Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 28
Og hvað svo sem um þetta var rætt, var ákveðið að nú skyldi þetta kom- ast í framkvæmd. Án nokkurs sérstaks undirbúnings eða æfinga, þótt halda skyldi konsert á Húsavík, mættust þessir félagar, n.l. 20, með jafnmarga hesta og sleða, snemma morguns í blíðskapar veðri og bezta skapi, á tilteknum stað og stundu. Vetrarleið úr Mývatnssveit til Húsa- víkur lá norður yfir Hólasand austan Laxárdals, um Lækjaheiði, norður Reykjahverfi og um Skarðaháls. Reykjahverfi liggur í slakka suður frá Laxamýri, samsíða Aðaldal, en aust- ar, og er Hvammsheiði á milli. Hverfið liggur allmiklu hærra en Aðaldalur og er því allhá brekka, Hvamma- brekka sem klífa verður, ef fara skal úr Aðaldal upp í Reykjahverfi, líkt og fara ætti upp í „efri-koju“ í skipi. Ekki varð hjá því komizt að valda Reykhverfingum miklum átroðningi í þessum sleðaferðum Mývetninga, því svo að segja ævinlega varð að gista tvær nætur í Hverfinu, aðra á norður- leið, hina á heimleið. En aldrei varð annars vart en að það væri meiri þeirra þægðin en okkar ferðamann- anna, svo hlýjar voru viðtökurnar. Verður þeim ekki með orðum lýst. Fyrsti bærinn, sem komið er að á þessari leið, er Geitafell, nokkuð af- skekktur, og áttu ekki aðrir leið þar um að vetrarlagi, en Mývetningar og Laxdælir í kaupstaðarferðum. Börn- in þar, sem nú eru orðin öldruð að árum, minnast með hrifningu þess ævintýris, þegar sleðahestarnir komu einn af öðrum — suma þekktu þau með nöfnum — niður Höllin, þar sem fyrst sá til ferða þeirra, og ótal margs annars í sambandi við þessar ferðir. Og börnin í Brekknakoti og fleiri bæj- um stóðu úti meðan stætt var og horfðu á sleðalestina koma sunnan ísilagðar mýrarnar. Stundum komu einir 10 eða 12 ferðamenn heim og borðuðu nestið sitt. Og daginn eftir báðu börnin um nesti, því þau ætluðu til Húsavíkur og borða nesti á leið- inni! Og nú var þessi fyrrnefndi hópur kominn í Geitafell. Áð var um stund, hestunum gefin heytugga, og ferða- mennirnir fengu sér nestisbita og þágu síðan kaffisopa hjá húsfreyj- unni, eins og venja var í vetrarferð- um. Þá kom Gunnlaugur, húsbónd- inn inn, léttur í spori og hvatur í hreyfingum eins og venjulega. „Hvað, eruð þið að fara? Þið eigið eftir að taka lagið, eins og þið eruð vanir. Þarna er orgelið, Jónas!“ „Það ger- um við þegar við komum til baka.“ Venjulega var mikið sungið í þessum ferðum, ekki sízt í náttstað, og alls staðar vel fagnað. Að þessu sinni var gist í Úthverfinu næstu nótt. Skiptu menn sér á nokkra bæi eftir ástæðum. Þegar komið var til Húsavíkur næsta morgun, var farið að athuga um húsið, sem fyrirhugað var að fá til að syngja í. Fékkst það greiðlega. Síðan var söngurinn auglýstur, söng- skrá vélrituð o. s. frv. Nokkurrar undrunar gætti hjá stöku manni, að við skyldum ætlast þetta fyrir. En nú varð ekki aftur snúið hvernig sem til tækist. Og á tilsettum tíma voru söngmennirnir mættir á „senunni“, þó ekki væru klæddir í „kjól og hvítt“ og hófu sönginn með laginu „Sjá hin ungborna tíð“ eftir Sigfús Einarsson, textinn eftir Einar Benediktsson. Sungið var fyrir fullu húsi. Vakti það söngmönnunum nokkra undrun og mikla ánægju. Söngnum var ágæt- lega tekið og varð að endurtaka fleiri lög og endað með aukalagi „Nár fjordene bláner“. Hafði Þura í Garði þýtt textann, og lagið ekki fyrr verið sungið á Húsavík. Jafnskjótt og söngnum var lokið og tjaldið dregið fyrir, kom Stefán heitinn Guðjohnsen upp á söngpall- inn til þess að þakka fyrir sönginn og segir: „Svo endurtakið þið sönginn næsta kvöld og þá kem ég aftur og borga mína krónu“: (Við höfðum sent honum boðskort, en inngangseyririnn verið ein króna.). Þessi framkoma Stefáns hafði góð áhrif á kórinn, því Stefán var kunn- ur fyrir sönghæfni sína, hafði ágæta söngrödd, eins og hann átti ætt til, og hafði æft karlakór á Húsavík í mörg ár, „Gamla Þrym“. (Stuttu síð- ar birtist svo í blaði á Akureyri mjög vinsamleg frásögn af söngnum, sem Stefán hafði skrifað undir fullu nafni). Skjótt urðum við þess varir að ýmsir fleiri hvöttu til þess að söng- urinn yrði endurtekinn næsta kvöld, og þar sem veðurútlit var óbreytt, var ákveðið að gera það. Hafði þó enginn ráðgert slíkt, þegar að heiman var farið. Skyldu menn nú ljúka erind- um sínum um daginn og binda á sleðana, svo allt væri tilbúið til heim- ferðar næsta morgun. Ekki var langt liðið á næsta dag, þegar Páll Sigurðsson, símstöðvar- stjóri, kom að máli við söngstjórann og spurði hvort við vildum ekki syngja fáein lög fyrir þá úti í eyjunum, Grímsey og Flatey, það mundi gleðja þá, en þá hafði nýlega verið komið á talsambandi loftleiðis á milli eyjanna og Húsavíkur. Því var vel tekið, og á tilsettum tíma mætti kórinn á sím- stöðinni. Páll stillti upp kórnum og er við höfðum sungið nokkur lög, segir Páll: „Nú skulum við skipta yfir á þá þarna ytra og heyra hvað þeir segja“. Þá tók til máls Grímseyingur, (Ásgeir Matthíasson?) og þakkaði fyrir hönd eyjarbúa, sem hann sagði að væru svo að segja allir þarna saman komn- ir, þessa ágætu og einstæðu skemmt- un. Tóku eyjarskeggjar undir orð hans með kröftugu lófataki. Þá skipti Páll yfir á Flatey. Þar tók til máls raddmikill maður (hreppstjór- inn?) og þakkaði fyrir hönd síns fólks, sem einnig tók undir með lófataki. Það hefði þótt ótrúleg saga fyrr á tímum, að slíkt heyrðist milli lands og eyja. Síðan hafa þessir eyjarskeggj- ar vafalaust hlustað á marga og betri kóra, hvort sem gleði þeirra hefur verið meiri yfir þeim, en í þetta sinn. Um þetta leyti voru ýmsir að fá sér viðtæki til að geta hlustað á erlendar stöðvar, því reglulegt útvarp var þá hafið hér á landi, sem kunnugt er. Það fréttist síðar, að þennan sama Framh. á bls. 40. Karlakór Mývatnssveitar. Myndin er tekin árið 1948, og þá þegar voru kórfélagar orðnir af annarri kynslóð að nokkru en þeirri, sem frá segir í greininni. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.