Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 23
Samvinnuhreyfing — vanþekking Seint á síðastliðnu ári (1965) skrifaði ég grein, sem birtist í Tímanum og síðan í jólahefti Samvinnunnar, sem hét „Samvinnuhreyfing og stjórnmálaflokkar“. Tilefni hennar voru margendurtekin ummæli þá um hríð, einkum í Morg- unblaðinu, um pólitíska afstöðu samvinnuhreyfingarinnar á íslandi. Á því tæpu ári, sem liðið er síðan, hefur yfirleitt ekki verið minnzt á þessi mál í blcðum og engum þeim rök- um, sem í fyrrnefndri grein voru flutt, mótmælt. í Stak- steinum Morgunblaðsins 22. sept. s.l. er minnzt á samvinnu- félögin, nánast á mjög vinsamlegan hátt, en þar eru þó hinar gömlu dylgjur um pólitíska afstöðu endurteknar án dæma og raka. Vil ég í því sambandi vitna til fyrrnefndrar greinar, „Samvinnuhreyfing og stjórnmál“ og læt það út- rætt í bili. Hins vegar er í hinni vinsamlegu Staksteinagrein Morgun- blaðsins, eins og reyndar oft hefur verið gert áður og ævin- lega án raka eða dæma, talað um „forréttindi“ samvinnu- félaganna og um það, að ef áhugamenn um smvinnumál mættu við koma sínum áhrifum, mundu þeir efla þau „for- réttindi“ eftir mætti. Þetta gefur efni til hugleiðinga, sem ef til vill gætu orðið einhverjum til skýringar og umhugs- unar. Árið 1921 voru samþykkt á Alþingi lög um samvinnufél- ög. Þau voru samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þing- manna úr öllum þeim stjórnmálaflokkum, sem þá áttu full- trúa á Alþingi. Lagabálkur þessi hafði verið mjög vandlega undirbúinn og var hann gerður með hliðsjón af 40 ára reynslu samvinnufélaganna hér á landi og þeirri löggjöf, sem í gildi var um þessi efni í nokkrum nágrannalöndum. Þessi samvinnulög eru í gildi enn með örfáum breytingum, sem á þeim hafa verið gerðar síðan. í þeim er frá löggjafans hálfu kveðið á um réttindi og skyldur samvinnufélaga, sem og það hvaða skilyrði félag þurfi að uppfylla til þess að heyra undir lögin. Réttindi þau, sem lögin mæla fyrir um, eru eftir vandlega íhugun byggð á eðli og tilgangi samvinnu- hreyfingarinnar, eins og hún hafði verið framkvæmd hér og annars staðar og eru í fullu samræmi við það sem var og er í öllum lýðfrjálsum menningarríkjum. Það eru fiarri því að vera nein forréttindi. Skyldur þeirra við þjóðfélagið eru byggðar á sömu forsendum. Þó verður að segja eins og það er, að alls konar breytingar á annarri löggjöf, einkum varðandi skatta og útsvör, sem fengið hafa lagagildi síðan, hafa raskað mjög þeim grundvelli, sem vitrir menn höfðu markað með samvinnulögunum, bæði hvað snerti „anda“ laganna og bókstaf, samvinnufélögunum til óþurftar. Það er því á fullkominni vanþekkingu byggt, að tala um að sam- vinnufélögin njóti þjóðfélagslegra forréttinda. Enda eru aldrei nefnd nein dæmi um það. Hitt má vel vekja nokkra umhugsun, hvort það séu hin margumtöluðu „forréttindi", að næstum undantekningalaust skuli samvinnufélög greiða lang hæst opinber gjöld sambærilegra aðila. Það má vera samvinnufélögunum gleðiefni í hvert sinn er þau nióta réttilega vinsamlegra ummæla, eins og í fyrr nefndri Staksteinagrein, en æskilegt er að inn í þau um- mæli slæðist ekki allt of mikil vanþekking. Hitt er svo aftur annað mál, að vanþekking á samvinnu- hreyfingunni almennt mætti vera samvinnumönnum sjálf- um til nokkurrar umhugsunar. Lífsreyndir samvinnumenn tala oft um áhugaleysi og tómlæti unga fólksins um sam- vinnumál. Þeir segja að það lesi ekki samvinnuritin, hafi ekki áhuga á starfsemi kaupfélaganna, sæki ekki fundi þeirra o. s. frv. Þessum mönnum mætti svara með einni spurningu: Hvað veit unga fólkið á íslandi í dag um sam- vinnufélög, eðli þeirra, tilgang, sögu og býðingu í nútíma- þjóðfélagi? Hvað hefur því verið kennt um þau á heimilum og í skólum? Hvað gerir þjóðfélagið sem slíkt mikið að því að börn og unglingar fái hlutlausa og sanna fræðslu um samvinnuhreyfinguna á íslandi og áhrif hennar á þjóðfél- agið síðast liðna mannsaldra? Er sú fræðsla í réttu hlut- falli við aðra fræðslu um sambærileg efni? Ef það skyldi nú vera svo að sú fræðsla sem unga fólkið í landinu fær um samvinnumál, á þeim stöðum og við þau tækifæri, sem ætlazt er til að búi það undir lífið. sé lítil og ófullnægjandi, hvaða von er þá til að það hafi áhuga á samvinnumálum? Norskir samvinnumenn hafa alveg nýverið látið fara fram athugun á þessum málum í Noregi og birt niðurstöður henn- ar. Þar kemur í ljós, að í námsáætlun fyrir barnaskóla er ætlazt til að samvinnuhreyfingunni í Noregi sé gert jafn- hátt undir höfði og öðru sambærilegu efni, til dæmis séu við reikningskennslu jöfnum höndum notuð dæmi frá kaup- félagsverzlunum og kaupmannaverzlunum. Þegar hins vegar athugaðar voru viðurkenndar kennslu- bækur í þjóðfélagsfræði, sögu, reikningi, viðskiptafræði og verzlunarrétti kom í ljós, að í 66 kennslubókum, sem athug- aðar voru og allar voru notaðar við kennslu 1965, samtals 11.300 blaðsíður, var efni um samvinnumál á 46 síðum, eða n.l. 4 pro mill. Sérstaklega voru athugaðar 22 kennslubækur í þjóðfélags- fræði og 33 kennslubækur í sögu 19. og 20. aldar, en í þess- um tveimur námsgreinum má með rökum segja að efni um samvinnumál eigi heima. Af þeim fyrr nefndu 22 voru 8, sem alls ekki minntust á samvinnumál í neinni mynd. Af hinum 14, sem samtals voru 1.868 blaðsíður var samvinnu- efni á 24 síðum. Af hinum 33 sögubókum voru aðeins 8, sem minntust á samvinnuhreyfinguna og af 7000 bls. bókanna var samvinnuefni á tveimur síðum. Athugun, slík sem þessi hefur aldrei farið fram hér á landi svo ég viti, svo ekki verður um það sagt hvort ástandið er eitthvað svipað hér. En ef svo væri kynni þar að finnast nokkur skýring á því, að ungt fólk veit lítið um málefni samvinnuhreyfingarinnar og hefir takmarkaðan áhuga á þeim. Það gæti einnig gefið skýringu á því, að í grein, sem víkur vinsamlegum orðum til samvinnufélaganna, kemur einnig fram mikil vanþekking. Og eitt er víst. Ef samvinnu- menn ætlast til þess að ungt fólk hafi áhuga á samvinnu- félögunum, verða þeir með einhverjum ráðum að sjá svo um að það fái um þau fróðleik í réttu hlutfalli við það ann- að, sem því er ætlað að læra á skólaaldri. Páll H. Jónsson SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.