Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 20
Steikt gæs eða önd með kartöflum, rauökáli og hálfsoönum eplum. Drottningarábætir £ Kjötkóróna m/kartöflum og grænmeti. Ávaxtahlaup m/þeyttum rjóma eöa ís 4 Steikt gæs eða önd. 1 meðalstór gæs eða önd salt, pipar (engifer) Fylling nr. I 2—300 g epli 2—300 g sveskjur 1—2 tsk. sykur Ef notuð eru þurrkuð epli, eru þau lögð í þleyti ásamt sveskjunum. Ný epli eru flysj- uð og skorin í þáta. Fyllt með þeim ásamt steinlausum sveskjunum; sykri stráð yfir, ef vill. Fylling nr. II. Lifur, hjarta og fóarn 150 g svínakjöt 150 g hveitibrauð 1—2 egg salt og hvítur pipar timjan. Innmatur, kjöt og brauð, sem legið hefur í bleyti, er saxað 2—3 sinnum í söxunarvél og síðan hrært með eggjum og kryddi. Bæta má brauðmylsnu í, ef deigið verður of þunnt. Reytið fuglinn, svíðið og takið innyflin úr. Skerið haus, vængi og fætur af og leggið innyflin í bleyti. Þvoið síðan fuglinn, þerrið, kryddið og fyll- ið (en því má sleppa ef vill). Saumið fyrir opið eða festið með kjötprjónum. Bindið lærin upp. Leggið síðan fuglinn í ofnskúffu og látið bringuna snúa upp. Brúnið við fremur mikinn hita og hellið vatni eða soði yfir (af hjarta, fóarni og hálsi, hafi það ekki verið notað í fyllingu). Sjóðið í 2— 3 klst, ausið yfir öðru hverju. Fuglinn verður síður harður, ef málmpappír er hafður yfir að brúningu lokinni. Athugið, hvort fuglinn er soðinn, með því að stinga í bringukjötið. Hellið soðinu af, fleytið það, Bryndís Steinþórsdóttir: HEIMILISÞÁTTUR jafnið með hveitijafningi og kryddið, ef þarf. Rennið 1—2 msk af köldu vatni yfir fugl- inn eftir að soðinu er hellt af og látið hann brúnast nokkrar mínútur í viðbót þá verður skorpan stökkari. Fjarlægið garn eða kjötprjóna og látið fuglinn á fat ásamt frönskum eða brúnuðum kartöflum, rauð- káli, hálfsoðnum eplum og grænmeti. Sósan á að vera vel heit, fremur dökk og bragð- sterk. Drottningarábætir. Rúlluterta. Krem: 2 egg 1 dl. sykur 1(4 sítróna eða l'A dl. ávaxtasafi 5 bl. matarlím 2—3 dl. rjómi Skolið kökumót (eða skál) og stráið sykri í það. Raðið síðan rúllutertusneiðum í botn og barma mótsins. Leggið matar- límið í bleyti, vindið það upp úr vatninu og bræðið síðan yfir gufu. Þeytið rjómann. Þeytið egg og sykur vel saman. Bland- ið safanum í matarlímið og hrærið því síðan saman við eggin. Þegar það fer að þykkna, er rjómanum blandað saman við. Hellið kreminu í mótið og látið bíða, þar til það er alveg stift. Losið frá börmum móts- ins og hvolfið á fat. Skreytið með þeyttum rjóma og ávöxt- um. Kjötkóróna. i/o lambs- eða svínahryggur Salt, pipar, rosmarin 'A—1 1. vatn eða soð Bezt er, að hryggurinn sé um 40 sm. langur og lengd rif- beinanna 14—16 sm. Skerið í brjóskið milli liðanna, en gæt- ið þess að skera ekki í kjötið. Hreinsið kjötið og skerið það frá rifbeinum 5—6 sm. niður. Kryddið kjötið og festið það saman í hring þannig að rif- beinin snúa út þá kemur kjöt- ið, sem skafið var frá beini inn i hringinn. Setjið kiötið í smurða ofnskúffu og brúnið það við meiri yfirhita. Hellið vatni eða soði yfir og sjóðið í 1—l'A klst. lambakjöt en svína- kjötið 2—21/. klst. Ausið yfir öðru hvoru. Kjöt- kórónan er borin fram heit með sósu, kartöflum og græn- meti eða köld með ávaxta- eða grænmetissalati (ítölsku sal- ati). Fallegt er að setja papp- irsskúfa á rifin áður en kjöt- ið er borið fram. Ávaxtahlaup. (4 dós ananas (A dós ferskjur 200 g. sveskjur (4 1. ávaxtasafi 7 bl. matarlím kirsuber þeyttur rjómi, möndlur, súkkulaði Leggið matarlímið í bleyti, bræðið það síðan yfir gufu og hrærið saman við ávaxtasaf- ann. Skolið mót (eða skál) innan með köldu vatni og strá- ið sykri í. Hellið safa í mótiö og rennið upp með börmunum. Raðið síðan ávöxtunum í botn og barma og hellið safanum yfir. Þegar safinn er hálfhlaup- inn, er því sem eftir er af ávöxtunum raðað í og safan- um hellt yfir. Látið stífna. Los- að frá börmunum og hvolft á fat. Skreytið með þeyttum rjóma, skornum möndlum, rifnu súkkulaði, kirsuberjum og eggjahvítukökum (mar- ange) ef vill. Sjá mynd á bls. 21. Kökuhús. 1(4 dl. rjómi 250 g. púðursykur l'A dl. sírop (4 msk. engifer 1 tsk. kanell 1 tsk. negull sítrónudropar 1 msk. sódaduft 600 g. hveiti Þeytið rjómann og hrærið sykri, sírópi, kryddi, sódadufti cg dropum saman við. Hrærið mestum hluta hveitisins sam- an við og hnoðið í sprungu- laust gljáandi deig, sem er vaf- ið í plast eða aðrar loftþéttar umbúðir og geymt til næsta dags. Úr þessu deigi er auðvelt að búa til kökuhús. Búið fyrst til pappírsmót og fletjið síð- an deigið út á plötunni áður en það er mótað og bakið síð- an við 200—225° hita. Þegar húshlutarnir eru kaldir, eru þeir skreyttir með flórsykur- bráð, þ. e. sáldruðum flórsykri, sem hrærður er með eggja- hvítu. Að síðustu er húsið límt saman með brúnuðum sykri. Baka má margskonar kökur, dýr, fólk og myndir úr deig- inu. Kökurnar verða gljáa- meiri ef þær eru penslaðar með vatni áður en þær eru bakað- ar. Kókoskanínur. 3 eggjahvítur 150 g. sykur 200 g. kókosmjöl 8—10 möndlur Rúsínur eða kúrenur Stífþeytið eggjahvíturnar og þeytið sykurinn smátt og smátt saman við og að síðustu kók- smjöri. Mótið deigið í af- langar kökur. Kljúfið möndl- ur og festið sem eyru, en kú- renur eða rúsínubita sem augu og nef. Bakið við um 200° hita í um 20 mín. Kökujólatré. 250 g. hveiti 1(4 tsk. lyftiduft 100 g. sykur 100 g. smjörlíki 1 egg 1(4 dl. mjólk 100 g. rúsínur 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.