Samvinnan - 01.12.1966, Qupperneq 43
TERVLEHE
BUXUR
Á DRENGI OG FULLORÐNA
KirkjustraBti 10
Hún roónaði nú bara, hálf-
áttræð konan. Þetta var þó
einu sinni nafna hennar, en
ekki einhver og einhver. —
Og þið eruð ekki gift?
— Ekki fyrr en um leið og
við skírum, þá er allt í stak-
asta. Bara að við fáum eitt-
hvert húsnæði. En fyrst þú
ætlar að selja, þá kemur það
ekki til greina. Við erum alveg
krúkk svoleiðis. Mér var ein-
mitt að detta í hug, að þú gæt-
ir verið hjá okkur. Ég ætla
að sauma heima og við höfum
ekkert að gera með þrjú her-
fcergi. Við eigum ekki neitt.
— Nei, ég verð hérna, sagði
Ranka ákveðin.
— Viltu ekki vera fyrir sunn-
an? Hefirðu komið suður?
— Já, ég á heima hér.
— Leiðist þér þá ekki að
vera ein? Þú gætir dáið án
þess nokkur vissi. Úh!
— Það gæti komið fyrir þar
sem hér.
— Þú ert skrýtin, Ranka.
Ertu þá ekkert hrædd?
— Við hvað?
— Að vera svona ein.
— Ekki hef ég fundið til þess.
Randí horfði hugsandi á
hana. Þarna sat hún, með
flaksandi kápuna, í einhverj-
um gljáandi poka innan und-
ir, komin hátt á sjöunda, hús-
næðislaus, ókvíðin, björt, hugs-
andi. — En hvað það hlýtur
að vera skrýtið, að vera orðin
svona gömul. Kannski verð ég
svona gömul. En þá ætla ég
að vera í failegum slopp. Á
ég ekki að sauma slopp handa
þér? Ég get gert það meðan ég
er heima. Ég á efni, sem mér
var gefið, alveg passandi fyrir
þig, svona hvíthærða. Lof mér
taka mál af þér, ég er með
málband í töskunni. — — —
JÁ, ÞETTA VAR Randí,
Ragnhildur yngri, nafna henn-
ar. Randí ætlaði að gefa henni
slopp, þrátt fyrir synjunina um
húsnæðið. Gamla konan var
dálítið ringluð eftir mæling-
arnar og allt þetta flug. Hún
veitti því varla athygli að
gangastúlkan opnaði sjúkra-
stofudyrnar og vísaði rosknum
fyrirmanni veginn að rúmi
Ragnhildar Jónsdóttur. Það var
auðséð að þetta var fyrirmað-
ur, bæði af klæðaburði, fasi
og útliti hans sjálfs og einnig
af alvörusvip stúlkunnar, þeg-
ar hún vísaði honum inn. Hvað
gat hann viljað henni? Og
hvaða maður var þetta? Hann
gat verið læknir, kaupfélags-
stjóri, sýslumaður, eða jafn-
vel alþingismaður. En ekki
hennar alþingismaður, því
hann þekkti hún í sjón frá
því fyrir síðustu kosningar.
Nema það væri búið að kjósa
síðan hún lagðist. En það gat
varla átt sér stað, ekki á vetr-
arvertíð.
— Þú þekkir mig ekki,
Ranka? Sú var þó tíðin að við
þekktumst, sagði hann og tók
í hönd hennar mjúkri, — jafn-
vel helzt til mjúkri — hendi.
—• Ég kem þér ekki fyrir
mig, sagði Ranka.
— Þú ert kannski farin að
tapa sjón. Og svo hefir maður
breytzt, skrambi mikið látið á
sjá. Ég bjóst samt hálft í hvoru
við að þú þekktir eitthvað í
mér, það er hann Stebbi.
— Stebbi? Æ, já, hvernig læt
ég. — Hún kenndi aftur kulda,
eftir öll þessi ár, um leið og
hún kom honum fyrir sig og
dró hægt að sér höndina. Hann
hafði reyndar aldrei haft við-
felldið handtak, jafn sterkur
maður. Auðvitað var það
Stebbi. Nema hvað? En það
var skammarlegt að hún skyldi
finna til kulda eftir öll þessi
ár, manneskjan orðin hálfátt-
ræð og komin á grafarbakk-
ann. Naumast hann var orðinn
fínn.
— Þú hefir líklega ekki átt
von á mér? spurði hann. En
fyrst ég var kominn hingað á
annað borð, þá fannst mér að
ég mætti til með að heilsa upp
á þig. Það er orðið anzi langt
síðan við — höfum átt tal sam-
an. Hann settist á stól við hlið
gömlu konunnar, sléttur og vel
til hafður, makindalegur eins
og köttur á bæjarhellu í sól-
skini. Samt ekkert líkur Jóa.
— Þú hefur þá átt eitt-
hvert annað erindi, en að hitta
mig? Komstu með flugvélinni?
— Nei, ég kom í bíl með
tengdasyni mínum. Hann ætl-
ar að fara að setja upp verzl-
un hérna.
— Verzlun? Nú, ég hef ekki
fundið að það vantaði neina
verzlun hér.
— Aðrir finna það kannski.
Að minnsta kosti þegar verzl-
unin er komin. Þetta er upp-
gangsstaður. Ágætur staður.
— Ég held Kaupfélagið sé
nóg, og svo hinar holurnar,
sagði Ranka og botnaði ekk-
ert í sjálfri sér. Hún var óvön
því að krækja eftir þrætuefn-
um.
— Misskilningur, góða. Það
vantar samkeppni. Hér er ó-
heilbrigt verzlunarlíf. Kaupfé-
lagið einokar alla verzlun og
stendur öllu frjálsu athafnalífi
fyrir þrifum, eftir því sem mér
er tjáð. Það verður að vekja
það, og það verður ekki gert,
nema með samkeppni. Það er
langt á eftir tímanum og held-
ur öllu plássinu stórlega niðri.
Hér vantar bæði frjálst fram-
tak og verulegan stórhug. Sem
sagt: samkeppni. Hann lyfti
öðruhvoru hendi til áherzlu
meðan hann talaði. Siéttri
hendi. En hörundið var merkt
ellilitblænum. Skyldi ekki það?
Ekki lágu nú nema fjögur
árin á milli þeirra.
— Og þú ætlar að fara að
gera góðverk hér? spurði þessi
hálf-áttræða meinleysismann-
eskja af hreinni illkvittni. En
slíkt hrein ekki á Stebba. Hann
hló, svo virðuleg ístran hrist-
ist.
— 0,sussu, sussu! Góðverk!
Nei, ég fæst ekki við góðverk,
þau eru ekki mitt fag. Það er
heldur ekki ég, sem ætla að
taka til hendinni hérna, það er
tengdasonur minn. Skrambi
klár strákur.
Nei, það hrein ekki á Stebba.
Að því leyti til var hann enn
hinn sami og fyrir hálfri öld,
þegar hann var að sækjast
eftir Ragnhildi nokkurri Jóns-
dóttur.
Úrtölur fengu ekki áheyrn
hjá Stebba. Svo kom Beta í
spilið. Eiginlega hafði hún
aldrei áfellzt Stebba. Það var
eins og honum væri áskapað,
að fá það sem hann girntist.
Og Beta var svo ung og gekk
meira í augun. Það var ekki
nema eðlilegt, að svona fór.
Samt var einhver kuldi í á-
kveðnum bletti í huganum.
— Hvað ert þú þá að gera?
SAMVINNAN 43