Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Side 40

Samvinnan - 01.11.1946, Side 40
SAMVINNAN 9. HEFTI JDNAS JÓNSSDN: Þegar bækurnar Samvinnufélögin hafa um nokkur undangengin ár átt mikil ítök í prentsmiðju í Reykjavík, sem nú er verið að stækka til stórra muna. Má þess vegna gera ráð fyrir, að Sambandið muni á ókomnum árum sinna meira bókaútgáfu og bóksölu heldur en hingað til, og því væntanlega reyna að bæta úr bókaþörf megin- hlutans af sínum félagsmönnum. Þetta verður ekki með öllu vandalaus framkvæmd. Nú sem stendur er kaupgeta almennings mikil, mikið gefið út og bóka- safnsmyndun í einstökum heimilum allmikil. En þessu hefur ekki ætíð verið varið á þennan hátt. Um langt skeið á yfirstandandi öld voru bókakaup almennings sáralítil og bóksalan lélegur atvinnuvegur. Nú vill svo til, að ein tilraun var gerð á kreppuárunum, sem Stalín að þjóðnýta landbúnaðinn, og árið 1939 má segja, að einstaklingsbúskapur sé með öllu úr sög- unni í Rússlandi. Enginn einstaklingur hafði nú hið minnsta sjálf- stæði gagnvart ríkinu. Karlar, konur og börn áttu daglegt brauð sitt undir náð einvaldsins. Samtímis þessu var leynilögreglan efld og aukin meir en nokkru sinni. Fyrra nafni hennar, OGPU, var breytt í NKVD, en verkefni hennar var hið sama: að þefa upp og uppræta miskunnarlaust alla andspyrnu gegn ein- valdinu. Eyru hennar voru alls staðar, og menn lifðu í stöðugum ótta við heimsókn hennar jafnt á nótt sem degi. Fastaher hennar var 250.000 menn, sem áttu betri aðbúnaði og viðurværi að fagna en sjálfur Rauði herinn. Fj árveitingin til hennar nam þrem biljónum rúblna árið 1937. Hve mikil sú fjárveiting er nú, vitum við ekki, en frá því hefir verið skýrt, að her leyni- lögreglunnar sé nú 600,000 manns. Hver maður í Kommúnistaflokknum er skyldugur til að gefa lögreglunni skýrslu um allt, sem hann heyrir grunsamlegt. í fangabúðum hennar hafa að líkindum aldrei verið færri en tíu miljónir karla og kvenna síðast liðin fimmtán ár. Þeir hafa unnið við nauman kost og í nyrstu héruðunum hafa þeir að jafnaði ekki lifað nema sex ár. Njósnir leynilögreglunnar ná til allra, jafnvel sendi- herra erlendra ríkja. Hún lét sér jafnvel sama að koma hljóðnema fyrir í veggnum á húsi Davies sendi- herra gegnt skrifborði hans. Fjórir leynilögreglumenn fylgja hverjum sendiherra dag og nótt og hver maður, koma til fólksins skar úr um það, að íslendinga langar til að eiga bæk- ur, jafnvel þegar hart er i ári. Og samvinnumenn um allt land áttu svo mikinn þátt í, að þessi tilraun lánaðist, að mér þykir ástæða til að skýra lesendum sérstaklega frá meginatriðum í gangi þess máls, og það alveg sérstaklega vegna þeirra framkvæmda, sem samvinnufélögin munu gera á komandi árum, bæði í góðæri og á krepputímum. Mætti þá svo fara, að til- raunir og reynsla þeirra manna, sem stofnsett hafa „þjóðarútgáfuna“, kynnu að verða öðrum að nokkru gagni í framtíðinni. Fyrri styrjöldin truflaði mjög bókaútgáfu í landinu. Bækur urðu dýrar, og útgáfustarfsemi á þeim ár- um í erfiðasta lagi. Síðan kom kreppan og má segja, sem dirfist að tala við útlendinga, verður samstundis að gefa skýrslu um samtalið. Leynilögreglan hefur gert óttann ráðandi í lífi Rússans, og hvenær sem eyru hennar og fingur teygja sig út fyrir landamæri Rúss- lands, er líka hætta á ferðúm. Á sviðum vísinda og lista geta hæfileikamenn komizt í hávegi án þess að vera meðlimir Kommún- istaflokksins. Auðvitað er ekki nema einn „flokkur" í landinu, allir aðrir hafa verið upprættir. „Kosningar" eru aðeins í því fólgnar, að kjósa lista þessa eina flokks. Hitler byggði eins-flokks skipulag sitt á þessari fyrirmynd. Tæplega er hægt að segja, að Ráðstjórnin hafi aukið menningu þegna sinna. Að vísu kunna nú fleiri að lesa og skrifa en á dögum keisaranna, en því færri að greina rétt frá röngu. Þeim er kennt að trúa því, að tilgangurinn helgi meðalið, og að kristna trúin sé aðeins gömul þjóðsaga. Kjörorð Ráðstjórnarinnar 1917 var, að trúarbrögðin væru aðeins deyfilyf handa fólk- inu. Síðan beitti Stalín bæði ofsóknum og áróðri gegn kristninni. Þegar áróðurinn reyndist ekki fullnægj- andi, beitti hann róttækum aðgerðum, fangelsaði presta, rak þá í útlegð eða líflét. Og 1939 var baráttu- þrek prestanna brotið á bak aftur að mestu leyti. Kirkjan í Rússlandi er því veikburða, og Stalin hefur öll ráð hennar í hendi sér. En orð guðs er sterkt, og trúin býr yfir mætti til þess að standast ofsóknir. Og að lokum mun hún standa yfir virkisrústum leyni- lögreglunnar. 272

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.