Samvinnan - 01.12.1966, Side 38
eína varðandi starfsemina. En
ekki nóg með það; hverjum
félagsmanni er með lagaákvæð-
um tryggt að mega sjálfur
beint og krókalaust koma á
framfæri við aðalfund Full-
trúaráðsins hvers konar er-
indum og áhugamálum, er
honum kann að liggja á hjarta
í tryggingamálum. Þessi á-
kvæði eru því beinlínis aukin
lýðréttindi fyrir alla þá, sem
vilja og geta notfært sér þau,
og hvenær sem þeim sýnist.
Sumir leggja auðvitað ekkert
upp úr þessu frekar en öðr-
um mannréttindum, en þeir
ættu þó að fyrirfinnast, sem
kæra sig um að vera virkir á-
hrifamenn undir vissum kring-
umstæðum og af ýmsum tilefn-
um. Möguleikinn er sem sagt
fyrir hendi.
Hér skal nú þessu spjalli lok-
ið. Eftirlátið er það háttvirt-
um lesendum að dæma. hversu
til hefir tekizt. Um einstök at-
riði starfsins og óskamál ein-
staklinganna kunna að vera
skiptar skoðanir, en í heild og
út af fyrirliggjandi staðreynd-
um — hér nefndum og ónefnd-
um— verður varla annað sagt
en að vel hafi veríð að stað-
ið og blessun fylgt. Verður ekki
betur séð en að mikill hluti
þjóðarinnar hafi fellt og sé
alltaf að fella þann dóm, að
Samvinnutryggingar verð-
skuldi viðskipti. Og þessu er
ekki tæpt á í orði, heldur er
það staðfest ótvírætt í verki.
Um það ber sívaxandi trygg-
ingafjöldi og hækkanir ið-
gjaldatekna glöggt vitni. Þann-
ig koma betur og betur í ljós
síaukin samskipti almennings
og þess þjónustutækis, sem
honum var lagt upp í hendur
fyrir réttum 20 árum: SAM-
VINNUTR Y GGIN GA. Megi
svo verða um ókomin ár!
„Við sérhvert spor skal græna
kvisti græða,
sem geymi spor til þess, er
síðar fer.“
Baldvin Þ. Kristjánsson.
ICA
Framh. af bls. 10.
er sú mynd nógu ógnvekjandi.
Fyrst er þess að gæta, að fólks-
fjölgun er ör og sívaxandi í
hinum vanþróuðu ríkjum nær-
fellt öllum. í landi einsog Ind-
landi fjölgar íbúunum um
hartnær eina milljón á mán-
uði. Ef við tökum allan heim-
inn, mun þurfa að fæða eitt
þúsund milljónum fleiri íbúa
að sextán árum liðnum. íbúa-
fjöldi heimsins er nú um 3000
milljónir, en gert er ráð fyrir,
að hann verði um 6000 millj-
ónir um aldamót. Það er þessi
gífurlega fólksfjölgun, sem
mestu skiptir af því, sem áhrif
hefur á matvælavándamái
framtíðarinnar.
Án þess ég sé þar með að
brydda á málefni, sem frá viss-
um trúar- og stjórnmálasjón-
arhólum er litið á sem bann-
orð eða a. m. k. sem mjög vafa-
samt málefni, lít ég svo á, að
segja verði eftirfarandi: Menn
gera sér nú æ ljósari grein fyr-
ir nauðsyn þess að koma á fjöl-
skylduáætlunum um allan
heim. Ríkisstjórnir og þjóðir í
hinum vanþróuðu löndum átta
sig nú betur á, að raunveru-
lega er enginn kostur á að
leysa vandamál efnahagsþró-
unar nema takist að gerbreyta
núverandi stefnu mannfjölg-
unarinnar. Af þessari ástæðu
er hrein nauðsyn á aðstoð frá
Sameinuðu þjóðunum í náinni
framtíð.
En jafnvel þótt fjölskyldu-
áætlunum verði komið á með
alþjóða aðstoð, mun hinn mikli
fjöldi fólks, sem nú er á mann-
dómsárum í þróunarlöndunum,
halda áfram næstu tvo manns-
aldra að auka fólksfjölgunina.
Og allt verður að gera á næst-
unni, sem unnt er, til að auka
matvælaframleiðslu og þá
einkum í þróunarlöndunum.
Önnur athugunarverð stað-
reynd er eftirfarandi: Á síð-
ustu árum hefur verið tilhneig-
ing til minnkandi hagvaxtar í
þróunarlöndum. Einkum á
þetta við um matvælafram-
leiðni. í Asíu, Afríku og Suður-
Ameríku hefur heildarfram-
leiðslan ekki haldið í horfinu
við fólksfjölgunina og í mörg-
um þróunarlöndum er fram-
leiðslan minni á hvern einstak-
ling en fyrir stríð. Án tvíhliða
matvælaaðstoðar, einkum frá
Bandaríkjum Norður-Ameríku
og nokkurrar marghliða hjálp-
ar, mundi nú ríkja svæðabund-
in hungursneyð í löndum eins
og Indlandi og Pakistan. Á
þessu ári hefur ástandið verið
sérlega alvarlegt vegna óhag-
stæðra aðstæðna s. s. flóða.
Enn verður að minnast á
þriðja atriðið: Heildarupphæð
sú, sem varið er til efnahags-
aðstoðar við þróunarlöndin —
jafnvel að meðtöldu einkafjár-
magni — hefur smádregizt
saman að undanförnu. Gizkað
hefur verið á, að iðnvæddu
löndin hafi veitt þróunarlönd-
unum u. þ. b. 0,8% af heild-
artekjum sínum árið 1961. Á
árinu 1964 hefur hlutfallið
lækkað niður í 0,6%, og óttazt
er, að enn hafi orðið samdrátt-
ur á árinu 1965. Á sama tíma
hefur mannfjölgun orðið veru-
lega meiri í vanþróuðum lönd-
um en iðnvæddum. Þessari
stefnu verður að breyta í það
horf, að ekki renni minna en
1,5% af þjóðartekjum iðn-
væddu landanna til þróunar-
landanna til að gera þeim
kleift að ná því stigi, að hag-
þróun þeirra verði sjálfknúin.
Á sama tíma eyða mörg iðn-
væddu landanna og sum þró-
unarlandanna 5—10% þjóðar-
tekna til hermála. Venjulegu
fólki er örðugt að sætta sig
við þetta misræmi milli þess,
sem eytt er í efnahagsaðstoð
og tæknilega annars vegar og
hervæðingu hins vegar (að ekki
sé minnzt á alla þá fjármuni,
sem fara í að koma lifandi
mönnum til tunglsins!).
En einsog þegar hefur verið
drepið á, er mesta vandamálið
varðandi matvæli. Allir al-
þjóðahagfræðingar og aðrir
sérfræðingar eru sammála um
þetta atriði. Ég vil leyfa mér
að vitna í einn hinn ágætasta
í þeirra hópi, Raymond Ewell,
próf. við Ríkisháskólann í New
York:
„Heimurinn stendur á barmi
mestu hungursneyðar mann-
kynssögunnar. Ekki sá heimur,
sem við byggjum, — heldur
hinn vanþróaði heimur, hin
þrjú fátæku meginlönd, Asía,
Afríka og Suður-Ameríka.
Fólksfjölgun í þessum löndum
er geysileg og fjarri fer,
að matvælaframleiðsluaukn-
ing hafi undan . . . Ef þessi
þróun heldur áfram, er lík-
legt, að hungursneyð verði á
háu stigi í Indlandi, Pakistan
og Kína skömmu eftir 1970, og
fáum árum síðar munu Indó-
nesía, íran, Tyrkland og
Egyptaland fylgja í kjölfarið.
Nokkur önnur lönd í Asíu,
Afríku og Suður-Ameríku eiga
sömu kreppu yfir höfði sér um
1980. Slík hungursneyð yrði
geysivíðtæk og hefði áhrif á
hundruð milljóna manna. Ef
þessi spá rætist, sem virðist
mjög líklegt, verða þetta
hörmulegustu hrakfarir í sögu
mannkynsins."
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
FAO, hefur beint athygli
manna mjög að þessari yfir-
vofandi hættu, einkum eftir að
núverandi framkvæmdastjóri
FAO, Dr. Sen tók við embætti.
FAO hefur átt frumkvæði að
ýmsum alþjóðlegum aðgerð-
um, s. s. Herferð gegn hungri,
Matvælaáætluninni og nú síð-
ast áætlun um matvælafram-
leiðslu og hráefni. Með henni
er að því stefnt að koma af
stað alþjóðaáætlun til að afla
landbúnaðinum í þróunar-
löndunum nægs áburðar, skor-
dýraeiturs og annars, sem þörf
er á og kynni að auka fram-
leiðslugetu landbúnaðarins þar
á skömmum tíma. Sé tillit tek-
ið til þess, að kornbirgðir, sem
hingað til hafa verið í skemm-
um í Bandaríkjunum og nokkr-
um öðrum löndum, ganga nú
mjög hratt til þurrðar, sýnist
ástæða til að gefa þessari á-
ætlun mikinn gaum.
Á ráðstefnu FAO síðastliðið
haust kynnti dr. Sen í inn-
gangserindi sínu svo kallaða
Bráðabirgðaáætlun um land-
búnaðarframleiðslu. Einsog
önnur frumkvæði FAO allt frá
stríðslokum, er þessi áætlun
mjög lofsverð. Markmið henn-
ar er að gefa heildarmynd af
því, sem þarf að gera og benda
á leiðir til að framkvæma það
til að mæta hinni gífurlegu og
sívaxandi þörf fyrir matvæli
handa auknum fólksfjölda.
Eina leiðin til að komast hjá
algerri hungursneyð, sem sér-
staklega kæmi þó niður á þró-
unarlöndunum, er að sameina
alþjóðlegt og þjóðabundið á-
tak. Þetta er hið raunverulega
markmið Bráðabirgðaáætlunar
FAO. Fáist nægur fjárhags-
stuðningur, verður áætlunin
undirbúin og henni hrint í
framkvæmd á árunum 1968—
1969.
FAO ætlar þessu verkefni
mikinn hlut á fjárhagsáætlun
sinni árið 1966—1967. Þar eru
2V4 milljón dala ætluð til þessa.
Engu að síður er þörf á 2y2
milljón til viðbótar til að ljúka
framkvæmdum, og aðilar FAO
hafa enga lausn fundið á öfl-
un þessara peninga. Þetta
merkir raunverulega, að fram-
kvæmdastjóri FAO verður að
leita til sjóða og einkaaðila um
þetta fjármagn. Þetta gæti
virzt broslegt, ef bakgrunnur
38 SAMVINNAN