Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Page 44

Samvinnan - 01.11.1946, Page 44
SAMVINNAN 9. HEFTI eiga öll verk þeirra, sem hrifa mest hugann. Á þenn- an hátt verða hinar litlu vasaútgáfur til að auka sölu á heildarútgáfum bóksalanna, og er þá vel unn- ið svo sem vera ber. Á einum mannsaldri verður þjóð- in með þessum hætti búin að fá í flest íslenzk heim- ili úrval úr bókmenntum síðustu alda og öll merkustu fornritin. Mun þá sannast, að þjóðleg menning í land- inu hefur fengið ómetanlegan stuðning með þessum útgáfum. Dr. Þorkell Jóhannesson vakti fyrstur manna máls á því í stjórn Þjóðvinafélagsins, að hafizt yrði handa með útgáfu mikillar íslandssögu. Var þessu máli vel tekið og valdir í útgáfustjórn Árni Pálsson prófessor, Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður og dr. Þorkell Jóhannesson. Gerðu þeir áætlun um skipulag verks- ins. Skyldi það vera í 10 bindum og ná frá upphafi íslandsbyggðar til 1918. Hafa nú þegar komið út þrjú bindi, saga 16., 17. og nokkuð af 18. öldinni. Hafa þeir dr. Páll E. Ólafsson og próf. Þorkell Jóhannesson lokið því af verkinu, sem út er komið, og eiga skilið fyrir það miklar þakkir. Að öðru leyti er þannig gengið frá undirbúningi verksins, að Barði Guðmundsson ritar um þjóðveldistimabilið fram að 1200, Árni Pálsson um næstu þrjár aldir, fram að siðabót, Þorkell Jóhannes- son um lok 18. aldar og fram að 1830. Þá tekur við höfundur þessarar ritgerðar frá 1830—1874. Einar Arnórsson ritar um landshöfðingjatímabilið frá 1874 —1903, en Magnús Jónsson prófessor um fyrsta kafla innlendrar ráðherrastjórnar, 1904—1918. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á því, að ekki kæmi út eitt bindi íslandssögunnar ár hvert. Þar til er því að svara, að úr því að þjóðin hefur beðið í rúmlega 1000 ár, án þess að eiga heildarverk um sögu sína, mun hún væntanlega sætta sig við það, að þeir menn, sem reyna að leysa af hendi þetta vanrækta verk, í tóm- stundavinnu, fái til þess nauðsynleg tækifæri. Aðal- atriði málsins er það, að þjóðin fær nú á næstu ár- in sögu sína skráða í heild og mátti það ekki síðar vera. Síðan verður slíkt verk endurskoðað og end- ursamið af annarri kynslóð. En grundvöllurinn hefur nú þegar verið lagður, og verður síðan á honum byggt varanlegt, en þó breytilegt verk. Pálmi Hannesson og Valtýr Stefánsson eru höf- undar þeirrar tillögu, að þjóðarútgáfan láti rita mikla íslandslýsingu. Er nú hafinn í því máli mikill undir- búningur og samningar gerðir við flesta helztu nátt- úrufræðinga landsins að rita kafla af því verki. Steindór Steindórsson menntaskólakennari á Akur- eyri er ritstjóri þess verks. Er svo til ætlazt, að þar verði safnað saman niðurstöðum allra fræðilegra rannsókna um landið og eðli þess. Mun útgáfu þessa vers hefjast innan skamms. Síðustu árin, sem ég átti sæti í menntamálaráði, vann ég að því, að þjóðarútgáfan kæmi á prent Hómersþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Hefur þýðing' Sveinbjarnar lengi verið dáð hér á landi, enda er hún um málsnilld og listrænt ágæti hliðstæð verkum Jón- asar Hallgrímssonar, enda undirstaða þeirrar mál- fegrunar, sem íslendingar hafa unnið að með starfi margra kynslöða. Einn hinn kunnasti málfræðingur, sem nú er uppi í Evrópu, prófessor Craigie í Oxford hefur komizt svo að orði, að Hómers-þýðing Svein- bjarnar Egilssonar væri fullkomnust af öllum sams konar þýðingum á Norðurálfumálum. En þessi merkilega uppspretta fullkominnar meðferðar is- lenzkrar tungu hefur aldrei náð nema til lítils hluta þjóðarinnar. Nú verður úr þessu bætt, ef til vill á þessu ári. Tveir helztu grískufræðingar landsins, dr. Jón Gíslason og Kristinn Ármannsson menntaskóla- kennari, standa fyrir útgáfunni. Láta þeir fylgja rit- gerð um grískar fornbókmenntir og afrek Sveinbjarn- ar Egilssonar í þágu íslenzkrar málkynngi. Svo er til ætlazt, að útgáfa fornbókmenntanna, Hómers-þýðing- ar Sveinbjarnar Egilssonar og úrvalsrita stórskálda landsins frá síðari öldum, myndi samfellt kerfi til eflingar þjóðlegri menningu, einkum um meðferð móðurmálsins. Síðan koma heildarverk um sögu landsins og landið sjálft. Þrjú af þessum verkum, íslandssagan, íslandslýsingin og Hómers-þýðingin, verða að vísu ekki félagsbækur, en þær verða seldar með svo sanngjörnu verði, að þær eiga að geta náð til mikils hluta þjóðarinnar. Menntamálaráð og Þjóð- vinafélagið geta af skiljanlegum ástæðum ekki látið mörg stórverk koma fyrir hið lága árgjald. En þar sem fjárhagurinn leyfir ekki útgáfu mikilla ritverka, er freistað að koma þessu á framfæri með víðtæku áskriftarfyrirkomulagi. Menntamálaráð og stjórn Þjóðvinafélagsins hafa talið sjálfsagt að breyta ekki Almanaki Þjóðvinafé- lagsins eða Andvara á nokkurn þann veg, sem kalla mætti ræktarleysi við þá ágætu menn, sem stofn- uðu Þjóðvinafélagið og hafa gert útgáfu þessara bóka að merkilegum þætti í þjóðlegri menningu. Komið hefur til orða að breyta Andvara á þann veg að halda að vísu öllu hinu forna formi, en láta þetta tímarit koma út 3—4 sinnum á ári. Ætti þá að koma þar fræðandi og vekjandi ritgerðir um stórmál þjóðarinn- ar og ljóð og sögur eftir skáld hvers tíma Jón Sigurðsson birti að öllum jafnaði nokkuð af ljóðum í Nýjum félagsritum, en Andvari er áframhald félags- ritanna. Með þessum hætti gæti Andvari orðið sam- eiginlegt tímarit allra þjóðlegra íslendinga, án til- lits til mismunandi skoðana um önnur málefni. Útgáfa menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins hefur 276

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.