Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 40
Og prófessor Myrdal bætir við: „Ég þekki engar aðstæður þar sem betur á við spakmæli Johns Maynards Keynes um að „áður en hinum hægfara breytingum lýkur, verðum við allir dauðir." “ Með því að hafa í huga sam- bandið milli þróunaráætlana á samvinnugrundvelli og yfirvof- andi hungursneyðar, sýnist mér þessi ummæli vel við eig- andi minnisgrein, hvort sem er vegna varkárni okkar eða framtíðarstarfa. í þessu ávarpi hef ég reynt að leggja áherzlu á mikilvægi höfuðmálanna, sem ætlunin er að fjalla um á þessu þingi. Frá víðu sjónarhorni býst ég við, að við gerum okkur öll grein fyrir því, að umræður okkar eiga að þjóna sem leiðbeining- ar fyrir samvinnuhreyfinguna í heiminum. Með þetta í huga er ég sannfærður um, að við getum horft vonglaðir til raun- hæfra umræðna, sem grund- vallist á gagnkvæmum góð- vilja og sönnum samvinnu- anda. Stokkhólmi 1966, Dr. Mauritz Bonow. Sleðaferð og söngur Framh. af bls. 28. dag hafði maður á Akureyri setið við tæki sitt og leitað að erlendum stöðvum. Kom hann þá allt í einu inn á íslenzkan karlakórssöng. Vissi hann ekki hverju slíkt mundi sæta. Getur verið að þetta hafi verið fyrsti kórsöngurinn, sem var útvarpað á íslandi? Eins og búið var að ákveða var svo söngurinn endurtekinn í samkomuhúsinu um kvöldið, við ágæta aðsókn og góðar viðtökur. Næsta morgun var lagt af stað heimleiðis. Var það 4. dagur ferðarinnar. Skyldi nú, samkvæmt öllum venjulegum áætlunum í svona ferðum, gist á fremstu bæjum í Reykja- hverfi. Þegar þetta gerðist var ný- byggt samkomuhús á Hólma- vaði í Aðaldal. Hvernig væri nú að syngja þar næsta kvöld? sagði einhver í hópnum. Og áður en farið var frá Húsa- vík var ákveðið, að þegar bú- ið væri að ganga frá hestun- um í náttstað í Reykjahverfi, skyldi „skroppið ofan í Hólma- vað“, eins og Reykhverfingar orða það, og sungið þar. Þetta eru ekki nema 6—7 kílómetr- ar, og hvað ætli okkur mun- aði um það, þó á „tveimur jafnfljótum" væri! Að Hólmavaði kom fremur fátt fólk sem eðlilegt var. Þá var ekki sími nema á einum bæ í hreppnum og stuttur fyr- irvari til þess að boða söng- inn. En söngurinn fékk ágæt- ar viðtökur. Ein húsfreyjan í dalnum kom með hlaðinn sleða af veizluföngum og veitti kórnum af mikilli rausn þegar söngn- um var lokið, og var það vel þegið. Síðan var lagt á brekk- una til þess að komast upp í „efri kojuna“, sem áður var nefnd. Svefntíminn var stutt- ur, bæði fyrir ferðamennina og gestgjafana, en um það var ekki fengizt. Nokkrum árum síðar boðaði kórinn söngskemmtun á Hólmavaði. Skorti þá fremur húsrými en hlustendur. Að kvöldi næsta dags kom- ust allir heim til sín i Mý- vatnssveit, með „hlaðin æki“, glaðir og ánægðir yfir þess- ari einstæðu sleðaferð. Karlakór Mývatnssveitar hafði hleypt heimdraganum. Jónas Helgason Mammon í gættinni Framh. af bls. 19. og horfði ekki á hana. — Er þetta ekki bezt komið í hönd- um sýslumanns? Hann sér lík- lega um að ekkert verði haft af þér. Þetta er heiðarlegasti maður. — Það er bara hvort ég á að selja eða leigja íbúðina. — Já, það er það. — Hvað finnst þér? — Mér? Ja, ég hef ekkert hugsað út í það. — Lína sagði.--------- Þá tók hann snöggt viðbragð. — Lína, — já. Eins og hana varði eitthvað um það. Rönku varð nærri því hverft við. — Nú, eins og hún megi ekki segja sitt álit? En ég ætlaði að segja, að mér skildist á henni, að þið hefðuð eitthvað minnzt á þetta ykkar í milli. — Já, hún. Hún hefir talað. Hvað skyldi það vera, sem hún hefir ekki borið mál á? Eftir stundarþögn sagði Ranka: — Ég var líka að hugsa um að gera erfðaskrá. — Nú. — Ja, ég veit ekki vel hvern- ig ég á helzt að ráðstafa þessu, sem ég kann að láta eftir mig. Það gæti orðið dálítið, ef vel tekst til með íbúðina. Og mér er ekki sama hvert það lendir. — Jæja. — Siggi tvísteig enn. Þerraði af sér svita, flóttaleg- ur í bragði. Ræksti sig. Eitt- hvað átti hann víst ósagt. Kannski biðja um lán. — Ranka, hu — hum. Hún horfði spyrjandi á þennan þungbúna mann. — Mig langar, — að biðja þig bónar. En hún Lína má ekki vita það. Aldrei, skilurðu. — Já? — Þá lætur þú ekkert ganga til okkar af þessu, ef þú gerir erfðaskrá. Mér er sama hvert það fer, nema ekki til mín, Aldrei. Þú verður að lofa mér því. Ég skal segja Línu eins og er, ef ég lifi þig. 40 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.