Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 22
LARS-ERIK SANNER: Nú skal ég segja þér sögu af lítilli hnátu, sem sat eitt kvöld fyrir nokkr- um dögum og horfSi út um gluggann. Þessi telpa hét Maríanna, en hún var nú bara kölluð Janna, því að Marí- anna er svo langt og stirðlegt nafn. Hún átti líka systur, sem hét Elísabet og horfði ekki útum gluggann held- ur lék sér að brúðum í staðinn. Hún var nú reyndar bara kölluð Lísa, því að Elísabet er svo langt og stirðlegt nafn. Janna sat einsog ég sagði og horfði út um gluggann. Hún horfði á taíl- ana, sem voru farnir að nota ljós, og á fólk, sem gekk á gangstéttinni og ætlaði á bió eða eitthvað svoleiðis. Svo horfði hún á húsið beint á móti og gægðist aðeins inn til Gunnu og Palla, sem áttu heima í íbúð hinum megin við götuna. Svo horfði hún yfir hús- þökin á himininn, sem var að verða alveg svartur, þó að það væri nærri því engin ský á honum. Og svo kom hún auga á mánann, og hugsaðu þér bara, — hann var alveg ferkantaður. Hann leit alls ekki út einsog kringl- óttur ostur einsog hann er vanur, heldur einsog ferkantaður ostur eða einsog gluggarúða eða eitthvað svo- leiðis. — Nei, sjáðu, sagði Janna við Lísu. Máninn er orðinn ferkantaður. — Iss, sagði Lísa og hélt áfram að leika sér að brúðunum. Þetta segirðu bara til að geta látið mig gleypa stóru flóna, ef ég lít út. — Nei, þetta er alveg satt, sagði Janna. Komdu og sjáðu. Lísa stóð þvermóðskuleg á fætur og gáði út. Og hugsaðu þér, máninn var ferkantaður. — Jú, reyndar, sagði Lísa, því að hún hafði gaman af að nota orð, sem voru skrítin. Máninn er ferkantaður. — Þetta er nú það undarlegasta, sem ég hef nokkurn tíma séð, sagði Janna. Hún átti bráðum eftir að lenda í alveg jafnundarlegum hlut- um, en það vissi hún ekki ennþá. Þetta verðum við að segja pabba. Telpurnar fóru báðar inn í vinnu- stofuna hans pabba. Hún sneri út að garðinum. — Pabbi, hrópuðu þær hvor í kapp við aðra, máninn er orðinn ferkant- aður. Þú verður að koma og sjá. Þú veizt hvernig pabbar eru. Aldrei trúa þeir því, sem maður segir þeim, og ekki vilja þeir láta trufla sig þegar þeir eru að gera eitthvað mikilvægt. Og það eru þeir næstum alltaf að gera; lesa, eða horfa á sjónvarp, eða hlusta á útvarp, eða hvíla sig eftir matinn, eða bora í nefið á sér eða eitthvað svoleiðis. Það var alveg eins með pabba Jönnu og Lísu. Verið þið ekki að trufla mig, ég er að hugsa. — En þú verður að sjá mánann, sagði Janna, hann er orðinn ferkant- aður. — Iss, sagði pabbi, ef máninn er orðinn ferkantaður, þá er ég hæna. Hann stóð nú samt á fætur og fór með telpunum til að sjá. Öll fóru þau inni barnaherbergið til að kíkja. — Nei, nú, byrjaði pabbi, þegar hann sá mánann, en hann sagði ekk- ert meira. Að minnsta kosti ekkert, sem maður skilur. Þvi að í staðinn fyrir stóra og myndarlega pabbann með fallegu ístruna stóð þarna hæna. Að vísu allra fallegasta hæna, en það eina, sem hún gat sagt, var ga-ga. — Jahérna, sagði Lísa. Hvað eigum við nú að gera? — Þetta verðum við að segja mömmu, sagði Janna, og svo þutu telpurnar af stað til mömmu, sem var að strauja í eldhúsi. — Mamma, mamma, hrópuðu þær, þegar þær komu þjótandi inní eld- húsið. Máninn er ferkantaður, og pabbi er orðinn að hænu. —■ Vitleysa, sagði mamma. Pabbi getur að vísu verið svolítið......... stundum, en ekki svo, að maður geti kallað hann hænu. Og aldrei hef ég nú séð neinn ferkantaðan mána. — Þetta er alveg satt, sagði Janna. Þú verður að koma og sjá að mán- inn er orðinn ferkantaður. Komdu! — Ef máninn er ferkantaður, þá er ég líka krókódíll, sagði mamma, sem oft gerði að gamni sínu og var ekkert að draga úr hlutunum. En hún fcr sarnt með telpunum inní barna- herbergið. Hún varð bæði hissa og reið, þegar hún sá hænu vappa gagg- andi um gólfið. Hvað á þetta að þýða, sagði hún byrst. Hvaðan fenguð þið þessa hænu? — Þetta er hann pabbi, sagði Janna, en þú trúir því sjálfsagt ekki fyrr en þú sérð, að máninn er orðinn fer- kantaður. Sjáðu! Mamma horfði. Hún rétt náði að líta snöggvast á mánann, þá breyttist hún strax. í staðinn fyrir fallegu, góðu, sívölu mömmuna skreið krókó- díll á gólfinu í barnaherberginu og urraði reiðilega. Hann sýndist vera svangur og ætlaði að gleypa hænuna, sem hoppaði lafhrædd í áttina að brúðuskápnum. — En mamma, þó, sagði Lísa reið. Þú ætlar þó ekki að éta hann pabba. Og hún tók pabba hænu í fangið og hljóp útúr barnaherberginu. Janna hljóp á eftir og flýtti sér að skella hurðinni og loka inni mömmu kródó- díl, sem virtist enn vera svöng og var heldur ófrýnileg. — Ja hérna, sagði Lísa, þegar hún var búin að sleppa pabba hænu á gólfið í stofunni. Hvað allt er orðið erfitt. Frh. á bls. 31. 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.