Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 32
skein innum gluggann, fallegur, gulur og ferkant- aður. Amma og afi litu út og hviss — það voru komin fleiri dýr í húsið. Amma varð að erni og afi varð að geit, sem krafsaði reiðilega með öðrum framfætinum í park- etgólfið. — Hugsaðu þér, afi er bara líkur því sem hann er vanur, sagði Lísa. Hann hef- ur sama skeggið og er grá- hærður og góður einsog hann er vanur. — En amma hefur nú breytzt, sagði Janna. Ég hef aldrei séð hana hoppa svona léttilega um, og hugsa sér, að hún geti flogið li'ka. — Bara hún steypi engu niður, sagði Lísa hrædd, þegar amma þaut um íbúð- ina á voldugu vængjunum sínum. Hún hefði nú getað orðið svolítið minni fugl. Það var að verða áliðið, og allar breytingarnar höfðu líka gert telpurnar verulega þreyttar. Þær settust niður og horfðu í kringum sig. Pabbi gekk gaggandi um í gluggakistunni og krafsaði svolítið í moldina í blóma- pottum. Afi hafði farið að naga gluggatjald, en telp- urnar létu hann hætta því. Amma var hætt fluginu og hafði tyllt sér uppá bóka- hillu. Þar sat hún og leit út alveg einsog þessir upp- stoppuðu fuglar, sem menn eru vanir að hafa til dæmis á bókahillum. Það var bara það, að hún hreyfði höfuðið við og við og deplaði augun- um og leit tortryggnislega á afa. Mestar áhyggjur höfðu þær af mömmu. Hávaðinn í henni heyrðist alla leið nið- ur í dagstofuna, og Lísa varð hrædd um, að hún æti allar brúðurnar. Þegar þær sátu svona, varð Jönnu litið útum gluggann. Sjáðu, sagði hún forviða, máninn er orðinn kringlóttur aftur. Fyrst ætlaði Lísa líka að líta á mánann, en þá fékk hún stórkostlega hugmynd. Nei, góða, sagði hún, því trúi ég alls ekki. — Ætlar þú nú líka að byrja, sagði Janna reið. Sjáðu bara! — Ef máninn er orðinn kringlóttur aftur, þá er ég galdrakall, sem getur gert hvað, sem hann vill, sagði Lísa. Og svo leit hún útum gluggann. Og allt fór einsog hún hafði hugsað sér. Mán- inn var kringlóttur, og Lísa breyttist á augnabliki í galdrakall með svarta kápu yfir herðarnar og töfra- sprota í annarri hendinni. — Nú skal þetta allt sam- an hætta, sagði Lísa. Hún beindi töfrasprotanum að hænunni og sagði: Hókus, pókus, simmsalabimm, nú verður þú aftur að pabba. Og þú mátt trúa því, að þetta gekk hratt. Alveg eins fljótt og pabbi hafði orðið að hænu, varð hann pabbi á ný. Hann stóð þarna og klóraði sér í höfðinu og var hugsi á svip. Hvað ætlaði ég nú að segja, sagði hann. Já, alveg rétt, að máninn er ekki ferkantaður, það var það, sem ég sagði, að þið væruð bara að narra mig. En hann var skelfingu lostinn, þegar hann leit í kringum sig og sá ömmu uppi á bókahillunni og afa við gluggatjaldið. Hann þaut af stað til að hindra afa í að éta meira af gluggatjald- inu, en áður en hann var kominn að honum, gerði Lísa annan galdur. Hókus, pókus, simmsalabimm. Og þá varð geitin að afa. Afi dró spotta úr glugga- tjaldinu útúr sér og var of- urlítið heimskulegur á svip. Hm, sagði hann. Lísa hélt áfram. Hókus, pókus, simmsalabimm, sagði hún og beindi sprotanum að erninum, og hviss, þarna sat amma uppi á bókahillunni. Ó, hjálpið þið mér niður, elsku börn, hrópaði hún, og pabbi og afi flýttu sér að hjálpa henni niður. — Nú kemur það erfið- ÞAÐ ER SAMA, HVE HLASSIÐ ER ÞUNGT... BEDFORD SKILAR ÞVÍÁ ÁFANGASTAÐ! ávallt fáanlegurmed stuttum fyrirvara §f2| Véladeild 32 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.