Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 19
peninga. Peningar eru þó ein- hvers virði. Að minnsta kosti sóttust allir eftir þeim. Og hún gat gert erfðaskrá. Hún kærði sig ekkert um að það sem hún léti eftir sig skiptist milli allra systkina sinna. Alls ekki allra. Menn eru auðvitað menn. En manni er ekki jafnhlýtt til allra. Það var fallega gert af Línu og Eyva bróður, að taka sér ferð á hendur eingöngu til að heimsækja hana veika, bjóða henni aðstoð sína og sinna og samgleðjast henni yfir vinningnum. Samt gekk henni illa að sofa. Hann Jói. — Hvort hún treysti honum Jóa? Ekki þar fyrir, menn eru nú aldrei nema menn. — — — — STÍNA SAGÐI að hún ætti ekki að selja. Það væri miklu meira upp úr því að hafa að leigja íbúðir en selja þær. — Þú átt að standsetja íbúð- ina, eiga hana og leigja hana út. Það segir Stjáni minn. Og hann veit hvað hann segir. Hann segir að þú getir fengið milli þrjátíu — fjörutíu þús- und á ári í húsaleigu fyrir íbúðina. Gamla konan var farin að sitja framan á tím- unum saman og stúlkurnar að styðja hana til gangs nokkr- um sinnum á dag, en nú fannst henni þyrma yfir sig. — Er þetta satt? — Hann Stjáni veit það áreiðanlega. Og hann fullyrðir að þú getir fengið þetta, og jafnvel meira. Og íbúðin stend- ur alltaf fyrir sínu. Hún hækk- ar í verði með dýrtíðinni án nokkurra samninga eða laga. Það segir Stjáni. — Hvernig? — Hvernig. Það veit ég ekk- ert. Hann Stjáni segir það, og hann veit það áreiðanlega. Þú veizt hitt, eins og ég, að hús hækka alltaf í verði eins og annað. Og hann segir að þú eigir alls ekki að selja. Það sé bara vitleysa. Og ekkert að láta hann Jóa hringla í þér, — þó hann sé ekki viljandi slæmur. — Hver segir að hann sé að hringla í mér? spurði Ragn- hildur gamla Jónsdóttir, ó- venju fastmælt. — Enginn, enginn, flýtti Stína sér að leiðrétta. — Ég var bara að segja svona, af því við höfum nú verið kunningjakon- ur svo lengi. Ég er ekkert að hallmæla honum Jóa, en þú veizt líklega, að fátt er það sem fulltreysta má. Og það þegar peningamálin eru ann- ars vegar. — Fjörutíu þúsund á ári. Heldurðu að það séu nú ekki ýkjur? — Ekki hef ég reynt hann Stjána minn að neinum ýkj- um. —------- HÚN VARÐ andvaka langt fram á nótt og bað nætur- vaktina um svefntöflur. Töfl- urnar voru víst eitthvað svikn- ar, því hún sofnaði ekki að heldur. Piltagullið hraut hátt í sínu rúmi og úr herbergi innar í ganginum barst ómur af hljóðum sængurkonu. Fjöru- tíu þúsund á ári, jafnvel meira. Og Jói hafði sagt að hún gæti orðið níræð. Það yrði ekkert smáræði, sem hún léti eftir sig. Og fólk var farið að tala um hana. Æ, hún var víst að verða hégómleg. Og hann Jói. Já, hann Jói? Hann hafði alltaf verið henni góður. En það voru fleiri til en hann. — Hún varð að komast á fætur. Hún hringdi aftur á nætur- vaktina og fékk annan skammt. Lá síðan og beið eft- ir að sofna. En íbúðin og erfða- skráin sóttu að henni með tví- efldum krafti. Skelfingu lostin tók hún að rifja upp kvöldbænir sínar frá bernskuárunum. En hún var búin að gleyma svo mörgu og ruglast í öðru, það rann allt saman. Og hún mundi ekki til að hún hefði lært neina bæn gegn íbúð og erfðaskrá. — Ef það er mögulegt, þá tak þenn- an kaleik frá mér, stundi hún. Og svo sofnaði hún.-------- JÁ, FÓLK VAR farið að tala um hana! Meðan hún gat unn- ið fyrir sér var hún ekki um- talsverð. Nú lá hún hér, orðin sjötíu og fimm ára, búin að fá stóran vinning í happdrætti, og fólk efaðist um að hún kæmist aftur á fætur. Hún hafði reyndar aldrei fyrr ver- ið umtalsverð. Hún hafði alla ævi verið á sínum rétta stað í tilverunni, og svo samgróin þeim stað að enginn tók eftir henni. Ekki fyrr en hún var orðin óþörf. Og það hafði gerzt þrisvar á ævi hennar. Og svo eðlilega að enginn, eða svo til enginn, tók heldur eftir því að hún hvarf af sviðinu. Það var fyrst, þegar hún átti unnusta og fann svo allt í einu að hún var orðin fyrir honum. Næst, þegar hún var fyrir Línu. Og síðast, þegar kaupfélagsstjór- inn minntist á að skúring- arnar á skrifstofunum kynnu að vera orðnar of erfiðar fyrir hana. í fyrri skiptin hvarf hún svo þegjandi og hljóðlaust, að eng- inn tók eftir þvi og engin saga varð til um það. í seinasta skiptið datt hún, en það hefði hún ekki gert, ef hún hefði ekki fengið vinning. Það var einmitt þessi vinningur. Hans vegna var hún ekki lengur á réttum stað í tilverunni. Hans vegna var hún orðin umtals- verð. Og hans vegna gat hún ekki sofnað á kvöldin. Hún, sem aldrei hafði látið neitt raska svefnró sinni, nema hjálparþörf annarra. En á daginn var það öðruvísi. Á daginn lá hún í rúminu, eða sat framan á og velti fyrir sér furðulegum uppfhæðum, sem gátu orðið hennar eign, ef hún hagaði sér skynsamlega. Hún gat vel orðið níræð, meir að segja eldri. Þess voru dæmi í hennar ættum. Það fór um hana óró- leika-fiðringur, eins og hún væri orðin ung stúlka. Lækn- irinn fullyrti að hún fengi bráðum að fara heim. En henni leiddist ekkert á daginn. Hafði heldur aldrei á ævi sinni leiðst, nema þessa fáu daga fyrir sunnan. Og hún fékk bréf. Hún fékk bréf frá stráknum hans Eyva bróður, þessum fyrir sunnan, honum Nonna. Og hann bauðst til að sjá um ríki- dæmið fyrir hana, ef hún sendi honum löglegt umboð og fyrirmæli um hvað hún vildi láta gera. Og hún fékk heim- sóknir fólks, sem var að flytj- ast suður og á hrakhólum með húsnæði. Óneitanlega var oft gaman á daginn. Piltagullið söng: Fugl minn hinn litli, ó, hjart- ans vin litli, kemur þú ei senn? Og hinir léttfættu, hláturmildu lífberar hússins þustu inn til að hlusta á sönginn. Þegar söng- urinn þagnaði svifu þær út aft- ur, en hvíið lét í loftinu ut- andyra lengi eftir að þær voru hættar að flissa. Samt voru þær géðar stúlkur, þær meintu ekkert illt með þessu. Vissu ekki það, sem Ranka vissi. Og hún gat varla varizt hlátri, fremur en þær. Að liðinni hálfri öld yrði þessi söngur þeirra og hvíið annarra, sem enn voru hvorki getnir né fæddir. Samt brosti hún með þeim í laumi. Kannski að hvorutveggja. Já, það var oft gaman á daginn. Stundum fannst henni jafn- vel að einhver skekkja hefði slæðst inn í tugatölu æviára sinna. Að hún hefði einhvern- tíma í hugsunarleysi bætt við sig einum tug ára. En svo kom Siggi. Og það var ekki um að villast. Aldur hans sagði til um aldur hennar. Því hann fæddist einmitt um það leyti, sem hún var orðin fyrir hon- um Stebba, eins og hann var þó búinn að sækjast eftir henni.--------- JÁ, SIGGI kom. Reyndar. Þegar búið var að halda uppáhaldskúnni, þegar hinar tvær voru bornar, búnar að Ijúka af kaldadoða, magnesí- umskorti, súrdoða og lenju, sem nútímakýr eru farnar að tíðka við burð, og komnar í fulla nyt, þá kom Siggi. Hann stóð við rúm gömlu konunnar, þungbúinn, slitinn fyrir aldur fram, órakaður, illa klipptur og geispandi öðru hvoru vegna svæfandi loftsins og hitans í sjúkrastofunni. Rönku sýndist að hann gæti þá og þegar sofnað standandi eins og út- taugaður dráttarklár. Hann minntist ekkert á vinninginn. — Vantar þig ekkert? spurði hann hvað eftir annað, virtist gleyma orðum sínum jafn- harðan. Hún horfði á hann og sá að það var ekki Siggi. Þessi maður var ekkert líkur drengn- um, sem svaf hjá henni allan fyrsta áratug ævinnar og naut einn allrar þeirrar ástúðar og móðurhyggju hennar, sem aðr- ir þörfnuðust ekki. Ekki heldur bjartsýna ung- mennið, sem setti Línu á kné sér í allra augsýn, nýrakaður, í hreinni skyrtu, opinni í háls- málið, svo sá í kraftalega bringuna. Hún vissi ekkert hvað hún átti að tala um við þennan mann. Og hann vissi ekki held- ur hvað hann átti að tala um við hana. Hún spurði um bú- skapinn og afkomuna. Siggi sagði að allt færi til andskot- ans. Hann sagði það gremju- laust. — Hvernig þá? — Allavega. Hann stóð kyrr við rúmið og það voru langar þagnir á milli þeirra. Áratuga þagnir. — Get ég þá ekkert gert fyrir þig, Ranka? spurði hann loks, og langaði sýnilega til að fara. — Ekki, nema ef þú getur ráðlagt mér eitthvað í sambandi við þennan vinning, sagði hún hógvær. Hann tvísteig órólega Frh. á bls. 40. SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.