Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 41
— Æ, Siggi, — drengurinn minn, er þetta ekki heiftrækni? Fór ekki bezt sem fór? En Siggi sneri baki við henni. Og hún fékk ekkert svar. Nei, hún fór víst ekki áratugavillt. En hvernig er hægt að lofa svona nokkru? Hún gerði það heldur ekki. Ekki ákveðið.-------- JÁ, HÚN VAR ORÐIN um- talsverð. Það var mikið að gera, vertíð í fullum gangi, allt vinnufært fólk önnum kafið frá morgni til kvölds, jafnvel lengur. Nema þá Jói. Maja vann þá þess meira. Hún kom ekki til að heimsækja gömlu konuna, nema endrum og eins. Og Ranka fór að vera á rjátli meginið af deginum. Læknir- inn fullyrti að hún kæmist heim fyrir páska. Heim í skúr- inn. Maja og Dídí komu á sunnudegi, uppábúnar, með yngsta barnabarn Maju, miss- irisgamlan Jóhannes, þrifleg- an og bjartan álitum. Ranka fékk að halda á honum og leggja hann undir vanga sinn. — Veiztu hvað er sagt um ykkur pabba? spurði Dídí, allt í einu. — Um hvern? — Ykkur pabba. Dídí skelli- hló. Þegar hún hló varð and- litið á henni allt að einum glettnishlátri, sem breiddist út yfir aðra, svo þeir urðu að hlæja með. Maja sendi henni aðvarandi augnaráð, en hún tók víst ekki eftir því. — Já, bara, að hann pabbi hafi haldið við þig árum sam- an! Hugsa sér, hvað fólki get- ur dottið í hug! — Guð hjálpi mér! sagði Ranka. Henni varð svo illt við. En Dídí skemmti sér of vel til að taka eftir því. — Hann pabbi, sem er svo latur, að hann hefði aldrei nokkurntíma nennt að halda framhjá henni mömmu. Og þú, Rönkutetrið hans, strangheið- arlegasta manneskjan, sem fæðst hefir á guðs grænni jörð. Og komin undir sextugt þegar þú komst í skúrinn. — Dídí — sagði Maja að- varandi. Samt hristist brjósta- mikill barmur hennar af hlátri. — Guð hjálpi mér, sagði gamla konan aftur. — Hver segir þetta? Og auðvitað gusaðist það upp úr Dídí, áður en móðir henn- ar gat stöðvað hana. — En hún Stína. Hver, nema hún Stína, vinkona þín! ■— Það er ekkert víst að hún hafi fundið upp á þessu, tókst Maju að grípa fram í. — Hún Stína? sagði Ranka gamla vantrúuð. — Já, rétt hún Stína, sagði Dídí og hætti að hlæja, nema í augunum. — En ekki við mig, það hefði hún ekki vogað. Og enginn. Það var Lulla Magg, vinkona mín, sem heyrði þetta á saumaklúbbnum um daginn, þegar ég get ekki farið, af því Jói litli var lasinn. Þær hefðu þagað, bannsettar tæfurnar, ef ég hefði verið. En Lulla var, og þær létu hana heyra það. Og Stína var borin fyrir því. Nú, þær fullyrtu, að svona gamlar manneskjur, eins og þú, væru oft alveg vitlausar í það. — Dídí! hrópaði Maja um- vandandi — Ertu galin að nota svona orðbragð við hana Rönku! — Guð hjálpi mér, sagði gamla konan enn. — Á ég að trúa þessu upp á hana Stínu? Og þú, Maja mín, trúir þú þessu kannski? Maja tók um báðar hendur gömlu konunnar og þrýsti þær þéttingsfast. — Æ, hvernig spyrðu? Heldurðu að ég sé eitt- hvað biluð á sönsum? En þú, Dídí, hvað ert þú að bera þetta kjaftæði í gömlu konuna, og það veika? Hvað á þetta að þýða? — Nú, ég.hélt að henni fynd- ist þetta eins hlægilegt og mér. Svei mér þá, Ranka mín, mér datt ekki í hug að þú gerðir annað en hlæja að því, sagði Dídí iðrandi. Og eftir stundar- þögn: — Það er náttúrlega út af Stínu.------ — Útaf Stínu. Heldurðu að mér þyki það ánægjulegt, að verða til þess, að annar eins óhróður sé borinn í mál um hann pabba þinn? — Já, þarna heyrirðu, Dídí, sagði Maja ásakandi. — Þú heldur alltaf að aðrir líti sömu augum á tilveruna og þið pabbi þinn. — Nú, þetta gerir okkur ekki nokkurn skapaðan hlut, sagði Dídí hlæjandi. — Ég er búin að skamma Stínu. Og ég sagði henni að þetta væri allt fyrir bölvaða ágirndina og öfund- sýkina í henni. Og ég hlæ að því við hvern sem er. Ég segi bara að hún Stína geti verið ansvíti sneddí stundum, en í þetta sinn.----- — Skammaðirðu Stínu? spurði gamla konan í öngum sínum. — Auðvitað! Ég hjólaði í hana á fullu spani og lét hana hafa það óþvegið, því máttu trúa. Ég mátti til, því ég var líka reið, þó ég gæti ekki ann- að en hlegið. Ekki vegna pabba, það hefir svo margt verið sagt um hann. Mátti ég ekki skamma hana? — Æ, ég veit ekki. Ætli hún hætti þá ekki að heimsækja mig? — Þarna sérðu, sagði Maja. — Hvað? spurði Dídí og hló ekki einu sinni í augunum. Hér var eitthvað, sem hún botnaði ekkert í. — Æ, hún átti stundum bágt, fyrst eftir að ég kom hingað. Og hún var eitthvað svo art- arleg við mig. Ég get varla trú- að þessu upp á hana. En auð- vitað eru menn nú ekki nema menn.---------- ÞAÐ VAR ÞESSVEGNA, að Stína hætti alveg að heim- sækja hana. Ef hún hefði ekki fengið þennan vinning, hefði Stínu aldrei dottið þetta í hug. Og engum. Ekki um hana, hálf-áttræða manneskjuna. Nei, Stína kom ekki. Gamla konan hafði nægan tíma til að hugleiða þann stað í tilver- unni, sem henni hafði verið skikkaður. Hún var einmitt í þessháttar þönkum þegar Randí kom. Allt í einu var hún þar í stofunni, fersk og björt, nítján ára stúlka, í víðri, ljós- grárri kápu, támjóum skóm, rauðgullin á hár og falleg. — Þekkirðu mig ekki? Það er Randí, nafna þín. Orðin svona stór! Og fín. Samt heilsaði hún kömlu kon- unni með kossi. Kom hún að heiman? Nei, hún kom að sunnan með flugvélinni. Ætl- aði heim á morgun með mjólk- urbílnum. Bara snögga ferð. — Þú veizt að ég er trúlofuð. Er það ekki? — Nei. Pabbi þinn og mamma komu sitt í hvoru lagi. Þau minntust ekkert á það. Kannski hafði Lína minnzt á það, en hún gat ekki rifjað það upp. Hún var hætt að hugsa um þessi börn, Ragnhildi litlu líka. Og nú sat hún hér, ung og falleg, með litarhátt móð- ur sinnar og háralit og svip föður síns, eins og hann var, þegar hann setti Línu á kné sér, blómstrandi ungmenni. Æ, hún þekkti þessa stúlku ekki neitt, nema þau í henni og nafnið sitt, sem báðum var gefið í heilagri skírn. Hvað skyldi hún vilja? Randí fór beint í það, eins og Eyvi bróð- ir. Hún og unnustinn voru húsnæðislaus. Svo hafði mamma skrifað.-------Það var íbúðin. Auðvitað var það íbúð- in. — Getið þið keypt hana? spurði gamla konan. — Keypt, nei, biddu fyrir þér! Þá værum við ekki hús- næðislaus. Mér datt bara í hug að þú vildir kannski leigja okkur íbúðina þannig, að við innréttuðum hana að einhverju leyti upp í húsaleiguna. Svona af því við erum skyldar. — Þú hefir þá munað eftir mér. Kannski ætlaði hún ekki að segja það, en það slapp út úr henni samt. Randí varð svo- lítið hissa. — Auðvitað. Manstu ekki að ég kom stundum til þín áður en ég fór suður? Og þú sendir okkur svo oft eitthvað, þegar við vorum lítil. Við hlökkuðum alltaf mest til að fá jólagjaf- irnar frá þér. Við fengum allt- af mest frá þér. En ég þekki þig náttúrlega ákaflega lítið, Ranka, því við höfum aldrei verið neitt saman. Því fórstu frá okkur? — Jú, henni geðjaðist raun- ar að Randí — Ragnhildi — nöfnu sinni. — Við skulum ekki tala um það, það er liðið. En ég er ekki ráðin í þessu með íbúðina. Lík- lega verður hún seld. Það dimmdi yfir svip stúlk- unnar. —■ Jæja. Og ég kom alla þessa leið hennar vegna. — — Nú? — Já, skilurðu það ekki? Það er svo ægilega vont að fá hús- næði. Og við erum alveg blönk. Stráki er í háskólanum og vinnur ekki fyrir sér og. — — Hver? spurði Ranka. — Æ, ég kalla hann þetta bara, annars heitir hann Stefán og er kallaður Stebbi. Nema ég kalla hann þetta. Hann er svo mikill strákaling- ur, þessi elska. Hún horfði opnum svip framan í orðlausa gömlu kon- una. •— Og ég komin hátt á sjö- unda, sagði Randí. — Ha? sagði gamla konan. Randí fletti frá sér kápunni og hló. — Ja — ég vissi ekki hvað þú meintir, sagði gamla kon- an og leit undan. Þetta var nafna hennar. — Það er víst stelpa, gizkaði Randí á. — Ég er svo ægilega framsett. Hvað heldur þú, Ranka? SAMVINNAN 41

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.