Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 5
stjóra, þegar þeir 1. nóvem- ber 1930 stofnuðu Kaupfélag Árnesinga. Egill Thoraren- sen seldi hinu nýja félagi verzlun sína og fasteignir á Selfossi við Ölfusárbrú, og 2. janúar 1931 opnaði félagið sölubúð í húsnæði því er áð- ur hafði verið eign verzlun- ar Egils. Egill Thorarensen var síð- an kaupfélagsstjóri og sam- vinnuleiðtogi Árnesinga í 30 ár, eða þar til hann andað- ist 15. janúar 1961. Stofnfundur Kaupfélags Árnesinga var haldinn að Selfossi við Ölfusárbrú. Á fundinum mættu 27 menn. Fundarstjóri var Ágúst Helgason, bóndi í Birtinga- holti. Enginn efi er á því, að félagsstofnunin hefur verið vel undirbúin, þótt ekkert sé um það bókað, því á fundin- um var að fullu gengið frá stofnun félagsins, lög þess rædd og samþykkt og kosin stjórn. Kosningu hlutu Ágúst Helgason, Gísli Jónsson, bóndi á Stóru-Reykjum og Þorvaldur Ólafsson, bóndi í Arnarbæli. Stjórnin skipti sjálf með sér verkum og var Ágúst Helgason formaður. Hann hafði áður verið braut- ryðjandi í samvinnumálum, bæði hvað snerti Sláturfélag Suðurlands, smjörbúin og síðan stofnun mjólkurbú- anna og komið mjög við sögu stórmála héraðsins annarra, sem og þeir aðrir stjórnar- menn. Vöxtur og viðgangur Kaup- félags Árnesinga á næstu áratugum varð allt að því með ævintýralegum hætti. Hins vegar lágu til hans vel skýranlegar ástæður, þegar að er gáð. Kaupfélagsstjór- inn var afburðamaður og hafði að baki sér ágæta stjórnarnefndarmenn og liðskost í byggðum héraðs- ins. Sveitirnar eru kostarík- ar og heimili kaupfélagsins á Selfossi óvenju vel stað- sett, fyrst ekki var um að ræða hafnaraðstöðu frá náttúrunnar hendi. Árið 1931 voru félagsmenn 117. Árið 1941 voru þeir orðn- ir 692, 1951 1726 og árið 1965 1750. Félagssvæðið er í stór- um dráttum héröðin á milli Hellisheiðar og Henglafjalla í vestri og Þjórsár í austri, allt til efstu bæja í uppsveit- um og niður til brimóttrar strandar. Nokkrir félags- menn eru austan Þjórsár. Þróunarsaga félagsins verð- ur ekki rakin hér í smáatr- iðum, enda er þetta ekki minningargrein. En á þrjá- tíu árum byggði félagið upp þjónustu fyrir félagssvæðið á næstum öllum sviðum, sem hægt var að koma félags- legri starfsemi við á. Verzl- unar- og skrifstofuhús fé- lagsins á Selfossi sem byggt var upp úr 1940, var á sínum tíma eitt myndarlegasta verzlunarhús á landinu. Þar er nú kjörbúð — ein af þremur f yrstu kj örbúðum landsins, sem allar voru opnaðar nokkurn vegin sam- tímis — vefnaðarvörubúð, bókabúð, búsáhaldaverzlun o. fl. Og í því húsi er tekið á móti óteljandi pöntunum á alls konar vörum frá hundruðum heimila á fé- lagssvæðinu og þær af- greiddar með flutningabif- reiðum. Þar er einnig mikil birgðageymsla. Á efri hæð eru svo skrifstofur, og í risi meðal annars stór fundar- salur. Þá hefur Kaupfélag Árnesinga útibú á Eyrar- bakka, Stokkseyri, Þorláks- höfn, Hveragerði og Laugar- vatni. Kjörbúðarvagn ekur um héraðið til þjónustu, eftir því sem við verður komið. Auk þessa, sem nú var talið, rekur kaupfélagið brauðgerð, kjötvinnslu og kjötbúð, verzlun með varahluti í bifreiðar og landbúnaðarvélar, fiskbúð, selur benzín og olí- ur, rekur lyfjabúð — aðra af tveimur samvinnulyfja- búðum, sem reknar eru a. m. k. á Norðurlöndum, eftir því sem Samvinnan veit bezt, hin er á Akureyri — þvotta- hús, þar sem húsmæður geta komið og þvegið þvott sinn í stórvirkum vélum og ferða- skrifstofu. Enn eru þó ótald- ar hinar geysimiklu smiðjur kaupfélagsins. Þar er um að ræða trésmiðjur í nýju, mjög fullkomnu hús- næði, þar sem fer fram alls konar nýsmíði, svo sem frægt er um allt land. Þá eru járnsmiðjur af öllum mögulegum gerðum, þar sem smíðað er allt frá hestajárn- um upp í stálhús á stórar fólksflutningabifreiðar, auk viðgerða á vélum og bifreið- um, að nokkru leyti í sam- vinnu við Mjólkurbú Flóa- manna. Útibú frá því verk- stæði er á Stokkseyri. Smiðjunum tilheyra bíla- sprautun, hjólbarðaviðgerð- ir, rafmagnsverkstæði, sem framkvæmir viðgerðir og sér Óskar Jónsson frá Vík, félags- málafulltrúi Kaupfélags Árnes- inga. um raflagnir, og margt er ó- talið enn. Ekki gerðust þessar fram- kvæmdir allar í einu, þótt uppbygging félagsins yrði með ótrúlega skjótum hætti. Egill Thorarensen og liðs- kostur hans vissi, að verið var að undirbúa langa fram- tíð. Þess vegna tryggði kaup- félagsstjórinn lóðir og land- rými á Selfossi, sem nægja myndu til mikilla fram- kvæmda nýrra kynslóða. En það nægði honum ekki, held- ur lét hann kaupfélagið kaupa tvær jarðir í nágrenni við Selfoss, Laugardæli og Þormóðskot og hefja þar til- raunir með' fyrirmyndarbú- skap. Og enn meira bjó und- ir. í Laugardælum var jarð- hiti eins og mjög víða á fé- lagssvæði Kaupfélags Árnes- inga. Félagið lét leiða heitt vatn þaðan til Selfoss og lagði hitaveitu um þorpið, eftir að borað hafði verið á Laugardælum og vatnið auk- ið að miklum mun. Hita- veituna á það og rekur enn. Þótt vegarsamband færi ört batnandi til aðalinn- flutningshafnar landsins í Reykjavík, þótti Agli Thor- arensen ekki framtíðarúr- lausn í þeim efnum, nema höfn kæmi austan Fjalls. Hann lét kaupfélagið kaupa jörðina Þorlákshöfn, þar sem bezt aðstaða þótti til hugsanlegrar hafnargerðar og hefja framkvæmdir þar við hafnargerð og útgerð. Kaupfélagið er því móðir og faðir þeirra stórbrotnu fram- kvæmda sem þar hafa þeg- Framh. á bls. 35. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum, og á henni má sjá ta!ið frá vinstri: Guðmund Böðvarsson þáv. fulltrúa kaupfélagsstjóra, Egil Thorarensen, þáv. kaupfélagsstjóra og Grím Thorarensen, siðar kaup- félagsstjóra. SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.