Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 26
sýslu á fjórða tug 19. aldar.
Gætu þessar heimildir allar
bent til, að orðið hafi upp-
runalega táknað belti
skreytt silfri (eða öðrum
málmum?), þ. e. stokkabelti,
en merkingin færzt yfir á
floslindana á ofanverðri 18.
eða öndverðri 19. öld.
Sigurður málari tilfærir
reyndar líka vísu, þar sem
getið er um mállinda. Er
hún eignuð Jóni Sigurðssyni
Dalaskáldi (f. 1685, d. 1720)
og á að vera „kveðin á kvon-
bæna ferð til baka“. Vísan
er heldur torráðin:
Skuli ei mýkjast málin vönd
munu þær ekki elska hann,
seint er nok að sjá um hönd
ef setja þarf í mállindann.
— Kannski berst okkur
skýring á vísunni frá ein-
hverjum fróðum lesanda
Samvinnunnar. En svo við
víkjum aftur að flosinu, var
ekki talað um fleiri en eina
gerð flosvefnaðar?
— Tvær gerðir eru af ís-
lenzku flosi, alflos og rósa-
flos. Á alflos við það, þegar
allt yfirborð efnisins er þak-
ið flosi, en rósaflos er það,
þegar aðeins er flosað
munstur í vefinn, en grunn-
urinn hafður auður. Nú er
víst oftast talað um heilflos
og hálfflos, en hin heitin
munu vera eldri í málinu og
eru, finnst mér, ólíkt
skemmtilegri. — Af varð-
veittum flosmunum safns-
ins eru aðeins hempuborð-
arnir með rósaflosi; sessurn-
ar, lindarnir og fótabandið
eru öll með alflosi. Eru
hempuborðarnir alsvartir,
en sessuborðin og böndin
með marglitum munstrum á
dökkum grunni. Þó er til
eitt einlitt, svart sessuborð
með alflosi. — Eins og þú
sérð á sessuborðunum
hérna, eru þau flest með
einhvers konar rósamunstri.
Um helmingur þeirra er með
fangamarki eigandans, en
aðeins eitt með ártali, því
miður.
— Úr því að þú minnist á
munstrin, langar mig til að
spyrja þig nánar um gömlu
sjónabókina eða munstur-
bókina, sem þú varst með
uppi á skrifborðinu þínu.
Hvaðan er hún upprunnin?
— Hana gerði Gunnar Fil-
ippusson, bróðir Rannveig-
ar konu Bjarna riddara Sí-
vertsen. Hefur hann skrif-
að á titilblaðið: „Sauma
Siöna Book Þessa aa Eg Sig-
ridur Þorsteins Dotter Skrif-
ada af Gunnare Philippus-
syne Anno 1776.“ Ég veit
engin deili á Sigríði Þor-
steinsdóttur, en safninu
barst bókin frá Vigfúsínu
Vigfúsdóttur á ísafirði árið
1915. í henni eru mörg falleg
munstur, og sumum fylgja
fyrirsagnir um hvernig bezt
hæfi að nota þau, eins og
til dæmis: „Figura Riett
Fyn til Alfloss a Byndi“,
„Figura til Hempufloss“ og
„Figura til Sessu Su besta i
Þessare Bók“.
Myndatextar:
Efst t.h. Hempuborðar með rósa-
flosi úr svörtu togi; breidd 10—12
cm, lengd 105, 109 og 81 cm (Þjms.
691, 3296 og 690b). Neðst t.h.:
Sessa með alflasi, svarblá og mó-
græn; stærð, 49x43 cm (Þjms.
8238). T. v. Bekkir úr gamalli
sjónabók (Þjms. 6950) ætlaðir til
hempufloss (1,2) og alfloss (3,4).
E. E. G. dró upp.
— Hafa þessi munstur
verið gefin út?
— Fáein munstur úr bók-
inni eða þá önnur lik þeim
kunna að hafa bi.rzt, en
sem heild hefur bókin ekki
verið gefin út ennþá. Gísli
Gestsson safnvörður hefur
hug á því að svo megi verða
og hefur unnið að því. Væri
gaman ef úr yrði, svo að
munstrin kæmust öll fyrir
almennings sjónir.
* * *
Þó að yfirleitt muni vera
liðið talsvert á aðra öld, ef
ekki meira, síðan hagleiks-
konur sátu með floslárana
á hnjánum og brugðu band-
inu í munstrin á þeim grip-
um sem varðveittir eru í
safninu, þá halda litirnir ó-
trúlega vel ferskleika sínum,
og enn stirnir á þétt flosið.
Við virðum fyrir okkur fall-
Framh. á bls. 36.
26 SAMVINNAN