Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Síða 45

Samvinnan - 01.11.1946, Síða 45
9. HEFTI SAMVINNAN Kaupfélag Húnvetninga — Þættir úr sögu þess — Framhald. I deiglunni. Húnvetnskir bændur höföu gert ýmsar tilraunir til verzlunarumbóta, áður en þeim tókst að stofna Kaup- félag Húnvetninga. I þáttum þessum verður ekki hægt að rekja sögu Þeirrar þróunar, sem átti sér stað í þeim efnum hér i Húnavatnssýslu, enda er hvort tveggja, að um þau efni hefir töluvert verið ritað áður,1) og í annan stað verður þessu efni öllu gerð nánari skil í afmælisriti Kaupfélags Húnvetninga, sem nú er í undirbúningi. Hér verður einungis, í mjög skömmu máli, brúað a frumherjanna, sem hófu merki samvinnunnar 1 Lestrarfélagi Svínavatns- og Bólstaðahlíðarhreppa, °g Kaupfélags Húnvetninga. ^róunin er hér lík og átti sér stað annars staðar. Hyrstu samtökin eru þau, að félagsskapur tekst fyrir forgöngu einstakra áhugamanna um samninga við kaupmenn um sameiginleg verzlunarkjör. I Húnavatnssýslu er mér kunnugt um tvo menn, sem tókst að stofna til þess konar verzlunarsamtaka: ' Erlend Pálmason í Tungunesi og Pál Vídalín alþm. í Víðidalstungu. Erlendi Pálmasyni tókst að stofna til þannig lag- aðra samtaka í þrem hreppum sýslunnar (Svínavatns- Hólstaðarhlíðar- og Englihlíðarhreppum) 1863. Um líkt leyti, eða skömmu síðar, tókst Páli Vídalín Sjá sérstaklega: Saga kaupfélags Húnvetninga í Tímariti samvinnufélaganna 16. árg. 2. hefti og Amór Sigurjónsson: Islenzk samvinnufélög húndrað ára. sannað, að flest íslenzk heimili vilja eiga bækur. Nú hefur verið lagður grundvöllur að slíkum bókasöfn- Ura, með hinum þjóðlegu fræðum, sem eru sameigin- leg eign allra íslendinga. Verkefni annarra útgáfu- fyrirtækja er að bæta við margháttaðri bókagerð, þar Seru allar stéttir í landinu finna bækur, sem eru þeim að skapi. Samband íslenzkra samvinnufélaga ftfun verða framarlega í fylkingu hinna tilþrifamiklu étgáfufyrirtækja. Nú þarf ekki lengur að efast um föngun íslendinga til að eiga bækur. Vandinn er nú f^wtur að velja vel og vanda sem bezt, það sem hinni oókelsku þjóð er ætlað. J. J. að koma á samskonar samtökum með öllum „þorra bænda í Víðidalstungusókn," sem bar þann árangur, „að þá er samtök þessi hættu, voru þessir bændur annað hvort skuldlausir eða skuldlitlir við verzlun- ina.“ Þessir tveir menn verða svo forustumenn Húnvetn- inga næstu áratugina í baráttunni fyrir bættum verzl- unarkjörum. Fyrir forgöngu Páls Vídalíns var Húnaflóafélagið stofnað 1870. „Bar hann fyrstur manna þá tillögu upp hinn 8. okt. 1869 á fundi að Þingeyrum, er hann hafði kvatt til, að Húnvetningar stofnuðu hlutafélag, er hefði þann tilgang að efla hag landsmanna með fær- andi verzlun og jafnvel öðrum fyrirtækjum.“ Var gengið frá stofnun félagsins á fundi að Gauksmýri 15 marz 1870 (félagslög samþykkt) og Páll Vídalín kosinn formaður þess á fundi 14. júní 1870. Félagsverzlunin við Húnaflóa voru mjög yfirgrips- mikil samtök, er náðu yfir 5 sýslur, þegar hæst stóð. Á aðalfundi félagsins á Stóruborg 17.—19. febr. 1875 var félaginu skipt í tvennt: Borðeyrarfélagið og Graf- aróssfélagið. Hvorugt félagið átti sér langan aldur. Grafaróssfélagið lagðist niður 1878 og hitt skömmu fyrr. Erlendur Pálmason mun hafa verið aðalmaðurinn í samtökum þeim, sem áttu sér stað í Svínavatns- hreppi 1866 um sauðasölu til Englands. Þar sem ekkert hefir verið um mál þetta ritað, nema frétta bréf í blöðunum Þjóðólfi og Norðanfara 1867, verður hér drepið lauslega á þessa merkilegu tilraun, því að hún sýnir hvort tveggja, óvenjulegan áhuga og samtakamátt, og hins vegar samgöngu- örðugleika þá, sem voru á vegi íslenzku bændanna, þá er þeir ætluðu að hefja bein verzlunarviðskipti við útlönd. Seinni part vetrar 1866 voru „haldnir tveir fundir í Svínavatnshreppi til þess að ræða um haganlegan markað fyrir sláturfé." Upp úr þessum fundahöldum urðu til mjög víðtæk samtök um sauðasölu til Englands með milligöngu Eiríks Magnússonar (bókavarðar), sem þá dvaldi í Bondon, en nefnd manna hafði fengið hann, til þess að annast samninga fyrir sína hönd, við enska fjár- kaupmenn (Janus Monks og Jósep Wiggins). Þar sem Englendingar vildu fá minnst 2000 fjár, 277

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.