjórnin, sem leysti keisarann af hólmi, gerði það sem hún gat til að koma á lýðræðisskipu- lagi. En þessi stjórn var máttvana. Hún var frá upp- hafi að miklu leyti á valdi verkamanna- og hermanna- ráðsins í Pétursborg. I Pétursborgarráðinu áttu sæti verkamenn og her- menn, sem kjörnir voru úr verksmiðjum og hersveit- um borgarinnar, og auk þess foringjar hinna ýmsu sósíalistaflokka. Allir aðrir flokkar voru útilokaðir frá ráðinu, og í upphafi voru flestir fulltrúar frá byltingarsósíalistum, sem þóttust vera fulltrúar bænda. Flokkur lýðræðissósíalista, sem mátti sín mik- ils meðal verksmiðjufólksins, var klofinn í Menshe- vikaflokk og Bolshevikaflokk. Menshevikar töldu, að sósíalismanum skyldi koma á með lýðræðisaðferðum, en fyrst þyrfti að efla hinn rússneska iðnað. Bolshe- vikar vildu hins vegar koma sósíalismanum á sam- stundis með hvaða ráðum sem vera skyldi. Síðar tóku Bolshevikar að kalla sig Kommúnistaflokk. Pétursborgarráðið var of umsvifamikið til að geta unnazt um daglegar framkvæmdir í byltingunni, og umsjón þeirra var því brátt fengin í hendur sérstakri ullsherjar framkvæmdanefnd. í henni áttu sæti leið- togar sósíalista ásamt fáeinum verkamönnum og her- uiönnum. Síðan tók enn fámennari hópur völdin í sínar hendur, stjórn allsherjar framkvæmdanefnd- urinnar. Lenin bar af hinum leiðtogunum að gáfum, vdjastyrk og pólitískri skarpskyggni, og smám sam- an tók hann og fylgisfiskar hans að hafa bæði tögl °g hagldir í ráðinu. Þannig breyttist hið svo nefnda ■-alræði öreiganna“ í alræði Lenins yfir öreigunum — °g Öllum öðrum íbúum Rússlands. Ef Lenin hefði ekki komið til sögunnar, er óvíst að uokkur kommúnistaflokkur hefði orðið til. Hann var af ^uiðstéttarfólki kominn, höfuðstór, lágvaxinn og hafði að bera mikla kímnigáfu og persónulegan Slæsileik. Lifsstefna hans var mörkuð, þegar eldri bróðir hans var staðinn að samsæri til að ráða Alex- ander keisara 3. af dögum. Lenin unni bróður sinum og dáði hann, en bróðir hans var hengdur. Upp frá því átti Lenin alltaf til miskunnarlausa hörku jafn- framt hinni venjulegu ljúfmennsku sinni og ríku mannúð. Og á sama hátt og bróðir hans hikaði hann ekki við að grípa til morða sem örþrifaráða. Verk Lenins eru þýðingarmeiri til skilnings á Sovét- ríkjunum heldur en orð hans. En sumt af því, sem hann sagði, hefur nú orðið að raunveruleika. Árið 1900 yfirgaf hann Rússland og stofnaði í Munich á- samt nokkrum bandamönnum sínum málgagn Sósíal- demókrataflokksins, sem nefnist Iskra — neistinn. Fyrsta grein hans í þessu blaði hefur að geyma frjóanga hins núverandi kommúnistaflokks Rúss- lands. Þar segir hann: „Við verðum að ala upp menn, sem helga byltingunni ekki aðeins frístundir kvölds- ins, heldur allt líf sitt. . . Baráttan við stjórnmála- lögregluna krefst sérstakra hæfileika, þaulæfðra byltingarmanna. . . Þegar við höfum komið upp deildum byltingarmanna, sem eru sérstaklega þjálf- aðir af langri æfingu, mun engin lögregla í heimin- um geta ráðið við þá. . . Mikil leynd, nákvæmt úr- val meðlimanna og í siðasta lagi fullkominn bróður- legur trúnaður meðal byltingarmannanna. . . Það sem við þörfnumst er hernaðarskipulag.“ Lenin tókst að byggja upp slíkt „hernaðarskipu- lag“ (Kommúnistaflokkinn), byggt á „nákvæmu úr- vali meðlimanna" og „hinni ítrustu leynd“. Og á síð- ustu árum ævi sinnar sýndi hann lagsmönnum sín- um í innstu hvirfing flokksins „bróðurlegan trúnað“. Þeir gagnrýndu hann frjálslega, og hann gagnrýndi þá. Hann stóð þeim svo miklu framar að persónu- leik og viljastyrk, að hann hafði sitt mál næstum ævinlega fram. En deilur áttu sér stað. Stalin, sem var í minna áliti en Lenin, gat ekki komið fram vilja sínum með öðru móti en því að „hreinsa burt“ alla þá, sem voru á öðru máli, og að lokum hreinsaði hann burt næstum alla hina fyrri bandamenn Lenins. Lenin tókst með hinu örugga og áhrifaríka bylt- ingarskipulagi að ná valdi yfir hernum, og í þvi öng- þveiti, sem spratt af upplausn hins sigraða rússneska hers, tókst honum að hrinda bráðabirgðastjórninni frá völdum 7. nóv. 1917. Allherjarþing ráðanna var kvatt saman að vörmu spori, og kommúnistaflokkur- inn, með herinn að bakhjalli, reið gandreið yfir alla hina sósíalistaflokkana. Ný stjóm var mynduð undir forsæti Lenins, og auk hans áttu þar sæti m. a. Trotsky og Stalin. Ráðstjórnin tók síðan að tryggja yfirráð sín um gervallt Rússland. Eftir einnar viku baráttu braut hún á bak aftur andstöðuna í Moskvu og tók siðan 269

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.