Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Síða 41

Samvinnan - 01.11.1946, Síða 41
9. HEFTI aS hún hafi sorfið að íslenzkum almenningi nálega öll árin milli styrjaldanna, ef frá eru tekin nokkur misseri fyrir 1930. Á þessum árum dró mjög úr forn- um venjum um bókakaup og starfsemi heimilisbóka- safna. Kvað svo mjög að þessu, að laust eftir 1930 sendi Fornritaútgáfan fyrstu bók sína á markaðinn og var salan í tregasta lagi. Þá sendi útgáfustjórnin farandsala um eitt blómlegasta hérað landsins, þar ^em nokkur hluti þessarar fornsögu hafði gerzt, í því ^kyni að koma bókinni inn á sem allra flest heimili, en það bar sama sem engan árangur. Fólkið hafði lítil fjárráð, og þó að bókin kostaði óbundin eitthvað innan við 10 krónur, þá taldi fólkið sig ekki hafa efni á að kaupa hana eins og tekjur almennings voru um það leyti. Þegar þess er gætt, sem síðar hefur sannazt, að menn kaupa allra mest bækur með þjóð- legum fróðleik, og fremst af öllu íslendingasögur, niá af því marka, hversu fjárreiður manna hafa ver- ið takmarkaðar á þessu langa árabili. Árið 1919 hafði Sigurður Nordal ritað eftirtektar- verða grein um þýðingar. Lagði hann til, að hafizt yrði handa með stórfellda þýðingarstarfsemi hér á iandi. Nordal var ljóst, að bækur og handrit höfðu nm margar aldir verið andlegur lífgjafi íslendinga, °g að það var þjóðinni lífsnauðsyn að heimilisbóka- söfn héldust við sem allra víðast í landinu. Noidal var þá nýkominn heim eftir langa dvöl í útlöndum, °g sá glögglega af hve miklu var að taka, þegar um var að ræða hinn mikla bókaauð menningarþjóðanna. Þar var að kalla mátti landhelgislaust haf. Þar var að ræða óendanlega fjölbreytni. íslendingar gátu með góðum þýðingum flutt heim dýrmæta gimsteina Ur fjarlægum löndum. Ekki stóð á móðurmálinu. ís- lenzkan átti vissulega til orð yfir allt sem var hugsað a jörðu. Hér þurfti vandaða þýðingu og fjöruga út- gáfustarfsemi. Ég var hrifinn af þessari hugmynd Nordals og svo var um fleiri. Á þinginu 1928 bar ég fram frumvarp um menningarsjóð og menntamála- ráð. Alþingi heimilaði að leggja til hliðar nokkurt fé. til að kaupa listaverk, rannsaka náttúru landsins °g gefa út í fræðandi og skemmtandi bækur. Alþingi fikyldi kjósa með hlutfallskosningum fimm menn til að stýra þessum sjóði. Hér var hafizt handa með Þjóðstjórn allra flokka um þessa útgáfustarfsemi. Nordal var falin forusta í þessu máli. Hann var fyrsti forrnaður menntamálaráðs. Menningarsjóður hóf nú útgáfustarfsemi sína, en ekki undir góðum kringumstæðum. Kreppan færðist 1 aukana og varð brátt í algleymingi. Fyrirtækið skorti fiöluskipulag og reynslu, sem vonlegt var. Tekjur fiJóðsins voru aldrei miklar og fóru brátt minnkandi eftir 1930. Menntamálaráð gaf þó út allmargar bæk- SAMVINNAN ur á þessum árum, allar mjög vandaðar að ytra frá- gangi og sumar mjög þýðingarmiklar, eins og t. d. Bréf Matthíasar Jochumssonar og Lagasafnið nýja. Úr þýðingum varð lítið, og innan skamms stöðvaðist útgáfan og stóð þá í nokkuð mikilli skuld við Guten- berg. Eftir kosningarnar 1934 var ég kosinn í mennta- málaráð og átti þar sæti í 12 ár. Mér þótti leitt að út- gáfustarsemin skyldi hafa strandað. Samstarfs- menn mínir í nefndinni, Árni Pálsson, Barði Guð- mundsson, Guðmundur Finnbogason og Pálmi Hann- esson, voru allir mjög samhendir í þessu efni. Við tókum við skuldum og nokkurri bókaeign, höfðum litlar tekjur, en byrjuðum þó að gefa út einstaka bæk- ur, án nokkurs skipulags, eins og fyrrirennarar okkar. Við reyndum að greiða skuldina m. a. með því að selja gamla bókaforðann eins og bezt við gátum og leituðum eftir nýjum leiðum. Við komumst brátt að þeirri niðurstöðu, að okkur stæði engin leið opin nema sú, að safna föstum áskrifendum og gefa út nokkrar bækur árlega handa félagsmönnum. Við komum okkur saman um að hafa árstillagið ekki nema 10 krónur, og freista að láta tekjurnar frá ríkissjóði bera rithöfundar- og þýðingarlaun, en fé- lagsgjöldin skyldu að öðru leyti standa undir útgáfu- kostnaðinum. Við töldum hugsanlegt að geta gefið út á þann hátt 5—7 misstórar bækur ár hvert. Stein- grímur Guðmundsson, prentsmiðjustjórinn í Guten- berg, var ráðsmaður menntamálaráðs í allri þessari útgáfustarfsemi og síðar framkvæmdastjóri í hjá- verkum með sínu annamikla starfi. Var hjálp hans í þessum efnum ómetanleg. Hann prentaði fyrstu árin allar bækurnar. lagði mikla stund á að útgáfan væri vönduð um pappír, prentun og allan annan frágang. Bókbandið var þó aldrei svo gott sem skyldi, en það var ekki sök Steingríms Guðmundssonar, heldur kom þar til greina almennt ástand þeirrar iðngreinar. Nú varð brátt um að ræða sérstaka hindrun. Ríkið starfrækti áður félagsútgáfu, Þjóðvinafélagið, auk þess sem það styrkti Bókmenntafélagið. Þetta voru hvort tveggja gamlar, þjóðlegar og mjög virðulegar útgáfustofnanir. Ný, ódýr og ríkisstudd útgáfa gat orðið hættulegur keppinautur þessara eldri og þýðing- armiklu útgáfufélaga. Menntamálaráð vildi sízt af öllu standa í vegi fyrir þrifum Þjóðvina- og Bók- menntafélagsins heldur þvert á móti efla starfsemi þeirra. Varð þetta til þess, að menn úr menntamálaráöi beittu sér fyrir því að dr. Páll Eggert tæki að sér að rita ævisögur allra kunnra íslendinga frá landnáms- öld og til þessa dags. Er slíkt verk undirstöðuatriði við allar meiri háttar sagnfræðirannsóknir að því er snertir íslenzka menn. Vinnur dr. Páll E. Ólason nú með yfirburðaorku að þessu verki. Verður Bók- 273

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.