Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 6
SAMVINNUTRYGGINGAR 20 ÁRA Að tilmælum ritstj óra SAM- VINNUNNAR er mér bæði ljúft og skylt að draga upp fyrir lesendum ritsins nokkra mynd af starfsemi Samvinnu- trygginga eins og hún blasir við eftir 20 ára feril. Að vísu verður hér aðeins um helztu útlínur að ræða. Samt von- ast ég til þess, að velviljaður lesari fái skynjað það, sem hér skiptir höfuðmáli, ekki sízt þeir mörgu, sem þessi fáu orð mín verða aðeins upp- rifjun fyrir. En slík upprifjun á líka rétt á sér við hátíðleg tækifæri, afmælisbarninu til verðugs hróss. Þegar meta skal vegferð, er til margra átta að líta. Fáum eða engum er gefið að dæma allt sem skyldi. Auk þess er sumt álitamál, þótt annað sé það ekki. Varðandi starfsferil Samvinnutrygginga um 2ja áratuga skeið, verður hér ekki svo mjög hleypt sér út á þann hála ís að vega og meta. Hins verður frekar freistað: að skýra frá nokkrum staðreynd- um, og varla á annað að minn- ast en það, sem tæplega orkar tvímælis, og þó aðeins það helzta. Það var að ýmsu leyti körg jörð og óplægður akur, er Samvinnutryggingar lögðu út á 1. sept. 1946. Þá var heldur fátæklegt um að litast á sviði íslenzkra tryggingamála. Skyldutryggingar voru óveru- legar og hinar fábreyttu frjálsu tryggingar, sem þekkt- ust, voru aðallega hnepptar í viðjar úreltrar vanafestu í höndum hálfdana. Þekking al- mennings í landinu á trygg- ingamálum var næsta bág- borin, enda áhrifin á gang tryggingamála eftir því. Þetta mikilvæga og stækkandi svið almennra hagsmunamála lá utan við skynvídd íslendings- ins og snerti hann lítt eða ekki, nema af hendingu, og þá helzt sem meinleg gloppa og t: m, þegar óhöpp bar að garði. Þá þátti margt hendi nær til þcss að „skella á skuldinni“ en skortur á tryggingavernd. Hjálpráð skipulags og sam- stöðu á þessum vettvangi lá talsverðan spöl undan landi þar til Samvinnutryggingar komu til sögu. Hinum stórhuga hugsjóna- og framkvæmdamanni Vil- hjálmi Þór mun á þessu stigi málsins hafa verið þetta síð- þróunarástand á íslandi Vilhjálmur Þór, helzti forgöngu- maður að stofnun Samvinnutrygg- inga og fyrsti stjómarformaður. manna augljósast, þegar hann fullur áhuga og orku hóf for- stjórastörf í SÍS upp úr miðj- um fimmta tug aldarinnar. Jafnframt mun hann hafa verið glöggskyggnastur á, hverja möguleika landsmenn gátu hér átt í samvinnuhreyf- ingunni til athafna og úrbóta á þessu sviði. Og þörf þjóð- arinnar fyrir viðreisnarstarf á Hið nýja og glæsilega hús að Ármúla 3. Tvær efstu hæðirnar eru í eigu Samvinnutrygginga, og þar eru skrifstofur þeirra til húsa. vettvangi tryggingamálanna hlýtur að hafa blasað við hon- um. Hann skar upp herör á sinn hljóðláta hátt og lét hefj- ast handa, hafandi fyrir aug- um ráð erlendra samvinnu- tryggamanna. Síðan eru lið- in 20 ár. Þótt stundum hafi verið rifjað upp, hvað á daga Sam- vinnutrygginga hefir drifið á undangengnum árum, skal hér gerð tilraun til nokkurs yfir- lits um farinn veg. í snöggri sjónhendingu sýn- ist mér, að með nokkrum rétti megi skipta starfsvef Sam- vinnutrygginga í þrjá megin- þætti: í fyrsta lagi FRÆÐSLU- OG ÖRYGGISMÁL, sem flétt- ast mjög saman. í annan stað FJÖLBREYTNI OG NÝJUNG- AR. í þriðja lagi FJÁRHAGS- ÁVINNING, sem margir aðrir en félagsmenn hafa þó notið mikils góðs af. Skal nú vikið nokkuð að hverjum þessara þátta. FRÆÐSLU- OG ÖRYGGIS- MÁL Ég nefni þennan málaflokk fyrst, þótt mér sé fullljóst, að margir mundu e. t. v. meta hann minna og telja síðar. En þar sem heilbrigð trygginga- starfsemi ætti öðrum þræði fyrst og fremst að beinast að því að koma í veg fyrir fjár- hagsskaða og slys, og þekk- ingin er þar frumskilyrði, sýn- ist mér einsætt að leggja mikið upp úr þessu í starfsemi Sam- vinnutrygginga. í hverju er þá aðallega fólgin athafnasemi fyrirtækisins á þessu sviði? Hér hygg ég sé um að ræða fjölþættara starf en margur hyggur. Ber þar fyrst að nefna fjölþætta útgáfustarf- semi Samvinnutrygginga svo að segja frá byrjun; mikinn fjölda bækhnga eða auglýs- ingapésa til upplýsinga og margsskonar kynningar á nýj- um tryggingagreinum. Útgáfu bókarinnar „ÖRUGGUR AKSTUR“ árið 1951, sem vakti athygli sökum efnismeðferðar og nýtízkulegrar gerðar — út- gáfu málgagnsins „Samvinnu- TRYGGING" frá sama tíma; „rits um öryggis og trygginga- mál“, eins og fram hefir verið 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.