Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 21
Súkkulaði Flórsykurbráð Kirsuber og súkkat Sáldið hveiti og lyftiduft. Blandað sykri, súkkulaðibitum og rúsínum saman við, myljið smjörlíkið í og vætið með þeyttu eggi og mjólk. Búið til pappírsmót, aflangan þríhyrn- Ávaxtahlaup. ing. Smyrjið pappírinn og legg- ið hann á plötu, látið deigið þar á og bakið við um 200° í 20—30 mín. Þegar kakan er köld, er hún skreytt með flór- sykurbráð, kirsuberjum og súkkati eða sælgæti; í mjórri endanum er síðan komið fyrir litlu kerti. Appelsínuterta. 2 egg 75 gr. sykur 50 g. kartöflumjöl 1 msk. hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kalt vatn Þeytið egg og sykur vel sam- an, blandið hveiti, lyftidufti og vatni saman við. Bakið deig- ið í tveim vel smurðum tertu- mótum. Kremið: 2 egg, 100 g. sykur, 5 bl. matarlím, safi úr 2 appelsínum og 1 sítrónu, 2 dl. rjómi. Sjá aðferð við kremið í drottningarábætinum. Leggið botnana saman með helmingnum af kreminu og smyrjið hinum helmingnum ofan á kökuna. Skreytið með þeyttum rjóma, appelsínu- sneiðum, berjum og brúnuð- um möndlusykri (núgga) eða rifnu súkkulaði. Kúrenukökur. 375 g. hveiti 250 g. kókosmjöl 1 tsk. hjartarsalt 125 g. kúrenur eða rúsínur 375 g sykur 250 g. smjörlíki 2 egg Sjá aðferð við rúsínukökur. Deigið er hnoðað í sívalar lengjur á sama hátt og spesí- ur, kælt og skorið í sneiðar sem eru bakaðar við um 225° hita. Eggjahvítukökur. 250 g. hveiti 100 g. smjörlíki 100 g. sykur 14 tsk. hjartarsalt 2 eggjarauður 1 msk. rjómi eða mjólk Hveiti og hjartarsalt er sáld- að saman, smjörlíkið skorið í með hníf, sykrinum blandað saman við og vætt í með eggja- rauðu og rjóma. Hnoðað og flatt þunnt út. Mótað í litlar ferkantaðar kökur, sem er rað- að á smurða plötu. Aprikósu- sulta eða önnur góð sulta er sett á miðju hverrar köku. 2 eggjahvítur eru þeyttar, 100 g. af flórsykri (sálduðum) og 100 g. af söxuðum möndlum eða kókosmjöli blandað sam- an við og %—1 tsk. sett á miðju hverrar köku. Bakaðar strax við um 225° hita. Frh. á bls. 34. Handavinna fyrir yngstu lesendurna Jólaengill. Þessa einföldu, fallegu jólamynd er auðvelt að stækka eftir rúðustrikuðum pappír og nota á ýmsa vegu. Ef myndin er höfð á jóla- veggteppi, renning eða dúk, er hún klippt úr pappír, lér- eftsefni eða filti, eftir því úr hverju undirlagið er. Myndina má einnig hafa sem gluggaskreytingu. Þá er munstrið klippt tvöfalt, þannig að það er eins báð- um megin, og límt hæfilega hátt á rúðuna. Fallegt er að klippa misstórar stjörnur og setja víðsvegar kring um myndina. Jólasveinar úr könglum. Eru búnir til úr tveim mis- stórum könglum, sá minni er hafður fyrir höfuð og límd- ur við þann stærri, sem síð- an er festur á tölu, svo að jólasveinninn haldi jafn- vægi og standi eðlilega. Búið síðan til topphúfu úr rauð- um pappír eða taui og and- lit úr pappír og garni. Einnig er fallegt að búa til hand- leggi, fætur og eitthvað af fötum á jólasveinana. SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.