Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 8
Oft eru íslendingar á það minntir, að þeir eru þátttak- endur í margs konar alþjóðlegu samstarfi. Kemur sú þátt- taka fram bæði í ræðu og riti, með ferðum ráðherra eða sendinefnda á ráðstefnur og á margan annan hátt. Ein eru þau alþjóðasamtök, sem íslendingar eru aðilar aö, sem ekki er mjög oft um talað, en nægilega oft þó til þess að öllum hugsandi mönnum á að vera það ljóst. Þessi samtök eru Alþjóðasamvinnusambandið, International Cooperative Alliance, ICA. Alþjóðasamvinnusambandið var stofnað í Lundúnum ár- ið 1895, og árið 1927 samþykkti aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga að sækja um inngöngu í sam- bandið og var það auðsótt mál. Þing Alþjóðasamvinnu- sambandsins eru haldin þriðja hvert ár, en á milli þinga er málefnum þess stjórnað af fjölmennri miðstjórn, og kýs hún forseta Sambandsins til þriggja ára í senn. Auk mið- stjórnar eru starfandi á vegum Sambandsins margar nefnd- ir, sem fjalla um hin ýmsu sérmál innan samvinnusam- takanna. Miðstjórnin heldur fundi árlega, og árið 1952 var fundur hennar haldinn hér á íslandi, í Hátíðasal Háskól- ans. Var það gert að tilefni hálfrar aldar afmælis Sambands ísl. samvinnufélaga. Það ár höfðu samvinnufélög í Al- þjóðasamvinnusambandinu innan vébanda sinna 105 milljónir félagsmanna í 32 þjóðlöndum. Árið 1963 var þing Alþjóðasamvinnusambandsins haldið í Bournemouth á Englandi. Þá var félagsmannatalan 174,4 milljónir í 53 löndum. Nú í haust var svo þingið haldið i Vínarborg, og nú eru 214,3 milljónir manna í 58 löndum félagsmenn í samvinnufélögum, er að Samvinnusamband- inu standa. Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS á sæti í miðstjórn I.C.A. og sótti þing þess í Vínarborg. Samvinnan hefur áður flutt fréttir af undirbúningi þessa þings og þykir því vel við eiga að spyrja forstjórann frétta þaðan. — Hvenær var þing Samvinnusambandsins núna, og hvað eru þingin búin að vera mörg alls? — Þingið stóð að þessu sinni dagana 5.—8. sept. og var hið 23. í röðinni. En dagana næst á undan höfðu verið haldnar ráðstefnur um ýmis sérmál og á þeim áttu sæti fulltrúar frá mörgum þjóðum og einnig frá ýmsum alþjóð- legum stofnunum. Á þessum ráðstefnum var aðallega fjall- að um landbúnaöarmál og tryggingamál og þá var einnig ráðstefna um afstöðu kvenna til samvinnufélaganna, rétt- indi þeirra og skyldur og ýmis þau mál, sem meira snerta konur en karla í nútímaþjóðfélögum. Það var einróma álit þeirrar ráðstefnu, að æskilegt væri að konur tækju sem allra mestan þátt í starfsemi samvinnufélaganna. Hinn 5. september var svo sjálft þingið sett. Setningarræðu flutti dr. Mauritz Bonow, sem er forseti Alþjóðasamvinnusam- bandsins og er frá Svíþjóð. Gaf hann yfirlit um störf ICA síðustu þrjú ár, eða frá því að þingið í Bournemouth var haldið og ræddi einnig um meginverkefni Samvinnu- sambandsins, sem nú lægju fyrir. Frh. á bls. 33. Að neðan sjást nokkrir fulltrúar á þinginu. Fremst á myndinni er Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, og í röðinni aftan við má m. a. kenna Lars Lundin, frkv.stj. NAF. 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.