Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 30
— Hvað er að? — Ekkert, segir hann og smeygir sér burt. Mamma hugsar með sér, að hún fái víst fljótlega að vita það; þegar það sækir fastar á hann, kemur hann til hennar. Víf finnur hann þar sem hann situr á hesthússloftinu. Hún ætlar inn að sækja eitthvað, og er þá nærri stigin ofan á hann. — Kalli —! Hvað er þetta! Hversvegna situr þú hér? Hann svarar ekki; situr flötum beinum á gólfinu og rót- ar í heykuskinu. Víf reisir hann á fætur, tekur undir höku hans og horfir framan í hann, reynir að lesa það, sem letrað er í stóru, hræddu Lísu-augun. — Ertu veikur? Hann er ekki veikur. — Hefurðu þá gert eitthvað ljótt? Þetta kemur víst við kvikuna á honum, því hann segir: — Ég hef ekki gert neitt ljótt! — En góði minn, þá hlýtur allt að vera í lagi. — En pabbi er reiður við mig samt —. Þá sezt Víf á þröskuldinn og tekur hann í fangið. Hann lofar henni fúslega að gera það, hér, þar sem enginn sér til. Víf á erfitt með að finna svar. Kalli segir allt í einu, og röddin skelfur: — Hann er góður við þig en ekki við mig. Víf getur bara gælt við Iitla bróður sinn, hún situr kyrr. — Það er bara þú og Leifur, sem megið allt, hikstar ákær- andinn og hleður áhyggjum sínum upp. •—- Það er af því þú ert svo lítill ennþá, reynir Víf að segja; þá heldur maður svo margt, það verður öðruvísi seinna, sannaðu til. Hún er hrædd við þessa glufu, sem henni opnaðist inní hug Kalla, henni verður harkalega ljós sannleikur orða hans: Hún og Leifur eru góðvinir pabba, alltaf dekur- börn, hafa fengið fjöldann allan af gjöfum og eru nú félag- ar hans í akstri og hestahirðingu, — meðan Kalli læðist með veggjum og horfir á. Það er eitthvað að hér á bæ. Hún minnist þess, sem gerðist fyrir nokkrum dögum, þegar pabbi kom dauðadrukkinn heim frá Dalahvammi ^uiiimiiiiiiiiimiiiiinimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiiinmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiim,^ Samvinnan óihar ölliun leóendum, óínum gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs °9 / ablar f>eim óamótarfíd d árinu, óem er a É lí&a. ^ m m m m iiim ■ m m m iimm i MiiiM m i ■ mim m mm ■ Minm m i Mi mmm m m m mi m m mi m imi im i m iiihiii m mm m m<‘* og hrópaði hvort Lísu þætti vænt um hann. Það var bæn í hrópinu. Hér hlýtur að verða uppgjör. Og Víf verður kvíðin, þegar hún hugsar um hvernig allt verði eftirá, eftir uppgjörið. Hún, sem veit það, sem pabbi hlýtur að heyra. — Pabbi er ekkert reiður við þig, honum finnst ábyggi- lega einsog mér, að þú sért ágætis strákur. — Nei, segir Kalli. — Þú mátt ekki taka mark á því, þó hann tali harka- lega til þín — hm, hún finnur sjálf, hve fátækleg þessi huggun er, hvað hún er ósannfærandi. — Já, hvað eigum við þá að gera, Kalli. Hann þegir, deplar bara augum. — Þú verður að sýna pabba, að þér þyki vænt um hann, því það þykir þér örugglega! — Veit ekki, hvíslar Kalli, hræddur við sjálfan sig, hann pabbi er líka Ijótur —. Víf sleppir honum. — Þú ert ekki með öllum mjalla, strákur! svona máttu ekki segja! Og hún lætur Kalla einan eftir með allt sitt. Stundu síðar stautar Magga framhjá. Sveinsson er hættur að heyja í dag, svo að hún fær ekki fleiri hlöss að sitja í, og svo sögðu Ketill og Falur, að nú þyrfti hún víst líka að fá sér að borða, — skjóztu nú heim, sögðu þeir. Magga hlustar: það er einhver að skæla inni í hesthúsi, og hún heyrir á hljóðinu, að það er Kalli. Hún gleymir, að hún ætlar heim að borða og laumast inn. — Yfir hverju ert þú að væla? spyr hún einsog fullorðna fólkið er vant að spyrja hcma. Kalli þagnar þangað til hann sér, hver er kominn, þá byrjar hann aftur. Magga stendur fyrir framan hann og hlustar. — Af hverju ertu að skæla?! — Vil ekki segja þér það, volar Kalli. Magga getur ekki staðið svona og horft á Kalla gráta, hún verður að vera með sjálf. Og hún tekur undir með löngum hrinum. Kalli hættir. — En af hverju ert þú að gráta? — Veit það ekki, volar Magga. Og svo byrjar Kalli aftur. Hesthúsið fyllist af gráti. Og það, sem ekki kemst fyrir þar, smýgur út um dyr og rifur á veggjum og fyllir eyru Ingu, sem er að koma út í þessu. Inga er lág og sterk og fimmtug. Hún hefur verið í kaupavinnu hjá Ambrosi síðan hann kvæntist mömmu Leifs og Vífar. Hún vinnur sín verk og þegir mikið. Nú hraðar hún sér inn til barnanna og er asi á henni. — Hvað í herrans nafni er þetta? Hún þrífur fyrst í Möggu. — Veit það ekki! grætur Magga. Þá er Kalli rannsakaður, en á honum er heldur ekkert að sjá, hann er ómeiddur. — Uppá hverju hefurðu nú fundið? — Engu, hvað er þetta? hrópar Kalli og svo stormar hann framhjá Ingu og út. Inga getur strax þaggað niður í Möggu, þær eru góðar vinkonur. Magga brosir og segir: — Ég bara skældi svolítið til að vera með. --------— Inni í stofu finnur Kalli mömmu sína, hún er 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.