Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 2
FORMANMASKIPTI HJÁ FDB Síðast í september þessa árs urSu formannaskipti hjá danska sam- vinnusambandinu, FDB (Foreningen for Danmarks Brugsforeninger). Prófessor Nyboe Andersen, sem veriS hefur formaður síðan 1956 lét af störfum til að taka á ný við fyrra starfi sínu sem prófessor í þjóð- hagfræði við Verzlunarháskólann í Kaupmannahöfn og veita um leið forstöðu rannsóknum í þeirri grein við Verzlunarháskólann. Síðan árið 1962 hefur próf. Andersen verið formaður nefndar, sem hefur með að gera aðstoð Dana við þróunarlönd, og á þeim vettvangi átti hann m. a. þátt í að koma á aðstoð Norðurlandanna við Tanzaniu og Kenya. Prof. Andersen heldur áfram formennsku í þróunarlanda- nefndinni, en lætur af störfum við Norræna samvinnusambandið og ICA, um leið og hann hættir formennsku í FDB. Einsog lesendur Samvinnunnar muna, birtist viðtal við próf. Nyboe Andersen í Sam- vinnunni í fyrra, er hann sótti aðalfund NAF hér í Reykjavík. Lars P. Jensen, viðskiptamálaráðherra, varð við þeirri eindregnu ósk að taka sæti í stjcrn FDB, og hefur nú verið kjörinn formaður stjórnar. Lars P. Jensen er 57 ára gamall og hefur verið ráðherra i ríkisstjórn Danmerkur síðan 1960, fyrst viðskiptamálaráðherra, síðan utanríkisráðherra í eitt ár og síðustu tvö ár hefur hann verið við- skiptamálaráðherra á ný. Árið 1923 hóf Lars P. Jensen störf hjá samvinnuhreyfingunni, er hann hóf vinnu sem lærlingur í kaupfélagsverzlun í úthverfi Kaup- mannahafnar. Síðar varð hann kaupfélagsstjóri, og það var hann til ársins 1946 við kaupfélag á Jótlandi. Árið 1945 var hann kjörinn á þing sem fulltrúi sosialdemokrata og hefur starfað á vettvangi stjórn- mála síðan. Fráfarandi og núverandi formaður stjórnar FDB. Sitjandi er Lars P. Jensen. TIL LESENDA Þetta hefti Samvinnunnar, sem nú kemur fyrir augu lesenda, ber töluna 10—12, þ. e. það kemur í stað tveggja til þriggja hefta, sem ætlunin var að gefa út. Ber þar margt til, en þetta helzt: Vinnuaflsskortur hefur verið mikill við Samvinnuna að undan- förnu, síðan í byrjun októbermánaðar hefur enginn fastráðinn blaða- maður starfað við hana. Þar við bætast langvarandi veikindi rit- stjóra, þannig að lengstum hefur þessa mánuði enginn verið til út- gáfustarfa við ritið. í þeirri von, að úr rætist með nýju ári, var sá kostur valinn, að gefa út myndarlegt hefti, sem kalla mætti jólahefti, en gefa ekki út fyrirhugað októberhefti. Vona ég, að lesendurnir virði okkur þetta allt til betri vegar, þakka þeim ánægjulegt samstarf á árinu og óska þeim fyrir hönd SAMVINNUNNAR gleðilegra jóla, árs og friðar. Heimir Pálsson Forsiðu prýðir að þessu sinni mynd af flossessu, merktri 1843 WID; stærð sessunnar er 44x39 cm, hún er varð- veitt í Þjóðminjasafninu, (óskrásett). Höfundur mynd- arinnar er Þorvaldur Ágústsson, og hann hefur einnig tekið allar myndir með viðtalinu við Elsu Guðjónsson, bls. 24—26. B B Efni: ■ 2. Formannaskipti hjá FDB. 2. Til lesendanna. ■ Heimir Pálsson. ■ 3. Jólahugleiðing. g Sr. Örn Friðriksson. _ 4. Samvinnubær við Ölfusá. Páll H. Jónsson. m 6. Samvinnutryggingar 20 ára. ■ Baldvin Þ. Kristjánsson. ■ 8. 23. þing Alþjóðasamvinnusambandsins. ■ Rætt við Erlend Einarsson, forstjóra. 9. Setningarræða 23. þings Alþjóðsamvinnu- sambandsins. ■ Mauritz Bonow. Þýtt og stytt. ■ 11. Krossgátan. m 13. Skipið er komið. ^ Kvæði eftir Einar Karl Sigvaldason. 14. Mammon í gættinni. ■ Smásaga eftir Jakobínu Sigurðardóttur. ■ 20. Heimilisþáttur. gj Bryndís Steinþórsdóttir. _ 22. Þegar máninn varð ferkantaður. Lítil saga fyrir unga lesendur. * Eftir Lars-Erik Sanner. HP þýddi. ■ 23. Samvinnuhreyfing — vanþekking. g Páll H. Jónsson. _ 24. Fígúra rétt fín tll sauma og alfloss. Sigríður Thorlacius ræðir við frú Elsu Guðjónsson. ® 27. Sleðaferð og söngur. ■ Jónas Helgason á Grænavatni. q 29. Svörtu hestarnir. _ Framhaldssaga eftir Tarjei Vesaas. ■ : Samvinnan j ■ DESEMBER 1966 — LX. ÁRGANGUR 10—12. a ■ Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. y ■ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: B Páll H. Jónsson. _ Blaðamaður; ■ Heimir Pálsson. B ■ Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. q ■ Ritstjórnarsími 17080. ■ Verð árg.: 250,00 kr., í lausasölu kr. 25,00. _ Gerð myndamóta: Prentmót hf., Kassagerð Reykjavíkur ® og Litróf. ■ m Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf. ■ D 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.